Lýðræðishalli minni í ESB en EES?

prosentan

María Elivira Mendez Pinedo er doktor og lektor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Grein eftir hana “Lýðræðishallinn í EES” birtist á bls 39 í Morgunblaðinu í dag (15. feb). Afstaða Maríu er sú að það sé minni lýðræðishalli í ESB en EES. Það reynist hins vegar við nánari skoðun vera alveg þveröfugt. Ísland myndi þurfa að þola meiri lýðræðishalla innan ESB.

Hvað er lýðræðishalli? 
Gagnrýnendur ESB hafa nefnt lýðræðishalla (e. democratic deficit) sem einn af helstu ókostum sambandsins. Með lýðræðishalla er átt við að kjósendur hafi ekki nægileg áhrif á hverjir taka ákvarðanir fyrir þeirra hönd og virðast flestir sammála um að þetta vandamál sé fyrir hendi í ESB. 

Er lýðræðishalli í EES?
EES ríki hafa ekki bein áhrif á lagasetningu í ESB en þurfa samt að innleiða lög ESB í vissum málaflokkum. Kjósendur í EES hafa ekki bein áhrif á þá lagasetningu og í því felst vissulega skortur á lýðræði.

María leggur til að Ísland gangi í ESB svo íslenskir kjósendur geti haft meiri áhrif á þau lög sem hér eru innleidd.

Það virðist góð hugmynd í fyrstu, einkum ef maður gleymir að skoða hvaða áhrifum íslenskir kjósendur tapa við að ganga í ESB. María gleymir nefnilega að halda því til haga í sinni grein. 

Íslendingar hafa núna fulla lögsögu yfir eigin auðlindum, fiskimiðum, orku, landbúnaði og þurfa ekki að þola neinn lýðræðishalla í þeim málum.

Við inngöngu í ESB myndu áhrif okkar í þessum málefnum hrapa úr 100% í 0.06%. (Íslendingar eru bara 0.3 milljónir eða 0.06% af íbúafjölda ESB sem er 500 milljónir.)

Berum saman áhrif Íslendinga á eigin málefni innan og utan ESB

Utan ESB: Ráðum okkur 100% í sumu og 0% í öðru. Meðaltalið er 50%

Innan ESB: Ráðum okkur 0.06% í sumu og 0.06% í öðru. Meðaltalið er 0.06%

Þetta má eflaust reikna út með meiri nákvæmni en niðurstaðan virðist nokkuð ljós. Við höfum margfallt meiri áhrif á eigin málefni utan ESB. Lýðræðishalli yrði því óhjákvæmlega meiri innan ESB.

VöruflokkarESB