Grein þessi birtist í Kjarnanum þann 27. mars 2014.
Óhætt er að segja að grein um peningamyndun sem birtist í nýjasta ársfjórðungsriti Englandsbanka komi á óvart. Englandsbanki, sem er seðlabanki Bretlands, segir það vera útbreiddan misskilning að viðskiptabankar þurfi að safna innlánum til að geta veitt lán. Sumar kennslubækur í hagfræði séu rangar að þessu leiti. Hið rétta sé, að þegar bankar veiti lán þá búi þeir einfaldlega til nýja peninga. Þessu er nánar lýst í greinum og myndböndum frá Englandsbanka.
Þótt flestum komi þetta kannski á óvart þá er þetta ekki nýtt fyrir öllum. Undanfarin ár hafa ýmsir hagfræðingar og hugveitur um peningamál vakið athygli á því hvernig bankar búi til peninga með útlánum. Sumir telja jafnvel að peningamyndun banka sé ein af ástæðum vaxandi skuldsetningar, verðbólgu og óstöðugleika í peningakerfum heimsins. Lesa áfram „Englandsbanki segir viðskiptabanka búa til þá peninga sem þeir lána út.“


Grein sem birtist í DV-kjallari þann 25. mars 2014:
Fyrir nokkru síðan 
Í
Seðlabankar Evrópu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Hollands, Eistlandi, Rússlands, Indlands, Ísrael, Ástralíu, Nýja Sjálands og víðar hafa séð ástæðu til að vara almenning við þeirri áhættu sem fylgir Bitcoin og sambærilegum sýndargjaldmiðlum.
Fjárfestirinn George Soros segir í nýrri bók „
Þrátt fyrir alvarlegt efnahagsáfall, fjármagnshöft og talsverðan áróður gegn íslensku krónunni benda
Mbl.is flytur