Fyrir tveim vikum heimsótti varaforseti þjóðþings Svartfjallalands, Hr. Branko Radulovic, Alþingi. Við áttum stuttan fund um efnahagsmálin. Hr.Branko hafði mikinn áhuga á að vita hvernig Íslandi hefði tekist að komast svona hratt á réttan kjöl eftir hrun bankakerfisins og spurði: „Hver er íslenska formúlan?“ Ég sagðist ekki vita um neina formúlu en reyndi samt að tína fram einhverjar skýringar. Lesa áfram „Svartfjallaland: Með evru og hærri vexti en á Íslandi“
Skýrsla um umbætur í peningamálum
Í dag afhenti ég forsætisráðherra skýrslu mína um umbætur í peniningamálum. Fram kemur í skýrslunni að íslenskir viðskiptabankar sköpuðu mun meira af peningum en hagkerfið þurfti á að halda. Seðlabankanum tókst ekki að hafa hemil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Skýrslan skoðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu og kemst að þeirri niðurstöðu að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Lesa áfram „Skýrsla um umbætur í peningamálum“
Ríkisábyrgð á innstæðum banka er óumflýjanleg
Hrun bankana hefur bætt skilning almennings á því hve bankar eru frábrugðnir öðrum fyrirtækjum. Komið hefur í ljós að þeir geta fjármagnað fjárfestingar sínar og útlán með innstæðum sem njóta óhjákvæmilega ríkisábyrgðar. Eigendur bankainnstæðna vita að ríkissjóður mun ávallt koma til bjargar ef banki getur ekki staðið í skilum og geta því sætt sig við lægri vexti á innstæður sínar. Bankar hafa því beinan hag af ríkisábyrgðinni en greiða þó ekkert fyrir hana. Lesa áfram „Ríkisábyrgð á innstæðum banka er óumflýjanleg“
Lífeyrissjóðir, smá- og meðalstór fyrirtæki
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur skilað jákvæðu áliti um lagafrumvarp sem gerir lífeyrissjóðum heimilt að fjárfesta á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) en hér á landi er slíkt markaðstorg rekið undir merkinu First North.
Nefndin gerði þá breytingu á frumvarpinu að heimildin takmarkaðist við 5% af hreinni eign lífeyrissjóðs. Lífeyrissjóðir hafa til þessa haft heimild til að fjárfesta 20% af hreinni eign í verðbréfum óskráðra fyrirtækja en hún breytist ekki við þetta. Lesa áfram „Lífeyrissjóðir, smá- og meðalstór fyrirtæki“
Vaxtalaus bindiskylda getur dregið úr tapi Seðlabanka af viðskiptum við bankana
Brýnt er að draga nú þegar úr vaxtatapi Seðlabankans af viðskiptum við bankana. Frá hruni hefur vaxtatapið numið rúmlega 30 milljörðum og enn bætast við 800 milljónir á mánuði. Færa má rök fyrir því að hægt sé draga úr þessu tapi um helming með því að auka bindiskyldu og hafa hana vaxtalausa. Samkvæmt úttekt AGS beita 86 seðlabankar vaxtalausri bindiskyldu. Seðlabanka Íslands ber að fara eins að til að draga úr tapi sínu og skattgreiðenda. Lesa áfram „Vaxtalaus bindiskylda getur dregið úr tapi Seðlabanka af viðskiptum við bankana“
Klinkið viðtal um peningamálstefnu
Frosti ræðir við Þorbjörn Þórðarson í spjallþættinum Klinkið 18. september. Rætt er um ráðstefnu í London á vegum Positive Money í Bretlandi. Þar flutti Martin Wolf erindi um peningastefnu og Frosti var í pallborðsumræðum. Einnig er rætt um peningastefnu hérlendis. Smellið á myndina til að heyra viðtalið.
Bankarnir árum saman í „free lunch“ hjá Seðlabankanum
Eins og ég hef gagnrýnt nokkuð reglulega undanfarin ár hefur Seðlabankinn boðið íslenskum bönkum rausnarlega en áhættulausa ávöxtun sem jafna mætti við „free lunch“. Bankarnir hafa tekið hraustlega til matarins og verið með hátt í 200 milljarða í ávöxtun hjá Seðlabankanum, bæði á innlánsreikningum sem gefa nú 5% og í innstæðubréfum sem gefa nú 5,25% (en voru 5,75% árið 2013). Þetta kostar Seðlabankann um 10 milljarða á ári. Það er á kostnað Ríkissjóðs sem fær minni arð af Seðlabankanum sem því nemur. Skattgreiðendur borga brúsann.
Lesa áfram „Bankarnir árum saman í „free lunch“ hjá Seðlabankanum“Þingræða á eldhúsdögum
Virðulegi forseti, kæru landsmenn
Í þessari stuttu ræðu langar mig til að vekja athygli á ólíkum hagsmunum bankakerfisins og fólksins í landinu og mikilvægi þess að í því efni verði komið á betra jafnvægi en nú er. Ég tel að stjórnmálamenn allra flokka ættu að geta sameinast um þetta markmið.
En áður en ég vík að bankakerfinu, vil ég nota tækifærið til að fagna þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur náð á fyrsta ári kjörtímabilsins. Ekki síst með vel útfærðum aðgerðum í þágu skuldsettra heimila, en skuldir þeirra hafa tvöfaldast á tuttugu árum og íslensk heimili með þeim skuldsettustu í heimi. Lesa áfram „Þingræða á eldhúsdögum“
Ísland flytur ríflega tvöfalt meira út í USD en EUR
Sá misskilningur virðist nokkuð útbreiddur að meiri hluti inn- og útflutnings Íslands sé í evru en það er rangt. Ísland flytur ríflega tvöfalt meira út í dollar en í evru. Innflutningur er einnig meiri í dollurum en evrum. Þessi misskilningur gæti stafað af því hve miklu af útflutningi er umskipað í Hollandi sem er evruland. En sá útflutningur er að miklu leiti í dollurum og endanlegur áfangastaður ekki Holland nema að litlu leiti. Hér má sjá línurit sem sýnir hlutfallslega skiptingu út- og innflutnings árið 2012 eftir verðmæti.
Hagstofan heldur utan um skiptingu út- og innflutnings eftir gjaldmiðlum og hægt að skoða hana hér á vefsíðu Hagstofunnar. Framsetningin gæti reyndar verið villandi því heiti gjaldmiðlanna koma ekki fram, heldur nöfn þeirra landa sem gefa út gjaldmiðlana. Vonandi bætir Hagstofan úr því fljótlega.
Það kemur á óvart hér að einhverjir hafa flutt inn vörur eða þjónustu fyrir 35 mia og borgað með krónum. Er ekki líklegt að sá sem fékk krónurnar hafi farið með þær aftur til Íslands fjárfestingaleiðina á 20% afslætti? Hvað sem því líður, þá finnst mér löngu tímabært að loka fyrir þá mismunun að sumir geti fengið krónur á lægra verði en aðrir.
Englandsbanki segir viðskiptabanka búa til þá peninga sem þeir lána út.
Grein þessi birtist í Kjarnanum þann 27. mars 2014.
Óhætt er að segja að grein um peningamyndun sem birtist í nýjasta ársfjórðungsriti Englandsbanka komi á óvart. Englandsbanki, sem er seðlabanki Bretlands, segir það vera útbreiddan misskilning að viðskiptabankar þurfi að safna innlánum til að geta veitt lán. Sumar kennslubækur í hagfræði séu rangar að þessu leiti. Hið rétta sé, að þegar bankar veiti lán þá búi þeir einfaldlega til nýja peninga. Þessu er nánar lýst í greinum og myndböndum frá Englandsbanka.
Þótt flestum komi þetta kannski á óvart þá er þetta ekki nýtt fyrir öllum. Undanfarin ár hafa ýmsir hagfræðingar og hugveitur um peningamál vakið athygli á því hvernig bankar búi til peninga með útlánum. Sumir telja jafnvel að peningamyndun banka sé ein af ástæðum vaxandi skuldsetningar, verðbólgu og óstöðugleika í peningakerfum heimsins. Lesa áfram „Englandsbanki segir viðskiptabanka búa til þá peninga sem þeir lána út.“