Sóttvarnalæknir boðar sóttkví fyrir alla sem koma til landsins

Á upplýsingafundi 20. apríl sagði sóttvarnalæknir frá því að hann hefði lagt til við ráðherra að allir sem komi til landsins fari í sóttkví. Fram til þessa hafa einungis þeir sem búsettir eru hér á landi farið í sóttkví við komuna til landsins.

Tillögu sóttvarnalæknis má vonandi túlka þannig að nú sé ekki lengur stefnt að þvi að „hægja á faraldrinum“ en þess í stað skuli stöðva hann. Fögnum því!

Lesa áfram „Sóttvarnalæknir boðar sóttkví fyrir alla sem koma til landsins“

Sóttvarnaráð svarar opnu bréfi frá 1. apríl

Formaður sóttvarnaráðs hefur f.h. ráðsins sent svar við opnu bréfi sem síðuhöfundur og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sendu ráðinu 1. apríl. Það ber að þakka fyrir svarið þótt það svari ekki öllum spurningum okkar.
Í bréfi okkar til ráðsins spurðum við meðal annars, hver væri stefna ráðsins í baráttunni við Covid-19, enda hafi þjóðir valið ólíkar leiðir.

Lesa áfram „Sóttvarnaráð svarar opnu bréfi frá 1. apríl“

Opið bréf til sóttvarnaráðs

Afrit:  Heilbrigðisráðherra, landlæknir og fréttamiðlar.

Samkvæmt 6. gr. laga nr. 19/1997 um sóttvarnir er það hlutverk sóttvarnaráðs að móta stefnu í sóttvörnum og skal ráðið vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Með þessu bréfi viljum við kalla eftir því að ráðið taki afstöðu til álitamála sem upp hafa komið um aðgerðir gegn COVID-19 faraldrinum.

Lesa áfram „Opið bréf til sóttvarnaráðs“

Stöðvum þessa veiru!

Sóttvarnarlæknir hefur frá upphafi covid-19 faraldursins talið að ekki verði komið í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Stór hluti landsmanna muni á endanum smitast. Sóttvarnarlæknir hefur sagt mikilvægt að reyna að hægja á útbreiðslu veirunnar, fletja út kúfinn svo heilbrigðiskerfið ráði við verkefnið. Nú hafa hinsvegar nokkur ríki í Asíu sýnt að hægt er að stöðva útbreiðslu veirunnar. Það sama gætum við gert ef stjórnvöld taka þá stefnu.

Lesa áfram „Stöðvum þessa veiru!“

Ábyrgðarmenn skuldara í greiðsluaðlögun áttu að njóta sömu lækkunar og skuldarar

Lög nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga tóku gildi í ágúst 2010. Lagasetningin var hluti viðbragða stjórnvalda við efnahagshruni og gerði einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu, þannig að raunhæft væri að þeir gætu staðið við skuldbindingar sínar. Með lögunum bættist einnig nýtt ákvæði í 9 gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn. Ákvæðinu var ætlað að tryggja að lækkun kröfu gagnvart aðalskuldara hefði sömu áhrif til lækkunar kröfu gagnvart ábyrgðarmanni.

Því miður virðist hafa orðið misbrestur á þeirri framkvæmd hjá einhverjum lánastofnunum og vel hugsanlegt að fjölmargir ábyrgðarmenn hafi ranglega verið krafnir um að greiða ábyrgðir að fullu án tillits til lækkunar skv. samningi um greiðsluaðlögun.

Lesa áfram „Ábyrgðarmenn skuldara í greiðsluaðlögun áttu að njóta sömu lækkunar og skuldarar“

Orkupakkinn – Hvað er það versta sem gæti gerst?

Utanríkisráðherra Íslands og fleiri gefa í skyn að segi Alþingi nei við orkupakkanum þá muni EES-samningurinn vera í hættu en því er öfugt farið. Við þurfum einmitt að segja nei við þriðja orkupakkanum til að verja EES samstarfið.

Í 25 ár hafa aðildarríki haft heimild skv. EES-samningnum til að hafna löggjöf og lagabreytingum frá ESB. Í 102. gr. samningsins er fjallað um hvernig skuli þá bregðast við. Sameiginlega EES-nefndin skal þá „gera sitt ýtrasta til að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við“. Skynsamleg lausn gæti falist í því að Ísland yrði undanþegið orkupakkanum enda er Ísland ekki tengt orkumarkaði ESB.

Lesa áfram „Orkupakkinn – Hvað er það versta sem gæti gerst?“

Umsögn mín um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið

Innsend á samráðsgátt 29.1.2019

Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er á margan hátt gagnlegt innlegg í umræðuna um stöðu fjármálakerfisins, þróun þess og hlutverk til framtíðar. Hvítbókin kemur inn á marga þætti og þar á meðal lítillega inn á samfélagsbanka en í þessari umsögn mun ég halda mig við þann eina þátt.

Á bls. 266 í hvítbókinni er stutt greinargerð um samfélagsbanka sem dr. Ásgeir Jónsson prófessor við Háskóla Íslands vann fyrir starfshópinn. Niðurstaða Ásgeirs um samfélagsbanka er þannig:

Lesa áfram „Umsögn mín um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið“

Þjóðar(vogunar)sjóður?

Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um þjóðarsjóð sem fjárfesta skuli arð af auðlindum landsins í erlendum kauphöllum, allt að 300 milljarða. Ríkið geti svo gripið til þjóðarsjóðsins í framtíðinni til að mæta ófyrirséðum áföllum. Við fyrstu skoðun kann þetta að hljóma skynsamlega en þegar betur er gáð vakna spurningar og efasemdir. Hvernig er t.d. hægt að réttlæta að ríkissjóður sem skuldar hundruði milljarða og þar af hundrað milljarða í erlendri mynt fjárfesti í erlendum verðbréfum?

Lesa áfram „Þjóðar(vogunar)sjóður?“