Landlæknir kaupir umdeilt bóluefni

BólusetningNýlega bárust fréttir af því “að landlæknir hafi undirritað samning við lyfjafyrirtækið Glaxo Smith Kline um kaup á bóluefni gegn HPV-sýkingingum og leghálskrabbameini. Ákveðið hefur verið að bólusetja allar 12 ára stúlkur.”

Bóluefnið heitir Cervarix en samkvæmt tilkynningu frá Glaxo var það prófað á stúlkum á aldrinum 15-25 ára, en landlæknir hefur ákveðið að nota það á 12 ára stúlkur. Fréttin heldur áfram:

“Með bólusetningunni verður komið í veg fyrir sýkingar af völdum HPV sem valdið geta leghálskrabbameini. Talið er að með almennri bólusetningu megi koma í veg fyrir um 60-70% leghálskrabbameins og um 40% alvarlegra forstigsbreytinga þess. Hér á landi greinast árlega um 17 konur með leghálskrabbamein og um 300 konur með alvarlegar forstigsbreytingar.”

Þarna er beinlínis fullyrt að Cervarix komi í veg fyrir sýkingu af völdum HPV. Hið rétta er að bóluefnið ver gegn smiti af aðeins fimm afbrigðum veirunnar (HPV-16 og HPV-18) en afbrigðin eru mun fleiri. Lesa áfram „Landlæknir kaupir umdeilt bóluefni“

Ættu stjórnendur að nota aðstöðu sína í pólitískum tilgangi?

Flestir hafa skoðanir á pólitík og auðvitað eru stjórnendur fyrirtækja þar engin undantekning. Það kemur stundum fyrir að stjórnendur beiti vörumerki og áhrifum fyrirtækisins til að vinna sínum pólitísku skoðunum fylgi í samfélaginu. Hér er því haldið fram að slíkt sé í misnotkun á aðstöðu og geti leitt til tjóns bæði fyrir eigendur og samfélagið.

Stórfyrirtæki eru iðulega í eigu fjölmargra hluthafa. Ekki er hægt að gera ráð fyrir því að allir eigendur hafi sömu skoðun í pólitík, hvað þá að meirihluti hluthafa sé sammála pólitískum skoðunum stjórnandans. Tillitsemi við ólíkar skoðanir hluthafa er því gild ástæða fyrir því að stjórnendur gæti hlutleysis í störfum sínum. Lesa áfram „Ættu stjórnendur að nota aðstöðu sína í pólitískum tilgangi?“

Hvað er ADVICE?

Frosti í viðtali hjá INN þann 26. mars 2011.

Umræðuþáttur á ÍNN þar sem Hallur Hallsson frá Samstöðu þjóðar gegn Icesave ræðir við Frosta Sigurjónsson og Jón Helga Egilsson frá ADVICE.IS

Átta lögmönnum svarað

Frosti Sigurjónsson skrifar um Icesave fyrir hönd ADVICE-hópsins á visir.is þann 23. mars 2011.

Átta hæstaréttarlögmenn skrifa undir grein sem birt var í Fréttablaðinu 17. mars undir fyrirsögninni „Dýrkeyptur glannaskapur“. Greinarhöfundar segjast ætla að segja já við Icesave en færa fyrir því ýmis rök sem ekki virðast standast nánari skoðun:

„Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður.“

Vafasamt er að fullyrða að áhætta sé lágmörkuð með samningi sem skuldbindur okkur í erlendum gjaldmiðli ef lög leyfa að annars mætti greiða kröfuna í krónum. Ólíkt kröfum í erlendri mynt geta kröfur í krónum ekki leitt til greiðslufalls ríkisins. Einnig hefur verið bent á að gríðarleg áhætta felst í óvissum endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans og gengissveiflum. Lesa áfram „Átta lögmönnum svarað“

Icesave – Lagalegar afleiðingar synjunar

Frosti Sigurjónsson skrifar fyrir hönd ADVICE-hópsins á visir.is þann 21. mars 2011.

Margrét Einarsdóttir forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og LL.M í Evrópurétti fjallar um lagalegar afleiðingar synjunar í samnefndri grein í Fréttablaðinu 17. mars sl. Margrét dregur þar upp afar dökka mynd sem virðist á misskilningi byggð.

Margrét ,,hallast“ að því að EFTA dómstóllinn muni dæma ríkið brotlegt við EES samninginn, fyrir ,,óbeina mismunun á grundvelli þjóðernis“ og einnig fyrir að „hafa ekki komið á fót innstæðutryggingakerfi hér á landi sem virkaði“. Lesa áfram „Icesave – Lagalegar afleiðingar synjunar“

Allt misskilningur hjá Moody’s ?

Moodys-Logo Þegar fyrir lá að Icesave samningurinn yrði settur í þjóðaratkvæðagreiðslu, tók matsfyrirtækið Moody’s upp á því að senda frá sér álit um að lánshæfismat Íslands myndi versna ef landsmenn myndu fella Icesave samkomulagið.

Tímasetningin álitsins er grunsamleg en niðurstaðan undarlegri. Það stenst ekki að ríki sem tekur á sig auknar fjárhagsbyrðar teljist þar með betri lántakandi. Lesa áfram „Allt misskilningur hjá Moody’s ?“

Synjun sífellt líklegri – frétt á ruv.is

frett ruv.is

Frétt varðandi ICESAVE birt á ruv.is þann 16. febrúar 2011.

Frosti Sigurjónsson, talsmaður undirskriftasöfnunar gegn Icesave-samningnum, www.kjosum.is, telur að líkurnar á því að forsetinn hafni Icesave aukist sífellt. Hann telur að ekki sé mikið um falskar undirskriftir á vef hópsins. Magnús Árni Skúlason, talsmaður Indefence, segir að þingmenn hafi ekki staðið sig sem skyldi og hefði átt að vera kleyft að tryggja ríkari aðgang Íslendinga að eignum úr þrotabúi Landsbankans. Lesa áfram „Synjun sífellt líklegri – frétt á ruv.is“