Frosti í viðtali hjá Heimi og Kollu í Bítinu á Bylgunni þann 15. febrúar 2011.
Evrópusambandið er ólýðræðislegt bákn
Í Evrópusambandinu er lagasetning í höndum framkvæmdastjórnarinnar, sem er skipuð 27 fulltrúum sem eru ekki kosnir, heldur tilnefndir af aðildarríkjum. Framkvæmdastjórnin ein hefur vald til að leggja fram lagafrumvörp og hún hefur auk þess allt framkvæmdavald. Þrískipting valdsins er því ekki fyrir hendi.
Viðtalið við Lárus Blöndal
Fréttablaðið birti þann 5. febrúar viðtal við Lárus Blöndal undir fyrirsögninni “Dómsmál margfalt áhættusamara”. Margt er undarlegt í þessu viðtali en það hefst þannig:
Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi kunna að fá bakþanka vegna þeirra vaxtakjara sem þau hafa boðið Íslendingum í Icesave-deilunni. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave, segir það umfram hans væntingar að náðst hafi saman um þau vaxtakjör sem Íslendingum bjóðast í samningnum.Lárus áréttar að íslenska samninganefndin líti þannig á að Bretar og Hollendingar taki þátt í fjármagnskostnaði með Íslendingum. Þeir kynni málið hins vegar þannig heima fyrir að þeir séu að fá endurgreitt lán.
Icesave: Þriðja leiðin leysir vandann
Nú hafa samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands tekist á og komist að niðurstöðu sem felur í sér mikla áhættu fyrir þjóðina þótt hún sé minni en í fyrri samningum. Ríkisstjórnin vill bjóða þinginu og þjóðinni að velja á milli tveggja slæmra kosta, að samþykkja þennan hættulega Icesave-III samning eða láta málið vera í uppnámi.
Evruvandinn: Ísland þarf viðbragðsáætlun
Á meðan ríkisstjórnin keppir að því að koma Íslandi í Evrópusambandið, svo hér megi taka upp evru, hrannast óveðursskýin upp yfir myntbandalaginu.
Gleymd skýrsla Stiglitz um peningastefnu fyrir Ísland
Í nóvember árið 2001 afhenti hagfræðingurinn Joseph Stiglitz Seðlabanka Íslands skýrslu um peningastefnu fyrir smá og opin hagkerfi með sérstökum ráðleggingum fyrir Ísland. Nú blasir við að ef ráðgjöf Stiglitz hefði verið tekin alvarlega hefði mátt afstýra hruninu hér á landi, eða í það minnsta draga mjög úr því tjóni sem varð. Margt í skýrslunni á jafn vel við í dag og árið 2001.
Er Grænland í hættu?
Í júní árið 2009 fékk grænlenska þjóðin lögsögu yfir náttúruauðlindum sínum en þær höfðu fram til þess dags tilheyrt Danaveldi. Náttúruauðlindir Grænlands eru gríðarlegar. Landið er meira en 2 milljónir ferkílómetrar. Núna eru 81% lands undir íshellu en því er spáð að hún muni hörfa hratt á næstu áratugum. Undan ströndum Grænlands má finna auðug fiskimið og mikla olíu en auk þess er landið auðugt af góðmálmum og jafnvel eðalsteinum. Nóg er af hreinu vatni og virkjanleg vatnsorka hlýtur að vera umtalsverð. Lesa áfram „Er Grænland í hættu?“
Valkreppa aðalsamningamanna gagnvart ESB
Það virðist algengt að aðalsamningamenn þeirra þjóða sem nýlega hafa gengið í Evrópusambandið, taki við æðstu embættum í sambandinu. Nokkrir þeirra hafa orðið fulltrúar í framkvæmdastjórn sambandsins, en lengra verður vart náð í Brussel enda launakjörin í samræmi við það.
Þessi háttur Evrópusambandsins, að bera aðalsamningamenn aðildarríkja á gullstóli í kjölfar aðildar, setur okkar ágæta aðalsamningamann í nokkuð undarlega stöðu. Lesa áfram „Valkreppa aðalsamningamanna gagnvart ESB“
Undarlegt Sérrit Seðlabanka um Peningastefnu eftir höft
Þrátt fyrir titil Sérritsins sé „Peningastefna eftir höft“ þá fer býsna drjúgur hluti í að verja þá ógæfulegu peningastefnu sem Seðlabankinn kaus að fylgja frá því krónunni var fleytt árið 2001 og kennd er við verðbólgumarkmið, þar sem eina stýritækið er vextir.
ESB, þar sem lýðræðið telst til trafala
Í Evrópusambandinu er lagasetning í höndum framkvæmdastjórnarinnar, sem er skipuð 27 fulltrúum sem eru ekki kosnir, heldur tilnefndir af aðildarríkjum. Framkvæmdastjórnin ein hefur vald til að leggja fram lagafrumvörp og hún hefur auk þess allt framkvæmdavald. Þrískipting valdsins er því ekki fyrir hendi í ESB.