Ríkisstjórn Íslands hefur klúðrað þessu Icesave máli fullkomlega og á að víkja. Ef hún þráast við að horfast í augu við þann kost er það skylda hvers þingmanns að fella tillögurnar.
Það þarf nýja ríkisstjórn til að leysa úr deilunni við Breta og Hollendinga. Það ætti að vera hægt enda eru engin lög sem segja að Íslendingar eigi einir að bæta tjón af falli einkabanka sem starfar samkvæmt Evrópskum lögum. Ríkisstjórn Jóhönnu lét aldrei reyna á rétt okkar af ótta við að spilla fyrir umsókn Íslands í ESB. Lesa áfram „Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja núna“