Þjóðar(vogunar)sjóður?

Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um þjóðarsjóð sem fjárfesta skuli arð af auðlindum landsins í erlendum kauphöllum, allt að 300 milljarða. Ríkið geti svo gripið til þjóðarsjóðsins í framtíðinni til að mæta ófyrirséðum áföllum. Við fyrstu skoðun kann þetta að hljóma skynsamlega en þegar betur er gáð vakna spurningar og efasemdir. Hvernig er t.d. hægt að réttlæta að ríkissjóður sem skuldar hundruði milljarða og þar af hundrað milljarða í erlendri mynt fjárfesti í erlendum verðbréfum?

Lesa áfram „Þjóðar(vogunar)sjóður?“

Borgarlínan æðir áfram en hvar er neyðarhemilinn?

Samkvæmt skrifum borgar- og bæjarstjórar á höfuðborgar-svæðinu telja þeir að Borgarlína sé hagkvæm og vistvæn leið til að stórauka flutningsgetu samgöngukerfisins, bæta lífsgæði íbúa, stytta ferðatíma, draga úr slysum og lækka byggingarkostnað. Nánari skoðun leiðir hins vegar í ljós hve ólíklegt það er Borgarlínan geti uppfyllt þessar miklu væntingar. Verkefnið er samt á miklu skriði og gæti kostað 1-2 milljónir á hvert heimili. Lesa áfram „Borgarlínan æðir áfram en hvar er neyðarhemilinn?“

Bókhald Seðlabankans: Eru seðlar skuld?

Í bókhaldi Seðlabanka Íslands er venja að færa selda peningaseðla til skuldar en ekki til tekna. Í árslok 2016 „skuldaði“ Seðlabankinn 62 milljarða í útgefnum seðlum samkvæmt ársreikningi. Ekki virðast önnur rök fyrir þessari bókhaldsaðferð en þau að svona hafi þetta alltaf verið gert og þetta sé venjan hjá öðrum seðlabönkum. Vissulega er þetta venjan en það orkar tvímælis að færa tekjur sem skuld, slíkt stenst varla góða reikningskilavenju og um það fjallar þessi pistill.  Lesa áfram „Bókhald Seðlabankans: Eru seðlar skuld?“

Er sjálfakandi rafbíll handan við hornið?

Getur það verið rétt að árið 2030, eftir aðeins 13 ár, verði sjálfakandi rafbílar nær einu farartækin á götum Reykjavíkur? Samkvæmt niðurstöðum skýrslu frá RethinkX sem fjallar um framtíðarhorfur í samgöngum er það talið líklegt. RethinkX færa rök fyrir því að þróun sjálfakandi rafbíla verði mjög hröð og framundan sé alger bylting í bílaiðnaði. Þeir vara einnig við því að opinberir aðilar sem ekki fylgjast nægilega vel með þessari þróun eigi á hættu að fjárfesta í úreltri og óhagkvæmri samgöngutækni. Lesa áfram „Er sjálfakandi rafbíll handan við hornið?“

Eru sólböð núna orðin holl?

Það virðist útbreidd skoðun að sólböð séu ekki sérlega nauðsynleg heilsunni og flestir virðast telja óráðlegt að fara í sólbað þegar sól er hæst á lofti. Rannsóknir benda hins vegar til þess að sólböð séu ekki bara holl heldur veiti þau vörn gegn mörgum lífshættulegum sjúkdómum. Þeir sem fái næga sól séu þannig allt að helmingi ólíklegri en aðrir til að fá brjóstakrabbamein, ristilkrabbamein, blöðruhálskrabba, eitilfrumukrabba og krabbamein í þvagblöðru. Lesa áfram „Eru sólböð núna orðin holl?“

Fjármálaráðherra vill lögleiða gengistryggð lán til óvarinna neytenda

Fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða gengistryggð lán til neytenda sem hafa ekki varnir gegn þeirri gengisáhættu sem fylgir slíkum lánum. Einnig er með frumvarpinu opnað fyrir gengistryggð lán með veði í íbúðarhúsnæði neytenda sem óvarðir eru fyrir gengisáhættu. Það yrði mikið óheillaspor ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum.

Þeir ríku verða ríkari
Í frumvarpinu er áskilnaður um að aðeins þeir neytendur geti tekið gengistryggð lán sem hafi nægar tekjur til að ráða við verulegar gengis- og vaxtabreytingar sem fylgt geta slíkum lánum. Þau munu því aðeins standa efnafólki til boða. Lesa áfram „Fjármálaráðherra vill lögleiða gengistryggð lán til óvarinna neytenda“

Schengen vandinn vex – engin viðbragðsáætlun?

SchengenGríðarlegur vandi steðjar að Schengen svæðinu og engin lausn í sjónmáli. Ráðamenn aðildarríkja og sérfræðingar keppast við að spá endalokum landamærasamstarfsins. Þegar svo háttar hlýtur það að vera skylda íslenskra stjórnvalda að undirbúa áætlun um það hvernig brugðist yrði við hugsanlegum truflunum í Schengen samstarfinu eða jafnvel endalokum þess. Tekjur Íslands af ferðamönnum voru 300 milljarðar á síðasta ári og því afar miklir hagsmunir í því að landamæraeftirlit verði ekki fyrir truflun.  Lesa áfram „Schengen vandinn vex – engin viðbragðsáætlun?“

Um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi

restore-glass-steagallFrá því fjármálakreppan skall á hefur krafan um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi verið talsvert áberandi. Fjöldi sérfræðinga og nefnda í mörgum löndum hafa fjallað um málið en niðurstaðan hefur ekki verið einhlít um hve langt þurfi ganga í aðskilnaði. Lögum og reglum hefur verið breytt til að draga úr áhættu í bankarekstri og efla fjármálastöðugleika en hvergi hefur verið ráðist í að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi enn sem komið er. Lesa áfram „Um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi“

Monetary reform report translated to Japanese

Screen Shot 2016-02-28 at 11.40.04The report titled „Monetary reform – A better monetary system for Iceland“ which I delivered to the Prime Minister in March 2015 has now been translated to Japanese. The Japanese translation is titled „通貨改革 – アイスランドのためのより優れた通貨制度„.

The translation is the initiative and result of a voluntary effort by Mr. Kenji Hayakawa. He hopes that the translated report can be of use to Japanese politicians, scholars, and future policy makers. 

I would like to express my sincere gratitude to Kenji Hayakawa for contributing his time and skills with such generosity. It would make me very happy indeed if his translation can be of use in Japan.

通貨改革 – アイスランドのためのより優れた通貨制度

Screen Shot 2016-02-28 at 11.40.04Það er gaman að segja frá því að skýrsla mín um umbætur á peningakerfi Íslands er nú komin út í japanskri þýðingu. Þýðingin var unnin af Kenji Hayakawa í þeirri trú að hún geti orðið gagnlegt innlegg í umræðuna um umbætur í peningamálum Japans. Kenji á miklar þakkir skildar fyrir frumkvæðið og þýðinguna sem hann vann í sjálfboðavinnu.

Hér er hægt að hlaða niður japönsku útgáfunni 通貨改革 – アイスランドのためのより優れた通貨制度 á pdf formi.