Tímamótaskýrsla frá AGS

IMFlogoFyrir fáeinum dögum kom út skýrsla (Working Paper) frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum “The Chicago Plan Revisited” en hún fjallar um endurbætur á fjármálakerfinu sem Irving Fisher og fleiri lögðu fram í kjölfar kreppunnar miklu.

Skýrsluhöfundar, Benes og Kumhof, setja tillögur Fishers upp í fullkomið haglíkan til að greina afleiðingar þeirra, og komast að þeirri niðurstöðu að endurbæturnar geti einmitt skilað þeim árangri sem Fisher spáði um og gott betur. Rétt er að geta þess að þótt skýrslan sé unnin hjá AGS þá eru höfundarnir ábyrgir fyrir niðurstöðum hennar en ekki AGS.

Í samantekt skýrsluhöfunda stendur (í lauslegri þýðingu):

“Þegar kreppan mikla var í algleymi settu nokkrir af fremstu hagfræðingum Bandaríkjanna fram tillögu um endurbætur á peningakerfinu sem fengu heitið “Chicago áætlunin”. Áætlunin gerði ráð fyrir aðskilnaði peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins, með því að krefjast 100% bindiskyldu á lausar innstæður. Irving Fisher (1936) fullyrti að endurbæturnar myndu skila miklum ávinningi:

  1. Miklu betri stjórn á megin orsakavaldi hagsveiflna, sem er skyndileg aukning og samdráttur útlána og framboð á peningum sem bankar búa til.
  2. Algerlega komið í veg fyrir bankaáhlaup.
  3. Gríðarleg minnkun opinberra skulda.
  4. Gríðarleg minnkun á skuldsetningu einstaklinga, þar sem peningamyndun þarf ekki lengur að byggja á lántöku.

Við rannsökum þessar fullyrðingar með því að setja þær í ítarlegt og vandlega stillt líkan af bankakerfinu með DSGE líkani af hagkerfi Bandaríkjanna.

Niðurstaðan staðfestir allar fjórar fullyrðingar Fishers. Auk þess verður framleiðslaukning sem nálgast 10 prósent, og verðbólga getur orðið engin án þess að það skapi vandræði fyrir framkvæmd peningastefnu.”

Niðurstöður höfunda eru vægast sagt stórtíðindi. Séu þær réttar, er hér komið tækifæri fyrir stjórnvöld til að skapa gríðarlegan ávinning fyrir þjóðina með sáralitlum tilkostnaði.

Fyrri hluti skýrslunar er auðmeltur, þar er farið nánar í röksemdirnar fyrir Chicago Planinu og fróðleg samantekt um sögu peningamyndunar þar sem nokkrar vinsælar bábiljur eru kveðnar í kútinn. Síðari hluti skýrslunar er öllu snúnari en hentar þeim sem vilja skilja til hlítar efnahagslíkanið og hvernig því var stillt upp.

Skýrsluna má lesa í heild hér:

http://www.imf.org/external/pubs/ft/wp/2012/wp12202.pdf

Mæli einnig með þessari bók um sama efni:

http://www.jamesrobertson.com/book/creatingnewmoney.pdf