Allt misskilningur hjá Moody’s ?

Moodys-Logo Þegar fyrir lá að Icesave samningurinn yrði settur í þjóðaratkvæðagreiðslu, tók matsfyrirtækið Moody’s upp á því að senda frá sér álit um að lánshæfismat Íslands myndi versna ef landsmenn myndu fella Icesave samkomulagið.

Tímasetningin álitsins er grunsamleg en niðurstaðan undarlegri. Það stenst ekki að ríki sem tekur á sig auknar fjárhagsbyrðar teljist þar með betri lántakandi.

Þegar rýnt er í fréttatilkynningu Reuters um álit Moody’s blasir skýringin við:

Moody’s said that if the current bill is rejected, the issue could have to be settled in court. This could take a long time and cost Iceland more than the 50 billion Iceland crowns ($426 million) the government believes to be the maximum tab the Icelandic taxpayer will have to pick up under the current deal.

Sjá: http://uk.reuters.com/article/2011/02/23/iceland-rating-idUKLDE71M1GP20110223

Ekki ber á öðru en að Moody’s telji að VERSTA mögulega niðurstaða Icesave samningsins fyrir Íslendinga sé aðeins 50 milljarðar króna. Það væri óskandi. Hið rétta er að versta niðurstaða samningsins gæti vel numið hátt í 250 milljörðum. Til þess þyrftu heimtur aðeins að versna um 15% og gengi krónunar að veikjast um 1% á ársfjórðungi.

Því miður er ekki er hægt að sjá af fréttini hvaða útkomur Moody’s gefur sér verði dómstólaleiðin farin af viðsemjendum.

Nú er spurning hvort Ríkisstjórn Íslands hafi séð ástæðu til að leiðrétta þennan alvarlega misskilning hjá Moody’s?