Seðlabankar víða um heim vara við Bitcoin

Screen Shot 2014-03-13 at 1.31.14Seðlabankar Evrópu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Hollands, Eistlandi, Rússlands, Indlands, Ísrael, Ástralíu, Nýja Sjálands og víðar hafa séð ástæðu til að vara almenning við þeirri áhættu sem fylgir Bitcoin og sambærilegum sýndargjaldmiðlum.

Hví sefur Seðlabanki Íslands á verðinum?

Neytendur þyrftu að vita: Að verð sýndargjaldmiðla hefur verið mjög sveiflukennt, hökkurum hefur tekist að stela innstæðum með ýmsum hætti, stórar fjárhæðir hafa horfið sporlaust, glæpamenn sækja í að nota sýndargjaldmiðla vegna þeirrar nafnleyndar sem þeim fylgir, það er enginn seðlabanki á bak við sýndargjaldmiðla. Neytendur hafa enga tryggingu fyrir því að geta breytt þeim í krónur.

Lagaleg óvissa: Eftirtaldir möguleikar myndu allir leiða til þess að sýndargjaldmiðlar yrðu verðlitlir.

1) Ef sýndargjaldeyrir er “gjaldmiðil sem geti gengið manna á milli í stað peningaseðla eða löglegrar myntar” þá er útgáfa hans brot á 5. gr. laga um Seðlabanka.

2) Ef sýndargjaldeyrir er “vara” þá ber að greiða 25.5% virðisaukaskatt af viðskiptum með hann.

3) Ef sýndargjaldeyrir er “fjármálagerningur” þá ber að greiða 20% fjármagnstekjuskatt af hækkun.

4) Löggjafinn gæti sett lög sem banna rekstur og notkun sýndargjaldmiðla.

Það er varla að ástæðulausu að seðlabankar út um allan heim hafa sent út aðvaranir. Seðlabanki Íslands mætti gjarnan fara að þeirra fordæmi – er eftir nokkru að bíða?