Pistill birtist 18. október 2009 á AMX Fréttamiðstöð: http://www.amx.is/pistlar/10590/
Ríkisstjórn Íslands hefur klúðrað þessu Icesave máli fullkomlega og á að víkja. Ef hún þráast við að horfast í augu við þann kost er það skylda hvers þingmanns að fella tillögurnar.
Það þarf nýja ríkisstjórn til að leysa úr deilunni við Breta og Hollendinga. Það ætti að vera hægt enda eru engin lög sem segja að Íslendingar eigi einir að bæta tjón af falli einkabanka sem starfar samkvæmt Evrópskum lögum. Ríkisstjórn Jóhönnu lét aldrei reyna á rétt okkar af ótta við að spilla fyrir umsókn Íslands í ESB. Lesa áfram „Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja“



Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er nú í fullum gangi. Lokanir á skurðstofum og uppsagnir eru daglegt brauð. Fall krónunnar bætir gráu ofan a svart, því laun starfsfólks í heilbrigðisstéttum á Íslandi eru nú orðin ósamkeppnisfær við það sem býðst á norðurlöndunum. Hættan á landflótta í heilbrigðisstétt magnast. Hvað er til ráða?
Meðfylgjandi er grein sem ég sendi Morgunblaðinu nokkrum dögum áður en alþingi greiddi atkvæði um umsókn inn í Evrópusambandið. Greinin var af einhverjum ástæðum aldrei birt sem var auðvitað mjög leitt. Hér kemur greinin í heild sinni.
Dr. Gauti, sem er yngri bróðir Dags, varaformanns Samfylkingarinnar kallar Icesave samninginn ógeðsdrykk sem verður að kyngja. Ef það verði ekki gert telur hann að allt fari á versta veg samanber eftirfarandi upptalningu:
Í