Meirihlutinn vill krónuna áfram

Afstaða til ISKÞrátt fyrir alvarlegt efnahagsáfall, fjármagnshöft og talsverðan áróður gegn íslensku krónunni benda kannanir Fréttablaðsins til þess að rúmlega helmingur landsmanna vilji hafa krónuna áfram. Í janúar 2009 vildu aðeins 38,1% halda í krónuna en í janúar 2014 hafði þetta hlutfall hækkað um 32% og var orðið 50,3%.

Fróðlegt væri kanna hvað þeir vilja í staðinn sem ekki vilja hafa krónuna. Þá kæmi eflaust í ljós að sá hópur er alls ekki jafn einhuga og hópurinn sem vilja hafa krónu áfram. Einhverjir vilja eflaust aðild að ESB og evrusvæðinu en aðrir vilja taka upp dollar eða einhverjar aðrar myntir. Ef þessi skipting yrði könnuð nánar kæmi eflaust í ljós að þeir sem vilja krónu áfram eru í afgerandi meirihluta.

Auroracoin peningasvindl?

aurlogo6Mbl.is flytur fréttir af áformum óþekktra en ákaflega góðhjartaðra aðila sem hyggjast gefa sérhverjum Íslendingi 31.8 auroracoin þann 25. mars næstkomandi. Íslendingar geti þá notað Auroracoin sem gjaldmiðil í staðinn fyrir krónur. Þannig verði þjóðin laus undan „gjaldeyrishöftum og útþynningu gjaldmiðilsins“.

Ýmislegt bendir samt til þess að hér sé um að ræða peningasvindl og brot á lögum.  Lesa áfram „Auroracoin peningasvindl?“

Einhugur um afnám verðtryggingar – en hversu hratt?

SkyrslaumafnamverdtrNiðurstaða nefndar um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum er einróma sú að verðtrygging sé skaðleg og hana þurfi að afnema. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hversu hratt eigi að afnema verðtrygginguna. Minnihluti nefndarinnar leggur til afnám strax á miðju ári, en meirihlutinn vill afnema verðtryggingu í áföngum og taka fyrsta skrefið næstu áramót. Þingið þarf því að velja á milli þessara valkosta. Í þessum pistli skoða ég helstu rök meirihlutans gegn afnámi í einu skrefi og set fram mótrök gegn þeim. Lesa áfram „Einhugur um afnám verðtryggingar – en hversu hratt?“

Undanþága minni fjármálafyrirtækja frá bankaskatti

Skuldafrímark bankaskatts að fjárhæð 50 milljarðar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og einkum hvernig sú tala hafi verið fundin. Á morgun verður fundur í efnahags- og viðskiptanefnd til að fara yfir málið.

Aðdragandi skuldafrímarksins er þannig að umsagnir um frumvarp um breytingar á bankaskatti vöruðu við því að hækkun skatthlutfallsins myndi koma þungt niður á minni fjármálafyrirtækjum. Bent var á að við því mætti bregðast með frískuldamarki. Lesa áfram „Undanþága minni fjármálafyrirtækja frá bankaskatti“

Andríki á villigötum

Glúmur Björnsson ritar pistil á andriki.is föstudag 10. janúar þar sem hann ýjar að því að frískuldamark bankaskatts hafi verið sérhannað til að hlífa MP banka við skattinum. Glúmur lætur að því liggja að Sigurður Hannesson, formaður skuldaleiðréttingarhópsins og starfsmaður MP banka, hafi komið skuldafrímarkinu á til að hlífa MP banka. Glúmur vegur ekki síður að heiðri efnahags- og viðskiptanefndar, segir nefndina hafi stokkið til á síðustu starfsdögum þingsins fyrir jól og laumað skattfrelsi fyrir suma inn í frumvarpið. Þetta er rangt hjá Glúmi.

Lesa áfram „Andríki á villigötum“