Meirihlutinn vill krónuna áfram

Afstaða til ISKÞrátt fyrir alvarlegt efnahagsáfall, fjármagnshöft og talsverðan áróður gegn íslensku krónunni benda kannanir Fréttablaðsins til þess að rúmlega helmingur landsmanna vilji hafa krónuna áfram. Í janúar 2009 vildu aðeins 38,1% halda í krónuna en í janúar 2014 hafði þetta hlutfall hækkað um 32% og var orðið 50,3%.

Fróðlegt væri kanna hvað þeir vilja í staðinn sem ekki vilja hafa krónuna. Þá kæmi eflaust í ljós að sá hópur er alls ekki jafn einhuga og hópurinn sem vilja hafa krónu áfram. Einhverjir vilja eflaust aðild að ESB og evrusvæðinu en aðrir vilja taka upp dollar eða einhverjar aðrar myntir. Ef þessi skipting yrði könnuð nánar kæmi eflaust í ljós að þeir sem vilja krónu áfram eru í afgerandi meirihluta.

Einhugur um afnám verðtryggingar – en hversu hratt?

SkyrslaumafnamverdtrNiðurstaða nefndar um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum er einróma sú að verðtrygging sé skaðleg og hana þurfi að afnema. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hversu hratt eigi að afnema verðtrygginguna. Minnihluti nefndarinnar leggur til afnám strax á miðju ári, en meirihlutinn vill afnema verðtryggingu í áföngum og taka fyrsta skrefið næstu áramót. Þingið þarf því að velja á milli þessara valkosta. Í þessum pistli skoða ég helstu rök meirihlutans gegn afnámi í einu skrefi og set fram mótrök gegn þeim. Lesa áfram „Einhugur um afnám verðtryggingar – en hversu hratt?“

Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti

 MYND/PJETUR  Visir.is

Heimir Már Pétursson skrifar á Visir.is þann 13. nóvember:

Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins skoraði á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag, að fresta gildistöku laga sem taka eiga gildi um næstu áramót um notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á landi.

Frosti sagði efnafræðinginn Glúm Jón Björnsson hafa bent á að lögin muni valda miklum óþarfa kostnaði fyrir þjóðarbúið.

Viðbótarkostnaðurinn felst í því að hér þarf að kaupa inn dýrara eldsneyti á bílaflotann en annars hefði verið. Fyrir árin 2014 til 2019 gæti sá kostnaðarauki numið fimm til sex milljörðum króna og það í gjaldeyri,“ sagði Frosti í umræðum um störf þingsins í dag. Lesa áfram „Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti“

Fjármálaeftirlitið telur Dróma brjóta lög

DromilogoEins og fram kom í pistli í lok júní á þessu ári, þá sendi Efnahags- og viðskiptanefnd skriflega fyrirspurn til Fjármálaeftirlits um viðskiptahætti Dróma og hvort þeir væru í samræmi við lög.

Í svari Fjármálaeftirlitsins til nefndarinn kom meðal annars fram að Fjármálaeftirlitið hefði mál Dróma til athugunar. Þann 29. október birti svo Fjármálaeftirlit gagnsæistilkynningu á heimasíðu sinni þar sem greint er frá athugun á starfsháttum Dróma hf. Þar kemur fram að eftirlitið telur Dróma ekki fara að lögum og að Drómi hyggist kæra þá niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins.

Lesa áfram „Fjármálaeftirlitið telur Dróma brjóta lög“

Njóta stóru bankarnir þrír ríkisábyrgðar í reynd?

Landsbankinn, Arionbanki og Íslandsbanki eru taldir of stórir til að falla. Það þýðir að ef einhver þessara þriggja banka yrði gjaldþrota, þá myndi ríkissjóður koma til bjargar og lýsa yfir ríkisábyrgð á innstæðum.

Það má segja að á innstæðum í þessum þrem stærstu bönkum verði ekki komist hjá ríkisábyrgð. Eðlilegt væri því að þessir bankar greiddu ríkisábyrgðargjald í ríkissjóð í samræmi við lög um ríkisábyrgðir. Slíkt gjald myndi skila nokkrum milljörðum í ríkissjóð og jafna aðstöðu á bankamarkaði. Lesa áfram „Njóta stóru bankarnir þrír ríkisábyrgðar í reynd?“

Ætti að selja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins til lífeyrissjóða?

NýsköpunarssjóðurNýsköpunarsjóður atvinnulífsins er í eigu ríkisins. Hlutverk hans er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Sjóðurinn hefur frá stofnun komið að fjármögnun fjölmargra efnilegra fyrirtækja og þannig verið í lykilhlutverki í eflingu nýsköpunar á Íslandi. Nú eru 34 fyrirtæki og 3 sjóðir í eignasafni sjóðsins.  Lesa áfram „Ætti að selja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins til lífeyrissjóða?“

Ótímabærar höfuðstöðvar Landsbankans

Höfuðstöðvar LandsbankansLandsbankinn hefur viðrað áform um að byggja allt að 15 þúsund fermetra húsnæði fyrir nýjar höfuðstöðvar bankans og vill hefja framkvæmdir sem fyrst. Í ljósi þess að Landsbankinn er í eigu ríkisins, sem er mjög skuldugt og stendur í erfiðum niðurskurði, er spurning hvort nýjar höfuðstöðvar ríkisbankans eigi að njóta forgangs.

Ef ríkisbankinn er aflögufær um þá milljarða sem þarf til að byggja höfuðstöðvar, þá hlýtur það að vera krafa eigandans eins og staðan er núna að fjármagnið renni í ríkissjóð í formi arðs. Þannig myndu milljarðarnir nýtast við brýnni verkefni til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Lesa áfram „Ótímabærar höfuðstöðvar Landsbankans“

Er Drómi að brjóta lög?

Drómi er eignarhaldsfélag sem fer með eignasafn SPRON og Frjálsa. Í eignasafninu eru meðal annars lán sem SPRON og Frjálsi veittu viðskiptavinum sínum fyrir hrun. Þessir viðskiptavinir hafa ítrekað kvartað undan því að Drómi, sem er slitastjórnin, gangi lengra í sínum innheimtuaðgerðum en þær lánastofnanir sem eru í hefðbundnum rekstri.

Reynist þetta rétt, þarf að kanna hvort slitastjórn Dróma hafi þar með brotið lög. Með tilkomu 3. gr. laga 78/2011 bættist grein 101 a. við lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Í þeirri grein kemur efnislega fram að Fjármálaeftirlitið beri að hafa eftirlit með rekstri fyrirtækja eins og Dróma. Ennfremur stendur í 1. mgr.: “Eftirlitið nær meðal annars til viðskiptahátta þess sem felur meðal annars í sér að framganga þess gagnvart viðskiptavinum skal vera í samræmi við það sem almennt tíðkast hjá fjármálafyrirtækjum með gilt starfsleyfi.”…”Fjármálaeftirlitinu er heimilt að beina kröfu til héraðsdóms um að víkja skuli slitastjórn frá í heild eða að hluta í þeim tilvikum þegar viðkomandi slitastjórn telst ekki hafa unnið störf sín í samræmi við 1. og 2. mgr. þessarar greinar eða eftir atvikum samkvæmt öðrum lagaákvæðum. Héraðsdómur skal taka málið til úrskurðar þegar í stað.”

Svo virðist sem Drómi hafi reiknað niður gengistryggð lán tiltekins hóps viðskiptavina sinna með fyrirvara. Fyrirvarinn setur þennan hóp einstaklinga í verulega óvissu um fjárhagslega framtíð sína. Ekki er vitað til þess að önnur fjármálafyrirtæki hafi gert samsvarandi fyrirvara við endurútreikning gengislána í samræmi við lög 151/2010. Viðskiptavinir Dróma eru því að þessu leiti í allt annari og verri stöðu en viðskiptavinir annara fjármálastofnanna.

Efnahags- og viðskiptanefnd hefur sent Fjármálaeftirlitinu bréf með spurningum varðandi þetta mál þar sem óskað er eftir svari eigi síðar en 3. júlí.

Hætta á eignaverðsbólu innan hafta

Screen Shot 2013-05-03 at 12.41.27 PMÍ nýrri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika kemur fram að vegna haftanna og takmarkaðra fjárfestingakosta innanlands safnist sparnaður heimila og fyrirtækja upp hjá bönkunum, fjárfestingasjóðum og lífeyrissjóðum:

„Þvinguðum sparnaði lífeyrissjóðakerfisins þarf að finna farveg þótt spurn eftir fjármagni sé takmörkuð. … Við þessar aðstæður skapast veruleg hætta á eignaverðhækkunum umfram það sem skýrist af væntri arðsemi. Slíkar innistæðulausar hækkanir ganga til baka fyrr eða síðar.“ Lesa áfram „Hætta á eignaverðsbólu innan hafta“

10 spurningum Össurar um Framsóknarleiðina svarað

Össur Skarphéðinsson spurði nýlega 10 spurninga um Framsóknarleiðina. Hér eru svör við þeim.

1. Snýst leið Framsóknar bara um krónueignir kröfuhafa í þrotabúunum, það er reiðufé og virði Arion banka og Íslandsbanka? Ef svarið er já er þá ekki ljóst að 300 milljarðarnir sem Stefán talar um verða ekki notaðir tvisvar, það er (A) til þess að fækka krónum í umferð, lækka skuldir ríkisins og til að liðka fyrir afnámi gjaldeyrishafta annarsvegar og svo (B) hins vegar til að lækka lánaskuldir heimilanna um 20%?”

Svar: Í lið (A) koma fram ósamrýmanleg markmið: “fækka krónum í umferð, lækka skuldir ríkisins og liðka fyrir afnámi hafta”. Það er ekki hægt að taka krónur úr umferð með því að lækka skuldir ríkisins. Það er augljóst að ef ríkið notar krónur til að greiða skuldir sínar, þá fá einhverjir þær krónur til afnota og þær eru þá aftur komnar í umferð. Nema viðtakendur krónanna geti greitt upp einhverjar skuldir við banka og geri það. Í lið (B) er hægt að ná fram lækkun skulda heimila og að fækka krónum um leið. Að því leiti sem krónur væru notaðar til að greiða niður skuldir heimila við banka – þá myndi peningamagn lækka sem því næmi.

2. Sé 300 milljörðum dælt út í hagkerfið þar sem þegar er allt of mikið peningamagn í umferð, myndi það ekki hafa þensluáhrif svipuð því sem raunin varð með Kárahnjúkavirkjun, valda verðbólguþrýstingi og éta upp stóran hluta einskiptislækkunar á höfuðstól skulda – auk þess að viðhalda fjármagnshöftum?”

Svar: Niðurfærsla skulda heimila leiðir ekki sjálfkrafa til aukningar peningamagns. Hér skiptir aðferðin máli. Ef lækkunin væri staðgreidd til lánastofnana, þá myndi það vissulega leiða til aukningar og auka hættu á þenslu. Ef lækkunin er greidd út á löngum tíma (t.d. 20 árum) þá yrðu þensluáhrifin hverfandi. (Til að afstýra misskilningi, er rétt að taka fram að þótt lánveitanda yrði greitt á 20 árum, kæmi höfuðstólslækkunin strax til góða fyrir lántakendur).

3. Má kanski af málflutningi Framsóknarmanna ráða að leið þeirra felist frekar í að reka þrotabú föllnu bankanna í gjaldþrot og krónuvæða búin, sem vel má halda fram að sé í samræmi við íslensk gjaldþrotalög, þar sem gert er upp í íslenskum krónum að öllum jafnaði?”

Svar: Ekki er ástæða til binda sig fyrirfram við aðra af þeim tveim leiðum sem hægt er að fara, þrot eða nauðasamninga.

4. Felst leið Framsóknar í því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings verði látnir skila öllum gjaldeyri búanna inn í Seðlabankann gegn greiðslum í krónum á álandsgengi – og í kjölfarið verði þeim boðið að kaupa hann aftur út á gengi sem er Íslendingum hagstæðara? Eða gegn því að greiða ríflegan útgönguskatt”

Svar: Kröfuhafar gömlu bankanna eiga ekki að hafa forskot fram yfir Íslendinga varðandi heimildir til að taka fjármagn úr landi. Eitt verður yfir alla að ganga í því efni. Þeir sem vilja fá forgang um útgöngu þurfa að fórna einhverju á móti. Útgönguskattur væri ein leið til þess.

5. Leiðin í spurningu 3 er líklegri til þess að skila fjármunum sem hægt er að nota í tvennum tilgangi heldur en leiðin í spurningu 1. En hefur Framsókn hugsað út í hvernig „hrægammasjóðirnir“ munu bregðast við henni? Það er líka milljarðaspurning.”

Svar: Já, við höfum hugsað út í það.

6. Munu „hrægammasjóðir“ leita réttar síns á þeirri forsendu að um eignaupptöku sé að ræða sem varði eignarréttarákvæði stjórnarskrár Íslands? Hefur Framsókn hugsað út í augljósa mótleiki kröfuhafa á þeirri forsendu?”

Svar: Framsókn hefur reyndar ekki talað fyrir upptöku á eignum föllnu bankana enda ýmsar aðrar leiðir færar að ásættanlegri niðurstöðu.

7. Með innköllun gjaldeyris þrotabúanna og skiptum í krónur myndaðist risakrónufjall, sem er margföld núverandi snjóhengja. Hefur Framsókn hugsað út í amk. einn eitraðan mótleik kröfuhafa? Hann gæti falist í að krefjast ekki skipta á krónufjallinu yfir í erlendan gjaldeyri heldur setja þrýsting á Íslendinga á móti með því eiga það hér í einhver ár til þess að græða á vaxtamun meðan við berðumst við mikla verðbólgu með himinháuum vöxtum?”

Svar: “Ef” til þess kæmi að skipta öllum gjaldeyri þrotabúa yfir í krónur, gæti Seðlabanki beitt sömu aðferðum og hann notar í dag til að binda þær á sérstökum reikningum. Þrýstingurinn væri því ekki á Íslendinga, heldur kröfuhafana.

8. Er nóg að koma á skilaskyldu allra á gjaldeyri, líka kröfuhafa? Þarf ekki líka að koma á skiptaskyldu? En væri hægt að koma á skiptaskyldu á þrotabúin ein án þess að brjóta gegn jafnræðisreglu? Verður þá að setja skiptaskyldu á öll útflutningsfyrirtæki til þess að Framsóknarleiðin gangi upp? Hvað myndu sjávarútvegs- og álfyrirtækin segja, ef þau mættu ekki lengur hafa gjaldeyrisreikninga á Íslandi, en þyrftu að skipta öllum gjaldeyri sem þau öfluðu á því gengi sem Seðlabankanum hentaði dag frá degi?”

Svar: Skiptiskylda á gjaldeyri væri ekki nauðsynleg. Nærtakara væri að skýra ákvæði laga um að öll þrotabú í landinu greiði út í krónum. Þannig væri gætt jafnræðisreglu.

9. Þrotabú bankanna föllnu hafa starfað um fjögurra ára skeið. Sú spurning vaknar því, hvort lög um skilaskyldu á gjaldeyri með skiptiskyldu myndu ná yfir þau? Fróðlegt væri að vita hvernig Framsókn hefur skoðað það mál.”

Svar: Vísa til svars við 8.

10. Rök Framsóknar um að ekki sé rétt að hlífa „hrægammasjóðum“ byggja á að sjóðirnir hafi keypt kröfur í þrotabúin á hrakvirði og muni hagnast gríðarlega á uppgjöri búanna. Að sönnu rétt, en gilda þau rök einnig um þá 30- 40% kröfuhafa í þrotabúunum sem lánuðu Kaupþingi og Glitni fé og eru enn svokallaðir upprunalegir kröfuhafar sem vonast til að endurheimta hluta af töpuðu fé?”

Svar: Já, þetta gildir líka um upprunalega kröfuhafa. Þeir gerðu vel í því að selja ekki á hrakvirði eins og margir aðrir gerðu og hafa grætt vel á þeirri ákvörðun sinni. Þeir munu eins og aðrir kröfuhafar þurfa að færa eignir að raunvirði til að komast út fyrir höftin.