Frosti heldur erindi um krónuna í apríl 2012 á fundi um stöðu krónunnar sem gjaldmiðils og sögur gjaldmiðla.
Gjaldmiðill gulli betri
Eitt mikilvægasta verkefni sem stjórnvöld geta annast fyrir landsmenn er að halda úti traustum gjaldmiðli. Sjálfstæður og vel rekinn gjaldmiðill sem tekur mið af þörfum hagkerfisins á hverjum tíma getur aukið hagvöxt og lífsgæði í landinu verulega umfram það sem mögulegt væri ef hér væri notuð erlend mynt.
Til mikils að vinna
Þótt hér hafi orðið bankahrun og krónan bæði ofrisið og hrunið þá má ekki missa móðinn. Allt of margir vilja bara gefast upp. Ísland er ekki eina þjóðin sem hefur fengið skell. Norðmenn og Svíar lentu í bankakreppum á níunda áratugnum en hafa þrátt fyrir það náð góðum árangri í kjölfarið. Það getum við einnig og það ætti að vera okkar staðfasta markmið. Lesa áfram „Gjaldmiðill gulli betri“
Ræðir verðsamanburð hópsins „Já Ísland“.
Frosti í viðtali hjá Reykjavík síðdegis á Bylgunni þann 4. apríl 2012.
Fjölmyntakerfi flókin og dýr
Fjölmyntakerfi hefur verið nefnt sem einn af valkostunum í gjaldmiðilsmálum Íslands. Slíkt fyrirkomulag myndi fela í sér að fólk og fyrirtæki gæti einfaldlega notað þá mynt sem best hentar á hverjum tíma. Hugmyndin hljómar spennandi enda geta varla nokkur maður verið á móti frelsi til að velja.
Bent hefur verið á að einhliða upptaka eins erlends gjaldmiðils hefur í för með sér verulegan kostnað og mikla áhættu. Kostnaðurinn felst í því að kaupa til landsins nægilegt magn af seðlum (lágmark 40 milljarða). Áhættan felst einkum í því að núna eru 1000 milljarðar af lausu fé sem vilja fara úr landi og þá myndu 40 milljarðarnir duga skammt. Lesa áfram „Fjölmyntakerfi flókin og dýr“
Millifærslur í Kanadadölum
Kanadadollar er sameiginlegur gjaldmiðill 35 milljón Kanadabúa. Kanada samanstendur af tíu fylkjum og þremur sjálfstjórnarsvæðum.
Alberta er tekjuhæsta fylkið enda er það með mjög öflugan iðnað og er næst stærsti útflytjandi á jarðgasi í heiminum. Þjóðartekjur á mann í Alberta eru 71 þúsund CAD. Íbúar fylkisins Prince Edward Island stunda hinsvegar landbúnað og útgerð. Þar eru tekjur á íbúa helmingi lægri en í Alberta, aðeins 35 þúsund CAD.
Hvernig geta svo ólík svæði búið við sama gjaldmiðil? Lesa áfram „Millifærslur í Kanadadölum“
Nýtt peningakerfi gæti sparað þjóðarbúinu háar fjárhæðir.
Frosti í viðtali hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þann 20. mars 2012.
Lýðræði okkar er berskjaldað
Kjósendur fá sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem er gott. En um leið er orðið mjög brýnt að setja lög gegn því að valdi og fjármagni verði beitt til að skekkja grundvöll lýðræðisins.
Fjársterkir aðilar hafa forskot á þá efnaminni þegar kemur að því að fjárfesta í markaðssetningu skoðana. Ef við viljum ekki að aðgangur að fjármagni geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að setja lög sem jafna leikinn. Lesa áfram „Lýðræði okkar er berskjaldað“
Frosti ræddi um ESB og peningamál í Silfri Egils.
Erindi til Innanríkisráðuneytis vegna kynningarátaks ESB á Íslandi
Eftirfarandi erindi var sent Innanríkisráðuneytinu 4. mars sl. Ráðuneytið hefur staðfest viðtöku og ráðherrann sagt í fjölmiðlum að erindið sé komið í vinnslu.
Hr. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra
Sölvhólsgötu 7
150 Reykjavík
Erindi: Er kynningarstarf Evrópusambandsins á Íslandi lögbrot?
Evrópusambandið fjármagnar Evrópustofu sem tók til starfa 21. janúar á þessu ári og hefur það markmið að “stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB.” Evrópusambandið leggur Evrópustofu til 1,4 milljónir evra á tveim árum. Evrópustofa gefur út kynningarefni í bæklingum og öðru formi til dreifingar. Evrópustofa hefur staðið að fjölda kynningarfunda víða um landið. Meðal framsögumanna er sendiherra ESB, (t.d. á opnun fundi um ESB á Akureyri 29. febrúar sl.) Lesa áfram „Erindi til Innanríkisráðuneytis vegna kynningarátaks ESB á Íslandi“
Hvers vegna væri skynsamlegt að leggja aðildarumsóknina til hliðar?
Frosti Sigurjónsson á laugardagsfundi í Grasrótarmiðstöðinni 1. mars 2012 þar sem hann svarar spurningunni: Hvers vegna væri skynsamlegt að leggja aðildarumsóknina til hliðar?