Stóismi er forngrísk og rómversk heimspeki sem boðar stjórn á sjálfum sér og þolgæði til að sigrast á eyðileggjandi tilfinningum.
Stóisminn boðar að dyggðir (visdómur, hugrekki, réttlæti og hófsemi) séu atriði sem leiði til hamingjuríks lífs. Flest annað svo sem auður, heilsa eða orðspor sé hvorki góð né slæm en ekki eftirsóknarverð í sjálfu sér.
Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt, óskaði eftir greiðslustöðvun 21. nóvember. Northvolt var stofnað 2016 með stórtæk áform um að gera Evrópu samkeppnishæft við Kína í framleiðslu á rafhlöðum.
Northvolt fékk frá upphafi mikinn meðbyr. Bílaframleiðandinn Volkswagen fjárfesti í upphafi fyrir 1.4 milljarða EUR og BMW pantaði rafhlöður fyrir 2 milljarða EUR, Scania og Volvo studdu við. Evrópski fjárfestingabankinn lánaði 350 m EUR. Goldman Sachs fjárfesti fyrir 860 m EUR. Stjórnmálamenn kepptust við að eigna sér heiðurinn og efasemdaraddir fengu lítinn hljómgrunn.
Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeislunar sem berst frá jörðinni. Þessi eiginleiki CO2 hefur verið sannreyndur með tilraunum og því ekki vísindalegur vafi um þetta atriði. Það er hinsvegar töluverð óvissa um afleiðingar sívaxandi magns CO2. Til að spá um áhrifin hafa verið þróuð flókin líkön sem eiga að horfa til fjölmargra þátta. Líkönin virðast samt nær öll hafa ofspáð um hlýnun. Kannski vegna þess að líkönin byggja beinlínis á þeirri forsendu að aukið CO2 valdi aukinni hlýnun. Loftslagið er gríðarlega flókið og óreiðukennt kerfi með marga áhrifaþætti svo sem skýjafar, hafstrauma, eldgos, sólvirkni svo fátt sé nefnt. Það verður því að fara varlega í að byggja stórar ákvarðanir á niðurstöðum loftslagslíkana.
Inngangur Undirritaður tók, ásamt fleirum, þátt í söfnun undirskrifta þar sem skorað var á forseta Íslands að vísa Icesave III lögunum til þjóðaratkvæðis. Í framhaldi af ákvörðun forsetans um að vísa málinu til þjóðarinnar tók undirritaður einnig þátt í málefnalegri baráttu fyrir því að kjósendur höfnuðu lögunum.
Eftirfarandi ábendingar eru því byggðar á beinni reynslu af ofangreindum verkefnum og eru settar fram í þeirri von að þær geti nýst við að bæta umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna hér á landi.
Hér á landi virðist ekki algengt að nýta rósir í matargerð en það er ljómandi gott að skreyta salöt með rósablöðum eða að gera sultu og te úr blómunum.
Víða erlendis, t.d. í Frakklandi, þykir rósasulta hið mesta sælgæti. Það er eiginlega synd að hér á landi fá útsprungnar rósir bara að fölna og fjúka burt. Auðvitað er mikilvægt að borða eingöngu rósir sem hafa sloppið við eiturefni.
Það er virðingarvert af sóttvarnalækni að viðurkenna mistök í forsendum bólusetningar barna og birta leiðréttingu. Hann breytir reyndar ekki niðurstöðu sinni þótt honum sé ljóst að áhætta barna af sjúkdómnum sé helmingi minni en hann taldi áður og vörn bóluefnisins gegn smiti sé ekki 90% eins og hann taldi.
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum 5-11 ára verði boðin bólusetning við Covid-19. Ástæður sínar fyrir bólusetningu barna setur hann fram í sex liðum í færslu á vefnum Covid.is[1]
Sumt í þessum ástæðum er rangt en annað orkar tvímælis eins og hér verður rakið.
Um mánaðarmótin apríl-maí flutti RÚV átakanlegar fréttir frá Indlandi. Neyðarástand ríkti vegna faraldursins, sjúkrahús og útfararstofur höfðu ekki undan. Þann 10. maí greindust 400 þúsund smit á einum degi.
Indverjum tókst samt með markvissum aðgerðum að ná tökum á faraldrinum og eftir mánuð hafði smittíðni lækkað um 75%. Mánuði síðar greindust 40 þúsund smit á dag, fækkun um 90%. Síðan hefur smitum haldið áfram að fækka jafnt og þétt í Indlandi og greinast nú færri en 10 smit á hverja milljón íbúa.[1]
Frá því heimsfaraldurinn skall á heimsbyggðinni, hafa læknar og vísindamenn rannsakað fjölda þekktra efnasambanda og náttúrulyfja í þeirri von að finna einhverja lækningu við Covid-19.
Svartkúmin hefur í aldanna rás verið notað til lækninga í austurlöndum. Rannsóknir sýna að það dregur úr smiti og stuðlar að bata hjá Covid sjúklingum.
Sjúklingar sem fá svartkúmin ná fyrr bata en þeir sem fá lyfleysu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að svartkúmin hjálpar þungt höldnum sjúklingum og lækkar dánartíðni.
Svartkúmin (e. black cumin, black seed) eru þurrkuð fræ plöntu sem heitir ilmfrú (e. Nigella Sativa). Ekki má rugla svartkúmin saman við kryddin kúmen eða kumin. Svartkúmin fæst einna helst í búðum sem selja krydd, náttúrulyf og heilsufæði. Það fæst hér á landi.
Satoshi Omura, sem hlaut nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 2015, birti nýverið grein ásamt þremur öðrum vísindamönnum sem rökstyður að lyfið Ivermectin virki sem forvörn gegn Covid-19. Lyfið hjálpi þeim sem hafi sýkst að vinna á sjúkdómnum og lækki dánartíðni smitaðra um 60-80%.