Lýðræði er tækifæri
Sagt er að öll vandamál feli í sér tækifæri
Þau vandamál sem þjóðin glímir við um þessar mundir eru ekki bara í stærra laginu, þau eru risavaxin. En þeim fylgja líka margvísleg tækifæri. Við þurfum bara að vera með augun opin til sjá þau og hafa kjark til að grípa þau.
Þótt fæstir hafi séð hrunið fyrir, virðast flestir skilja svona eftirá séð hvað fór úrskeiðis, hver mistökin voru og hvernig hefði mátt afstýra því öllu: Bankarnir fengu að vaxa allt of mikið, eftirliti með fjármálafyrirtækjum var ábótavant, regluverkið gallað og svo framvegis og svo framvegis. Lesa áfram „Lýðræði er tækifæri“
Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja
Pistill birtist 18. október 2009 á AMX Fréttamiðstöð: http://www.amx.is/pistlar/10590/
Ríkisstjórn Íslands hefur klúðrað þessu Icesave máli fullkomlega og á að víkja. Ef hún þráast við að horfast í augu við þann kost er það skylda hvers þingmanns að fella tillögurnar.
Það þarf nýja ríkisstjórn til að leysa úr deilunni við Breta og Hollendinga. Það ætti að vera hægt enda eru engin lög sem segja að Íslendingar eigi einir að bæta tjón af falli einkabanka sem starfar samkvæmt Evrópskum lögum. Ríkisstjórn Jóhönnu lét aldrei reyna á rétt okkar af ótta við að spilla fyrir umsókn Íslands í ESB. Lesa áfram „Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja“
Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja núna
Ríkisstjórn Íslands hefur klúðrað þessu Icesave máli fullkomlega og á að víkja. Ef hún þráast við að horfast í augu við þann kost er það skylda hvers þingmanns að fella tillögurnar.
Það þarf nýja ríkisstjórn til að leysa úr deilunni við Breta og Hollendinga. Það ætti að vera hægt enda eru engin lög sem segja að Íslendingar eigi einir að bæta tjón af falli einkabanka sem starfar samkvæmt Evrópskum lögum. Ríkisstjórn Jóhönnu lét aldrei reyna á rétt okkar af ótta við að spilla fyrir umsókn Íslands í ESB. Lesa áfram „Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja núna“
Krónan þarf að fá að hitta botninn
Brot úr viðtali við Frosta hjá Viðskiptablaðinu þann 25. september 2009.
Þá gæti hún styrkst um tugi prósenta
Frosti Sigurjónsson, forstjóri Dohop, segir að krónan geti ekki rétt úr kútnum fyrr en henni er leyft að finna botninn. „Krónan er að flestra mati allt of lágt skráð í dag en þrátt fyrir það getur hækkunarferlið ekki hafist fyrr en botninn finnst. Hann finnst ekki fyrr en eigendur þessara 170 milljarða sem nú sitja á gjaldeyrisreikningum í bönkunum byrja að kaupa krónur því þeir telja ólíklegt að hún lækki frekar.“
Þetta kemur fram í samtali við Viðskiptablaðið. Þar segir Frosti ennfremur: ,,Þá hefst styrkingarferlið og þegar það er á annað borð hafið gæti krónan styrkst um tugi prósenta á fáeinum dögum og náð sínu rétta gengi. Seðlabankinn þarf að leyfa krónunni að finna sinn botn og hann má ekki nota varasjóðinn til að tefja það ferli.“
Þurfum við virkilega meiri steinsteypu núna?
Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er nú í fullum gangi. Lokanir á skurðstofum og uppsagnir eru daglegt brauð. Fall krónunnar bætir gráu ofan a svart, því laun starfsfólks í heilbrigðisstéttum á Íslandi eru nú orðin ósamkeppnisfær við það sem býðst á norðurlöndunum. Hættan á landflótta í heilbrigðisstétt magnast. Hvað er til ráða?
Ég stefni á sölvafjöru í Eyjum um helgina
SVIPMYND
Greinin sem Morgunblaðið birti ekki
Meðfylgjandi er grein sem ég sendi Morgunblaðinu nokkrum dögum áður en alþingi greiddi atkvæði um umsókn inn í Evrópusambandið. Greinin var af einhverjum ástæðum aldrei birt sem var auðvitað mjög leitt. Hér kemur greinin í heild sinni.
Inngrip: Seðlabankinn spreðar varasjóðnum
Icesave II í höfn og gengið styrkist. Húrra! Voru þetta viðbrögð markaðarins við aukinni skuldsetningu um 700-1000 milljarða? Nei, styrkingin er öll tilkomin vegna inngripa Seðlabankans. Hann er að kaupa krónur á hærra gengi og notar til þess gjaldeyrisforðann.
Bloggarar standa fyrir hávaðamótmælum á morgun.
„Hugmyndin er sú að sá sem mætir þarna og öskrar getur unnið sér inn eina til tvær milljónir,“ segir Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop flugleitarvélarinnar og bloggari.
Hann tilheyrir hópi bloggara sem stendur fyrir svokölluðum hávaðamótmælum á Austurvelli á hádegi á morgun til að mótmæla því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave samningunum. Hann telur að mótmælendur geti unnið sér inn eina til tvær milljónir fyrir litla vinnu, en það er álíka upphæðinni sem deilist á hvern Íslending vegna samninganna. Lesa áfram „Bloggarar standa fyrir hávaðamótmælum á morgun.“