Icesave: Þriðja leiðin leysir vandann

hveraadborgaicesave1Nú hafa samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands tekist á og komist að niðurstöðu sem felur í sér mikla áhættu fyrir þjóðina þótt hún sé minni en í fyrri samningum. Ríkisstjórnin vill bjóða þinginu og þjóðinni að velja á milli tveggja slæmra kosta, að samþykkja þennan hættulega Icesave-III samning eða láta málið vera í uppnámi.

En þjóðin á fullan rétt á þriðja valkostinum sem líklega myndi leysa deiluna. Þriðja leiðin er sú að samþykkja samninginn með fyrirvörumsem fyrirbyggja að greiðslan verði hærri en þjóðin kærir sig um.
1) Áhættan af því að samþykkja Icesave-III (mikil)
Samningsaðilar virðast hafa væntingar um að tjón Íslands verði um 50 milljarðar króna. Það jafngildir 167 þúsund krónum á mannsbarn. Lesa áfram “Icesave: Þriðja leiðin leysir vandann”