Meirihlutinn vill krónuna áfram

Afstaða til ISKÞrátt fyrir alvarlegt efnahagsáfall, fjármagnshöft og talsverðan áróður gegn íslensku krónunni benda kannanir Fréttablaðsins til þess að rúmlega helmingur landsmanna vilji hafa krónuna áfram. Í janúar 2009 vildu aðeins 38,1% halda í krónuna en í janúar 2014 hafði þetta hlutfall hækkað um 32% og var orðið 50,3%.

Fróðlegt væri kanna hvað þeir vilja í staðinn sem ekki vilja hafa krónuna. Þá kæmi eflaust í ljós að sá hópur er alls ekki jafn einhuga og hópurinn sem vilja hafa krónu áfram. Einhverjir vilja eflaust aðild að ESB og evrusvæðinu en aðrir vilja taka upp dollar eða einhverjar aðrar myntir. Ef þessi skipting yrði könnuð nánar kæmi eflaust í ljós að þeir sem vilja krónu áfram eru í afgerandi meirihluta.