Icesave: Þriðja leiðin leysir vandann

hveraadborgaicesave1Nú hafa samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands tekist á og komist að niðurstöðu sem felur í sér mikla áhættu fyrir þjóðina þótt hún sé minni en í fyrri samningum. Ríkisstjórnin vill bjóða þinginu og þjóðinni að velja á milli tveggja slæmra kosta, að samþykkja þennan hættulega Icesave-III samning eða láta málið vera í uppnámi.

En þjóðin á fullan rétt á þriðja valkostinum sem líklega myndi leysa deiluna. Þriðja leiðin er sú að samþykkja samninginn með fyrirvörumsem fyrirbyggja að greiðslan verði hærri en þjóðin kærir sig um.
1) Áhættan af því að samþykkja Icesave-III (mikil)
Samningsaðilar virðast hafa væntingar um að tjón Íslands verði um 50 milljarðar króna. Það jafngildir 167 þúsund krónum á mannsbarn. Margt getur gert útkomuna miklu verri, en fátt gæti lagað hana að ráði:
– Gengi ISK veikist um 20% (3.2% á ári) : 179 milljarðar (ekki ólíklegt)
– Heimtur úr búinu versna um 10% : 163 milljarðar (ekki ólíklegt)
– Neyðarlögin falla: : 600 milljarðar (mjög ólíklegt)
Samverkandi veiking krónu og verri heimtur gætu hæglega fjórfaldað það tjón sem lendir á Íslendingum, úr 50 milljörðum í 200 milljarða. Það væru 668 þúsund á mann, eða 2,7 milljónir á 4 manna fjölskyldu sem myndi leiða mikla ógæfu yfir þjóðina.
2) Áhættan af því að hafna (meðal)
Ef Íslendingar hafna samningnum óbreyttum myndi ríkisstjórnin þurfa að segja af sér enda ófær um að finna lausn á þessu sem öðru. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar væri að ganga til samninga við Breta og Hollendinga og líklega yrðu þeir samningar skárri en Iceave III, ef B&H vilja eiga góð samskipti við nýja ríkistjórn.
Bretar og Hollendingar gætu auðvitað ákvæðið að fara dómstólaleiðina. Þar höfum við lögin með okkur en pólitík á móti okkur. Spurning er hvernig það færi. Trúlega myndu gefast færi til að gera sátt áður en málið yrði dæmt. Sú sátt yrði kannski skárri en Icesave III.
Ef við vinnum málið þá skuldum við ekki þessa peninga.
Ef við töpum málinu þá skuldum við þessa peninga sem samið var um og með vöxtum sem kannski væru hærri.
3) Áhættan af því að setja fyrirvara (lítil)
Ef fyrirvararnir eru sanngjarnir, þá er mjög líklegt að B&H fallist á þá til að ljúka málinu. Áhættan er þá takmörkuð, þrýstingur á gjaldmiðil okkar viðráðanlegur og Ísland kemst í tísku hjá erlendum fjárfestum.
Ef B&H ákveða að hafna fyrirvörum, gera þeir það með gagntilboði (líklegt), ósk um samninga (líklegt), eða stefna okkur til greiðslu (ólíklegt).
Rétt að hafa í huga að ef B&H teldu að þeir myndu vinna dómsmálið, þá væru þeir núna búnir að stefna okkur, þó ekki væri nema til að hræða okkur til að samþykkja afarkosti. Hugsanlega er dómstólaleiðin líka mjög óþægileg fyrir Evrópusambandið vegna þeirra spurninga sem þá vakna um skyldur innistæðutryggingasjóða almennt. Það gæti vakið óróa og markaðir eru mjög viðkvæmir núna.
Hvað eru sanngjarnir fyrirvarar?
Markmið okkar er að setja fyrirvara sem eyðir óvissu, t.d að við greiðum hámark 50 milljarða. Ekki krónu meir. Hvernig sem málið fer. Enda sé algerlega óásættanlegt að saklaus Íslendingur burðist með meira en 320 sinnum hærri byrði vegna þessa máls en saklaus Hollendingur.
Ef Hollendingar tækju á sig 1/3 og Bretar 2/3 af þessum 50 milljörðum þá lenda 500 kr á hverjum Hollendingi en 1000 kr á hverjum Breta. Þeir myndu ekki finna ekki mikið fyrir því að taka þetta á sig. En nú er ætlunin að þeir taki ekkert á sig en við borgum 168.000 kr. hvert mannsbarn sem hlýtur að vera nógu rausnarlegt boð.
Best væri að setja líka inn annan fyrirvara t.d. að hámarksgreiðsla sé aldrei meira en 3% af tekjum ríkissjoðs. (Icesave III setur þakið á 5% sem gerir allt að 27 milljarða) þá eru 16 milljarðar viðráðanlegri.