Ímynd Íslands í alþjóðlegum samanburði

FutureBrand hefur í áttunda sinn birt lista 118 ríkja sem raðað er eftir því hve góð ímynd þeirra er. Ísland hafnar nú í 22. sæti sem þýðir að 80% að Ísland stendur betur að vígi að þessu leiti en 80% þeirra ríkja sem á listanum eru.

Listinn fer síðan nánar í hvar þjóðir standa á einstökum sviðum, t.d. hvað varðar traust, hreinleika, náttúrufegurð, stjórnmál, efnahagsstöðugleika, viðskiptaumhverfi og fleira.

Skýrsluhöfundar vilja meina að markaðsímynd ríkis geti haft umtalsverð áhrif á framtíðarmöguleika þess, hvernig því gangi að laða til sín tækifæri, ferðamenn og viðskiptatækifæri. Samkvæmt því er tilefni til nokkurrar bjartsýni.

Hér koma 25. efstu ríkin, byrjum á því sem hefur besta markaðsímynd:

1. Sviss, 2. Kanada, 3. Japan, 4. Svíþjóð, 5. Nýja Sjáland, 6. Ástralía, 7. Þýskaland, 8. Bandaríkin, 9. Finnland, 10. Noregur, 11. Bretland, 12. Danmörk, 13. Frakkland, 14. Singapúr, 15. Ítalía, 16. Maldíveyjar, 17. Austurríki, 18. Holland, 19. Spánn, 20. Máritíus, 21. Írland, 22. ÍSLAND, 23. Sameinuðu furstadæmin, 24. Bermúda, 25. Kosta Ríka.

Það kemur á óvart hvað sum lönd lenda neðarlega, sem dæmi er Belgía í 31. sæti, Malta í 38. sæti, Suður Kórea í 49. sæti, Pólland í 75 sæti.

En höfundar heimslistans láta ekki þar við sitja. Þeir velja Ísland líka í 7. sæti á lista sem þeir kalla “Fimmtán með framtíð” (e. Future 15). En á þeim lista eru þær þjóðir sem eiga að mati höfunda stórfelld sóknarfæri á næstu árum.

Hér má nálgast skýrsluna í heild.

http://www.futurebrand.com/wp-content/cbi/pdfs/CBI_2012-13.pdf