Umsögn mín um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið

Innsend á samráðsgátt 29.1.2019

Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er á margan hátt gagnlegt innlegg í umræðuna um stöðu fjármálakerfisins, þróun þess og hlutverk til framtíðar. Hvítbókin kemur inn á marga þætti og þar á meðal lítillega inn á samfélagsbanka en í þessari umsögn mun ég halda mig við þann eina þátt.

Á bls. 266 í hvítbókinni er stutt greinargerð um samfélagsbanka sem dr. Ásgeir Jónsson prófessor við Háskóla Íslands vann fyrir starfshópinn. Niðurstaða Ásgeirs um samfélagsbanka er þannig:

Lesa áfram „Umsögn mín um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið“

Þjóðar(vogunar)sjóður?

Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um þjóðarsjóð sem fjárfesta skuli arð af auðlindum landsins í erlendum kauphöllum, allt að 300 milljarða. Ríkið geti svo gripið til þjóðarsjóðsins í framtíðinni til að mæta ófyrirséðum áföllum. Við fyrstu skoðun kann þetta að hljóma skynsamlega en þegar betur er gáð vakna spurningar og efasemdir. Hvernig er t.d. hægt að réttlæta að ríkissjóður sem skuldar hundruði milljarða og þar af hundrað milljarða í erlendri mynt fjárfesti í erlendum verðbréfum?

Lesa áfram „Þjóðar(vogunar)sjóður?“

Um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi

restore-glass-steagallFrá því fjármálakreppan skall á hefur krafan um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi verið talsvert áberandi. Fjöldi sérfræðinga og nefnda í mörgum löndum hafa fjallað um málið en niðurstaðan hefur ekki verið einhlít um hve langt þurfi ganga í aðskilnaði. Lögum og reglum hefur verið breytt til að draga úr áhættu í bankarekstri og efla fjármálastöðugleika en hvergi hefur verið ráðist í að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi enn sem komið er. Lesa áfram „Um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi“

Athugasemdir við Stöðuskýrslu Bankasýslu Ríkisins

Screen Shot 2016-01-12 at 21.33.31Í Stöðuskýrslu Bankasýslu Ríkisins varðandi eignarhald og sölu á Landsbankanum er fjallað um efnið frá ýmsum hliðum og er komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að hefja söluferlið. Í inngangi skýrslunnar er kallað eftir ábendingum um innihald skýrslunnar og hér koma mínar hugleiðingar um skýrsluna og niðurstöður hennar. Lesa áfram „Athugasemdir við Stöðuskýrslu Bankasýslu Ríkisins“

Aukinn séreignasparnað í stað hærri stýrivaxta

Screen Shot 2015-11-29 at 20.52.12Frá aldamótum hefur Seðlabankinn aðallega reitt sig á stýrivaxtatækið til að halda verðlagi stöðugu. Því miður fylgja hækkandi stýrivöxtum neikvæðar aukaverkanir, einkum þegar stýrivextir hér eru hærri en í öðrum löndum. Þess vegna er brýnt að innleiða fleiri stýritæki svo Seðlabankinn geti dregið úr ofnotkun stýrivaxtatækisins. Hér verður rætt um hvernig mætti nota breytilegan séreignasaparnað til sveiflujöfnunar. Lesa áfram „Aukinn séreignasparnað í stað hærri stýrivaxta“

Ótímabært að selja Landsbankann

Screen Shot 2015-09-28 at 21.44.25Samkvæmt bréfi Bankasýslu ríkisins til Fjármálaráðherra 9. september er hafinn undirbúningur að sölu 30% eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum og stefnt að því að sölunni verði lokið á árinu 2016. Ríkið á nú 98% hlut í bankanum en fjármálaráðherra hefur sagt að hann telji eðlilegt að eignarhlutur ríkisins í Landbankanum sé um 40%. Bankasýslan mun skila ráðherra tillögu um söluna fyrir lok janúar. Lesa áfram „Ótímabært að selja Landsbankann“

Svartfjallaland: Með evru og hærri vexti en á Íslandi

svartfjallalandFyrir tveim vikum heimsótti varaforseti þjóðþings Svartfjallalands, Hr. Branko Radulovic, Alþingi. Við áttum stuttan fund um efnahagsmálin. Hr.Branko hafði mikinn áhuga á að vita hvernig Íslandi hefði tekist að komast svona hratt á réttan kjöl eftir hrun bankakerfisins og spurði: „Hver er íslenska formúlan?“  Ég sagðist ekki vita um neina formúlu en reyndi samt að tína fram einhverjar skýringar. Lesa áfram „Svartfjallaland: Með evru og hærri vexti en á Íslandi“

Ríkisábyrgð á innstæðum banka er óumflýjanleg

Hrun bankana hefur bætt skilning almennings á því hve bankar eru frábrugðnir öðrum fyrirtækjum. Komið hefur í ljós að þeir geta fjármagnað fjárfestingar sínar og útlán með innstæðum sem njóta óhjákvæmilega ríkisábyrgðar. Eigendur bankainnstæðna vita að ríkissjóður mun ávallt koma til bjargar ef banki getur ekki staðið í skilum og geta því sætt sig við lægri vexti á innstæður sínar. Bankar hafa því beinan hag af ríkisábyrgðinni en greiða þó ekkert fyrir hana.  Lesa áfram „Ríkisábyrgð á innstæðum banka er óumflýjanleg“

Lífeyrissjóðir, smá- og meðalstór fyrirtæki

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur skilað jákvæðu áliti um lagafrumvarp sem gerir lífeyrissjóðum heimilt að fjárfesta á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) en hér á landi er slíkt markaðstorg rekið undir merkinu First North.

Nefndin gerði þá breytingu á frumvarpinu að heimildin takmarkaðist við 5% af hreinni eign lífeyrissjóðs. Lífeyrissjóðir hafa til þessa haft heimild til að fjárfesta 20% af hreinni eign í verðbréfum óskráðra fyrirtækja en hún breytist ekki við þetta.  Lesa áfram „Lífeyrissjóðir, smá- og meðalstór fyrirtæki“