Smellið á myndina til að heyra Frosta ræða um vaxtagjöld Seðlabankans við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 17. mars 2014.
Seðlabanki Englands: Bankar búa til peninga þegar þeir veita lán
Í nýju ársfjórðungsriti Seðlabanka Englands er fjallað um peningamyndun í bankakerfinu. Þar er viðteknum kenningum um að bankar margfaldi upp peningamagn seðlabankans vísað á bug. Í reynd búi bankar til peninga með því að veita lán. Seðlabanki Englands staðfestir þannig það sem Betra Peningakerfi, og Positive Money hafa verið að vekja athygli á undanfarin ár.
Hér er þetta svart á hvítu: Lesa áfram „Seðlabanki Englands: Bankar búa til peninga þegar þeir veita lán“
ESB semur við Noreg um ofveiði á makríl
Í gærkvöldi bárust þær upplýsingar að ESB, Noregur og Færeyjar hafi gert samkomulag um magn og skiptingu makrílafla án þáttöku Íslands. Umsamið aflamagn er langt umfram veiðiráðgjöf. Íslendingar vildu ekki taka þátt í samkomulagi sem byggði á veiði langt umfram ráðgjöf vísindamanna og það er gott.
Hingað til hefur makríll ekki verið á lista yfir fiskistofna sem eru ofveiddir. Neytendur verða sífellt meðvitaðri um umhverfismál og hvaða áhrif innkaup þeirra geta haft á fiskistofna. Þessi samningur um ofveiði gæti því dregið úr eftirspurn eftir makríl um leið og hann stóreykur framboðið. Afleiðingin gæti orðið verðhrun á makríl.
Ísland stundar ekki ofveiði en ESB ofveiðir 80% af sínum fiskistofnum og 30% fiskistofna ESB eru að hruni komnir. Þá staðreynd þarf að kynna á okkar helstu mörkuðum svo þeir neytendur sem kjósa sjálfbærar vörur geti tekið upplýstar ákvarðanir.
Seðlabankar víða um heim vara við Bitcoin
Seðlabankar Evrópu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Hollands, Eistlandi, Rússlands, Indlands, Ísrael, Ástralíu, Nýja Sjálands og víðar hafa séð ástæðu til að vara almenning við þeirri áhættu sem fylgir Bitcoin og sambærilegum sýndargjaldmiðlum. Lesa áfram „Seðlabankar víða um heim vara við Bitcoin“
Soros segir banka vera sníkjudýr á raunhagkerfinu
Fjárfestirinn George Soros segir í nýrri bók „The Tragedy of the European Union“ að bankar séu orðnir sníkjudýr (e. parasite) á raunhagkerfinu.
Soros bendir á að í Bretlandi hafi hlutur fjármálageirans náð 35% af öllum hagnaði í landinu. Soros finnst þetta fáránlega stórt hlutfall. Hann segir jafnframt að ekkert hafi verið unnið á rótum evruvandans og hann telur vel hugsanlegt að Þýskaland muni yfirgefa myntbandalagið. Lesa áfram „Soros segir banka vera sníkjudýr á raunhagkerfinu“
Vaxtagjöld Seðlabanka eru óþarflega há
Bankarnir eiga gríðarlega mikið laust fé. Seðlabankinn býður bönkum að geyma laust fé á innstæðureikningum sem bera 5% vexti og í innstæðubréfum sem bera 5.75% vexti. Eins og sjá má af línuritinu þá hafa bankarnir verið að nýta sér þessa frábæru ávöxtun hjá Seðlabankanum í vaxandi mæli. Nú eru bankarnir með alls 206 milljarða í ávöxtun hjá Seðlabankanum sem gefur þeim á ársgrundvelli 11,5 milljarða í vexti.
Ég hef ítrekað bent á að Seðlabankinn geti sparað sér verulegan hluta af þessum vaxtagjöldum með því t.d. að beita bindiskyldu eða hreinlega lækka stýrivexti.
Þessi vaxtagjöld Seðlabankans draga vitaskuld úr getu hans til að greiða arð í ríkissjóð. Það þýðir að skattgreiðendur þurfa að greiða hærri skatta sem því nemur.
Raunvextir íbúðalána í Kýpur mun hærri en hér
Evruríkið Kýpur lenti í efnahagslegu áfalli og glímir nú við afleiðingar þess. Aðild að myntbandalagi reyndist því ekki sú trygging gegn efnahagshruni sem margir hafa haldið.
Aðild að myntbandalaginu reynist ekki heldur vera sú vörn gegn háum vöxtum íbúðalána sem margir hafa talið. Lesa áfram „Raunvextir íbúðalána í Kýpur mun hærri en hér“
Hefði ekki verið betra að spyrja leyfis?
Hér er andsvar mitt við ræðu Valgerðar Bjarnadóttur í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Þingræða um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar
Ræða sem ég flutti í Alþingi 20. febrúar um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar.
Virðulegi Forseti,
Við ræðum skýrslu utanríkisráðherra um stöðu aðildarferlisins og horfur í Evrópusambandinu.
Þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni styðja þá skoðun mína að forsendur aðildarumsóknarinnar séu brostnar og Evrópusambandið sé alls ekki sú lausn á vandamálum Íslands sem haldið var fram. Lesa áfram „Þingræða um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar“
Er neysluvísitalan ofmæld?
Í skýrslu minnihluta nefndar um afnám verðtryggingar er meðal annars vakin athygli á því hversu flókið verkefni það er að mæla verðbreytingar. Hætta sé á ofmati. Ofmat vísitölu sem næmi aðeins 1,5% á ári myndi leiða til tilfærslu eigna upp á 25,5 milljarða frá skuldsettum heimilum til lánastofnana. Það myndi þýða tugi eða jafnvel hundruð þúsund í hækkun skulda árlega á hvert skuldsett heimili. Lesa áfram „Er neysluvísitalan ofmæld?“