Seðlabanki Englands: Bankar búa til peninga þegar þeir veita lán

Screen Shot 2014-03-16 at 17.11.25Í nýju ársfjórðungsriti Seðlabanka Englands er fjallað um peningamyndun í bankakerfinu. Þar er viðteknum kenningum um að bankar margfaldi upp peningamagn seðlabankans vísað á bug. Í reynd búi bankar til peninga með því að veita lán. Seðlabanki Englands staðfestir þannig það sem Betra Peningakerfi, og Positive Money hafa verið að vekja athygli á undanfarin ár.

Hér er þetta svart á hvítu:

“In the modern economy, most money takes the form of bank deposits. But how those bank deposits are created is often misunderstood: the principal way is through commercial banks making loans. Whenever a bank makes a loan, it simultaneously creates a matching deposit in the borrower’s bank account, thereby creating new money.

The reality of how money is created today differs from the description found in some economics textbooks:

  • Rather than banks receiving deposits when households save and then lending them out, bank lending creates deposits.
  • In normal times, the central bank does not fix the amount of money in circulation, nor is central bank money ‘multiplied up’ into more loans and deposits.”

Það eru vissulega góð tíðindi að Seðlabanki Englands sé kominn í hóp þeirra sem breiða út þekkingu á því hvernig peningamyndun fer fram í raun og veru. Bankar búa til 93% af öllum peningum í umferð en ekki Seðlabankinn.

Nær allir peningar í hagkerfinu verða því til sem vaxtaberandi skuld við einkabanka. Íslenska krónan er í raun einkarekinn gjaldmiðill sem þjóðin leigir af bönkum fyrir tugi milljarða árlega. Bankarnir hafa ekki rekið gjaldmiðilinn vel. Þeir fimmfölduðu peningamagn í umferð í aðdraganda hrunsins. Bankar geta enn búið til peninga úr engu ef þeir finna hæfa lántakendur. Finni þeir ekki lántakendur geta bankar samt búið til peninga úr engu með því að kaupa eignasöfn eða byggja sér nýjar höfuðstöðvar sem þeir greiða fyrir með nýjum innstæðum. Ef bankar fá að búa til peninga hraðar en hagkerfið getur vaxið, þá er afleiðingin verðbólga. Höfum við ekki séð nóg af þessu?

Vonandi fer umræðan að snúast um það hvort það sé gott að einkabankar fái að búa til peninga úr engu þegar öllum öðrum er það bannað. Mæli með því að allir kynni sér tillögur um Betra Peningakerfi.