Lög nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga tóku gildi í ágúst 2010. Lagasetningin var hluti viðbragða stjórnvalda við efnahagshruni og gerði einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu, þannig að raunhæft væri að þeir gætu staðið við skuldbindingar sínar. Með lögunum bættist einnig nýtt ákvæði í 9 gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn. Ákvæðinu var ætlað að tryggja að lækkun kröfu gagnvart aðalskuldara hefði sömu áhrif til lækkunar kröfu gagnvart ábyrgðarmanni.
Því miður virðist hafa orðið misbrestur á þeirri framkvæmd hjá einhverjum lánastofnunum og vel hugsanlegt að fjölmargir ábyrgðarmenn hafi ranglega verið krafnir um að greiða ábyrgðir að fullu án tillits til lækkunar skv. samningi um greiðsluaðlögun.
Lesa áfram “Ábyrgðarmenn skuldara í greiðsluaðlögun áttu að njóta sömu lækkunar og skuldarar”