Bankarnir árum saman í „free lunch“ hjá Seðlabankanum

Eins og ég hef gagnrýnt nokkuð reglulega undanfarin ár hefur Seðlabankinn boðið íslenskum bönkum rausnarlega en áhættulausa ávöxtun sem jafna mætti við „free lunch“. Bankarnir hafa tekið hraustlega til matarins og verið með hátt í 200 milljarða í ávöxtun hjá Seðlabankanum, bæði á innlánsreikningum sem gefa nú 5% og í innstæðubréfum sem gefa nú 5,25% (en voru 5,75% árið 2013). Þetta kostar Seðlabankann um 10 milljarða á ári. Það er á kostnað Ríkissjóðs sem fær minni arð af Seðlabankanum sem því nemur. Skattgreiðendur borga brúsann.

Screen Shot 2014-07-08 at 14.47.56