Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja núna

rikisstjorn2009Ríkisstjórn Íslands hefur klúðrað þessu Icesave máli fullkomlega og á að víkja. Ef hún þráast við að horfast í augu við þann kost er það skylda hvers þingmanns að fella tillögurnar.

Það þarf nýja ríkisstjórn til að leysa úr deilunni við Breta og Hollendinga. Það ætti að vera hægt enda eru engin lög sem segja að Íslendingar eigi einir að bæta tjón af falli einkabanka sem starfar samkvæmt Evrópskum lögum.  Ríkisstjórn Jóhönnu lét aldrei reyna á rétt okkar af ótta við að spilla fyrir umsókn Íslands í ESB. Lesa áfram „Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja núna“

Þurfum við virkilega meiri steinsteypu núna?

surgery_468x399Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er nú í fullum gangi. Lokanir á skurðstofum og uppsagnir eru daglegt brauð. Fall krónunnar bætir gráu ofan a  svart, því laun starfsfólks í heilbrigðisstéttum á Íslandi eru nú orðin ósamkeppnisfær við það sem býðst á norðurlöndunum. Hættan á landflótta í heilbrigðisstétt magnast. Hvað er til ráða?

Lesa áfram „Þurfum við virkilega meiri steinsteypu núna?“

Greinin sem Morgunblaðið birti ekki

eustarsatseaMeðfylgjandi er grein sem ég sendi Morgunblaðinu nokkrum dögum áður en alþingi greiddi atkvæði um umsókn inn í Evrópusambandið. Greinin var af einhverjum ástæðum aldrei birt sem var auðvitað mjög leitt.  Hér kemur greinin í heild sinni.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gert tillögu um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu en aðildarviðræður geta ekki hafist án þess að slík umsókn sé lögð fram áður. Þegar taka skal ákvörðun af slíkri stærðargráðu hlýtur það að teljast lágmarkskrafa að allur undirbúningur sé sérstaklega vandaður og sem breiðust samstaða um málið.
Asi og óeining
Tillaga stjórnarflokkana ber þess hinsvegar merki að vera unnin í flýti og í beinni andstöðu við stóran hluta þingheims og líklega meirihluta landsmanna, Lesa áfram „Greinin sem Morgunblaðið birti ekki“

Fincancial Times á móti ICESAVE

ftcom.png Í gær birti breska dagblaðið Financial Times ritstjórnargrein um ICESAVE málið undir fyrirsögninni „In the same boat“. Það sem er fréttnæmt er að tónn greinarinnar er allt annar en sá sem Steingrímur J og Jóhanna hafa verið að búist við. Hér er ekki vottur af ásökun eða vantrausti á Ísland, þvert á móti er varað við því að þjóðin sé látin axla þessar byrðar. Financial Times eru hreinlega á móti ICESAVE samningnum.

In the same boat
Published: August 11 2009 22:52 | Last updated: August 11 2009 22:52
When the Dutch and British governments clinched Iceland’s agreement to reimburse savers in Icesave, the now-defunct overseas branch of Landsbanki, they did not count on the ire of Icelandic voters. The deal, stuck in an Althingi committee, is unlikely to gain the Icelandic parliament’s approval. Lesa áfram „Fincancial Times á móti ICESAVE“

Gauti B. Eggertsson og ógeðsdrykkurinn ICESAVE

gauti_eggertssonDr. Gauti, sem er yngri bróðir Dags, varaformanns Samfylkingarinnar kallar Icesave samninginn ógeðsdrykk sem verður að kyngja. Ef það verði ekki gert telur hann að allt fari á versta veg samanber eftirfarandi upptalningu:

„EES samningurinn er í húfi og þar með gífurleg útflutningsverðmæti.
Samskipti okkar við norðurlönd.
Allar lánalínur.
Lánshæfnismat íslenska ríkisins, sem hefur bein áhrif á lánshæfni allra íslenskra fyrirtækja.
Samskipti við fjölmörg fjármögnunarbatterí eins og Þróunarbanka Evrópu sem fjármagnar orkuverin að einhverju marki.
Öll fyrirgreiðsla alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Og svo framvegis“ Lesa áfram „Gauti B. Eggertsson og ógeðsdrykkurinn ICESAVE“

Hlutleysi Ríkisútvarpsins

ruvlogoÍ lögum um Ríkisútvarpið ohf er á þremur stöðum kveðið á um skyldu til óhlutdrægni og fyllstu hlutlægni í allri umfjöllun og fréttaflutningi. Þjóðin þarf að geta treyst því að RÚV fari að lögum og sé í raun hlutlaus fjölmiðill. Það hefur sjaldan verið mikilvægara en nú að RÚV bregðist ekki trausti þjóðarinnar í þessu enda er þjóðin klofin í afstöðu sinni til stórmála eins og ESB og ICESAVE. RÚV má alls ekki taka afstöðu í þessum hitamálum.

Þær raddir verða nú háværari að umfjöllun RÚV um ESB og ICESAVE uppfylli ekki ákvæði útvarpslaga um óhlutdrægni. Hlutdrægni getur leynst víða t.d. í vali á fréttum, vali á viðmælendum, gildishlöðnum spurningum, tónlist, myndefni ofl. Lesa áfram „Hlutleysi Ríkisútvarpsins“

ESB og hagsmunir atvinnulífsins

eustarsatseaSú skoðun hefur komið fram hjá einhverjum atvinnurekendum að það verði auðveldara að ná árangri í rekstri Íslenskra fyrirtækja ef Ísland gerist aðili að ESB og hér verði tekin upp evra í framhaldinu. Þá munum við losna við þann óstöðugleika sem einkennt hefur krónuna og aðgangur að erlendu lánsfé batni. Sumir virðast jafnvel trúa því að aðildarumsókn ein og sér muni efla tiltrú erlendra fjárfesta, styrkja gengi krónu og bæta aðgang að erlendu lánsfé. Lesa áfram „ESB og hagsmunir atvinnulífsins“

Kosningasvindl á Íslandi?

sjs VG undir forystu Steingríms J Sigfússonar hafa blekkt kjósendur sína fullkomlega. Ég kaus VG nær eingöngu vegna stefnu flokksins gegn aðild að ESB. Nú stendur þessi sami flokkur og Steingrímur J að tillögu um aðildarumsókn í ESB, án þess að spyrja þjóðina álits.

Varla get ég verið einn um þá tilfinningu að atkvæði mitt hafi verið misnotað í einhverskonar kosningasvindli?

Það hlýtur að vera fullkomlega ólýðræðislegt að lofa kjósendum einni stefnu en taka svo upp þveröfuga stefnu eftir kosningar. Hvaða tilgang hafa annars kosningar? Um hvað er maður að kjósa? Lesa áfram „Kosningasvindl á Íslandi?“