Millifærslur í Kanadadölum

cadKanadadollar er sameiginlegur gjaldmiðill 35 milljón Kanadabúa. Kanada samanstendur af tíu fylkjum og þremur sjálfstjórnarsvæðum.

Alberta er tekjuhæsta fylkið enda er það með mjög öflugan iðnað og er næst stærsti útflytjandi á jarðgasi í heiminum. Þjóðartekjur á mann í Alberta eru 71 þúsund CAD. Íbúar fylkisins Prince Edward Island stunda hinsvegar landbúnað og útgerð. Þar eru tekjur á íbúa helmingi lægri en í Alberta, aðeins 35 þúsund CAD.

Hvernig geta svo ólík svæði búið við sama gjaldmiðil? Lesa áfram “Millifærslur í Kanadadölum”

Brotaforðakerfi í molum

Sífelldar upp- og niðursveiflur á fjármálamörkuðum vekja grun um að fjármálakerfið sé í raun óstöðugt í eðli sínu. Góðu fréttirnar eru að það er hægt að gera það stöðugra með einföldum hætti.

Allir vita að hlutverk banka er að taka við innlánum og ávaxta þau með því að lána féð út. Færri vita  að bankar lána ekki bara út innlánin. Þeir búa að auki til viðbótarfjármagn úr engu og lána það út gegn vöxtum. Þetta er að sjálfsögðu mjög ábatasamt fyrir bankana og skýrir að einhverju leyti hvers vegna almenningur verður sífellt skuldugri. Það er ekki óalgengt að bankar láni út tíu sinnum hærri fjárhæð en sem nemur upprunalegum innlánum til þeirra. Þetta ótrúlega fyrirkomulag kallast brotaforðakerfi (fractional reserve) því “forði” bankana af innlánum er aðeins brot af því fjármagni sem þeir lána út. Lesa áfram “Brotaforðakerfi í molum”