Umsögn mín um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið

Innsend á samráðsgátt 29.1.2019

Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er á margan hátt gagnlegt innlegg í umræðuna um stöðu fjármálakerfisins, þróun þess og hlutverk til framtíðar. Hvítbókin kemur inn á marga þætti og þar á meðal lítillega inn á samfélagsbanka en í þessari umsögn mun ég halda mig við þann eina þátt.

Á bls. 266 í hvítbókinni er stutt greinargerð um samfélagsbanka sem dr. Ásgeir Jónsson prófessor við Háskóla Íslands vann fyrir starfshópinn. Niðurstaða Ásgeirs um samfélagsbanka er þannig:

Lesa áfram „Umsögn mín um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið“

Þjóðar(vogunar)sjóður?

Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um þjóðarsjóð sem fjárfesta skuli arð af auðlindum landsins í erlendum kauphöllum, allt að 300 milljarða. Ríkið geti svo gripið til þjóðarsjóðsins í framtíðinni til að mæta ófyrirséðum áföllum. Við fyrstu skoðun kann þetta að hljóma skynsamlega en þegar betur er gáð vakna spurningar og efasemdir. Hvernig er t.d. hægt að réttlæta að ríkissjóður sem skuldar hundruði milljarða og þar af hundrað milljarða í erlendri mynt fjárfesti í erlendum verðbréfum?

Lesa áfram „Þjóðar(vogunar)sjóður?“

Fjármálaráðherra vill lögleiða gengistryggð lán til óvarinna neytenda

Fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða gengistryggð lán til neytenda sem hafa ekki varnir gegn þeirri gengisáhættu sem fylgir slíkum lánum. Einnig er með frumvarpinu opnað fyrir gengistryggð lán með veði í íbúðarhúsnæði neytenda sem óvarðir eru fyrir gengisáhættu. Það yrði mikið óheillaspor ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum.

Þeir ríku verða ríkari
Í frumvarpinu er áskilnaður um að aðeins þeir neytendur geti tekið gengistryggð lán sem hafi nægar tekjur til að ráða við verulegar gengis- og vaxtabreytingar sem fylgt geta slíkum lánum. Þau munu því aðeins standa efnafólki til boða. Lesa áfram „Fjármálaráðherra vill lögleiða gengistryggð lán til óvarinna neytenda“

Ísland og Innviðafjárfestingabanki Asíu

signingceremonyMeð fjáraukalögum 2015 fékk fjármálaráðuneytið heimild til að skuldbinda ríkissjóð um 2,3 milljarða (USD 17.6 milljónir) vegna kaupa á hlut í Innviðafjárfestingabanka Asíu (IFBA). Í þingræðu um fjáraukalög mælti ég eindregið gegn þessari ráðstöfun enda er ávinningur af henni mjög óviss en auk fjárframlagsins krefjast samþykktir bankans þess að IFBA og starfsmenn fái sérstök fríðindi og undanþágur frá lögum og eftirliti. Vandséð er að veita megi slíkar undanþágur án sérstakrar heimildar Alþingis og slík heimild hefur ekki enn verið veitt. Þrátt fyrir heimildarleysi er Ísland í hópi 50 ríkja sem undirrituðu samþykktir IFBA í júní 2015. Lesa áfram „Ísland og Innviðafjárfestingabanki Asíu“

Fjárlög 2016: Hvernig má spara 20 milljarða án þess að draga úr þjónustu

frostitalarÍ ræðu minni um fjárlög 2016 stakk ég upp á nokkrum sparnaðarleiðum sem samanlagt gætu skilað 20-30 milljörðum. Slík fjárhæð myndi duga til að stórbæta lífskjör aldraðra og öryrkja, tryggja Landsspítalanum aukið fé og auk þess lækka skuldir ríkisins. En hvernig er þetta hægt? Það er inntak ræðunnar sem fylgir hér óbreytt: Lesa áfram „Fjárlög 2016: Hvernig má spara 20 milljarða án þess að draga úr þjónustu“

Hefði ekki verið betra að spyrja leyfis?

Hér er andsvar mitt við ræðu Valgerðar Bjarnadóttur í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Virðulegur forseti,
Við ræðum hér skýrslu utanríkisráðherra um aðildarviðræður við ESB.
Ég vil spyrja háttvirtan þingmann Valgerði Bjarnadóttur hvað henni finnist um þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni um umsóknarferlið og aðferðafræði þess.

Þingræða um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar

Ræða sem ég flutti í Alþingi 20. febrúar um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar.

Virðulegi Forseti,

Við ræðum skýrslu utanríkisráðherra um stöðu aðildarferlisins og horfur í Evrópusambandinu.

Þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni styðja þá skoðun mína að forsendur aðildarumsóknarinnar séu brostnar og Evrópusambandið sé alls ekki sú lausn á vandamálum Íslands sem haldið var fram. Lesa áfram „Þingræða um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar“

Undanþága minni fjármálafyrirtækja frá bankaskatti

Skuldafrímark bankaskatts að fjárhæð 50 milljarðar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og einkum hvernig sú tala hafi verið fundin. Á morgun verður fundur í efnahags- og viðskiptanefnd til að fara yfir málið.

Aðdragandi skuldafrímarksins er þannig að umsagnir um frumvarp um breytingar á bankaskatti vöruðu við því að hækkun skatthlutfallsins myndi koma þungt niður á minni fjármálafyrirtækjum. Bent var á að við því mætti bregðast með frískuldamarki. Lesa áfram „Undanþága minni fjármálafyrirtækja frá bankaskatti“

Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti

 MYND/PJETUR  Visir.is

Heimir Már Pétursson skrifar á Visir.is þann 13. nóvember:

Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins skoraði á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag, að fresta gildistöku laga sem taka eiga gildi um næstu áramót um notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á landi.

Frosti sagði efnafræðinginn Glúm Jón Björnsson hafa bent á að lögin muni valda miklum óþarfa kostnaði fyrir þjóðarbúið.

Viðbótarkostnaðurinn felst í því að hér þarf að kaupa inn dýrara eldsneyti á bílaflotann en annars hefði verið. Fyrir árin 2014 til 2019 gæti sá kostnaðarauki numið fimm til sex milljörðum króna og það í gjaldeyri,“ sagði Frosti í umræðum um störf þingsins í dag. Lesa áfram „Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti“