Vandi+ESB=Enginn vandi?

„Samningar við Evrópusambandið eru lausn vandans“ er titill greinar í Morgunblaðinu sem rituð er af Jóni Baldvin Hannibalssyni.  Skoðum röksemdir Jóns Baldvins nánar.

Röksemdir Jóns:

Allur fyrri helmingur greinarinnar fer reyndar í að útskýra vandann og hver séu mikilvægustu úrlausnarefni og leiðir. Jón telur m.a. þörf á að endurskoða aðgerðaáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lækka vexti en ávítar svo ríkisstjórn harðlega fyrir að „stinga höfðinu í sandinn í ESB málinu“. Svo kemur hann að því hvers vegna ESB er eina lausnin: 

Lesa áfram „Vandi+ESB=Enginn vandi?“

Staða Íslands innan ESB árið 2014, 2020 og 2100

Segjum nú að Ísland gangi í ESB. Hvernig myndi okkur farnast í bráð og lengd? Þetta þarf að skoða dáldið og sérstaklega langtímahorfur, því aðild að ESB er hugsuð til langframa.

Beðið eftir evru: til 2014

Haft er eftir Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál ESB, að Ísland gæti fengið flýtimeðferð og komið inn í ESB árið 2011. Hans-Gert Pöttering, forseti Evrópuþingsins er ósammála og fullyrðir að þetta sé alls ekki rétti tíminn til að huga að stækkun sambandsins. Fyrst þurfi aðildarlöndin 27 að fjalla um Lissabon sáttmálann.

Líklega er raunhæft að innganga taki okkur 3 ár hið skemmsta. Þá tekur við 2 ára bið eftir Evrunni, en bara ef okkur tekst að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart Evru.

Næstu 3-5 ár verða líklega jafn erfið hvort sem við sækjum um aðild eða ekki.

Hunangstunglið: 2014-2020

Evran er loksins okkar. Stöðugur og traustur gjaldmiðill en óvæginn ef efnahagur Íslands fer úr fasa við ESB.

Hafi okkur á annað borð tekist að semja um einhverjar undanþágur frá sameiginlegri fiskveiðistefnu og milljarða framlagi til sjóða bandalagsins þá gæti þetta verið góður tími fyrir Ísland.

Ef allt fer vel gæti þetta tímabil einmitt verið sú gósentíð sem fjölskyldur og fyrirtæki landsins vonast eftir. Því miður treysta fæstir sér til að skyggnast lengra. 

Lesa áfram „Staða Íslands innan ESB árið 2014, 2020 og 2100“

Viltu spara milljarð?

opensourceÍsland er meðal tölvuvæddustu þjóða heims og íslensk fyrirtæki og hið opinbera kaupa mikið af hugbúnaði. Stærsti hluti er fluttur inn og greitt fyrir hann í gjaldeyri. Það er hægt að draga verulega úr þeim innflutningi með því að nota opinn hugbúnað sem er fáanlegur án endurgjalds. Sparnaður gæti numið milljarði á ári.

Í erindi sem ég flutti í dag á ráðstefnu Samtaka Vefiðnaðarins er sagt frá íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem tókst að spara 20 milljónir á 4 ára tímabili með því að velja alltaf opinn og ókeypis hugbúnað þegar þess var kostur.

Stóra spurningin er hinsvegar hvað gæti allt Ísland sparað mikið með því að nota sömu stefnu? Lesa áfram „Viltu spara milljarð?“