Vaxtagjöld Seðlabanka eru óþarflega há

Bankarnir eiga gríðarlega mikið laust fé. Seðlabankinn býður bönkum að geyma laust fé á innstæðureikningum sem bera 5% vexti og í innstæðubréfum sem bera 5.75% vexti. Eins og sjá má af línuritinu þá hafa bankarnir verið að nýta sér þessa frábæru ávöxtun hjá Seðlabankanum í vaxandi mæli. Nú eru bankarnir með alls 206 milljarða í ávöxtun hjá Seðlabankanum sem gefur þeim á ársgrundvelli 11,5 milljarða í vexti.

Ég hef ítrekað bent á að Seðlabankinn geti sparað sér verulegan hluta af þessum vaxtagjöldum með því t.d. að beita bindiskyldu eða hreinlega lækka stýrivexti.

Þessi vaxtagjöld Seðlabankans draga vitaskuld úr getu hans til að greiða arð í ríkissjóð. Það þýðir að skattgreiðendur þurfa að greiða hærri skatta sem því nemur.