Bókhald Seðlabankans: Eru seðlar skuld?

Í bókhaldi Seðlabanka Íslands er venja að færa selda peningaseðla til skuldar en ekki til tekna. Í árslok 2016 „skuldaði“ Seðlabankinn 62 milljarða í útgefnum seðlum samkvæmt ársreikningi. Ekki virðast önnur rök fyrir þessari bókhaldsaðferð en þau að svona hafi þetta alltaf verið gert og þetta sé venjan hjá öðrum seðlabönkum. Vissulega er þetta venjan en það orkar tvímælis að færa tekjur sem skuld, slíkt stenst varla góða reikningskilavenju og um það fjallar þessi pistill.  Lesa áfram „Bókhald Seðlabankans: Eru seðlar skuld?“

Fjármálaráðherra vill lögleiða gengistryggð lán til óvarinna neytenda

Fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða gengistryggð lán til neytenda sem hafa ekki varnir gegn þeirri gengisáhættu sem fylgir slíkum lánum. Einnig er með frumvarpinu opnað fyrir gengistryggð lán með veði í íbúðarhúsnæði neytenda sem óvarðir eru fyrir gengisáhættu. Það yrði mikið óheillaspor ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum.

Þeir ríku verða ríkari
Í frumvarpinu er áskilnaður um að aðeins þeir neytendur geti tekið gengistryggð lán sem hafi nægar tekjur til að ráða við verulegar gengis- og vaxtabreytingar sem fylgt geta slíkum lánum. Þau munu því aðeins standa efnafólki til boða. Lesa áfram „Fjármálaráðherra vill lögleiða gengistryggð lán til óvarinna neytenda“

Monetary reform report translated to Japanese

Screen Shot 2016-02-28 at 11.40.04The report titled „Monetary reform – A better monetary system for Iceland“ which I delivered to the Prime Minister in March 2015 has now been translated to Japanese. The Japanese translation is titled „通貨改革 – アイスランドのためのより優れた通貨制度„.

The translation is the initiative and result of a voluntary effort by Mr. Kenji Hayakawa. He hopes that the translated report can be of use to Japanese politicians, scholars, and future policy makers. 

I would like to express my sincere gratitude to Kenji Hayakawa for contributing his time and skills with such generosity. It would make me very happy indeed if his translation can be of use in Japan.

通貨改革 – アイスランドのためのより優れた通貨制度

Screen Shot 2016-02-28 at 11.40.04Það er gaman að segja frá því að skýrsla mín um umbætur á peningakerfi Íslands er nú komin út í japanskri þýðingu. Þýðingin var unnin af Kenji Hayakawa í þeirri trú að hún geti orðið gagnlegt innlegg í umræðuna um umbætur í peningamálum Japans. Kenji á miklar þakkir skildar fyrir frumkvæðið og þýðinguna sem hann vann í sjálfboðavinnu.

Hér er hægt að hlaða niður japönsku útgáfunni 通貨改革 – アイスランドのためのより優れた通貨制度 á pdf formi. 

Aukinn séreignasparnað í stað hærri stýrivaxta

Screen Shot 2015-11-29 at 20.52.12Frá aldamótum hefur Seðlabankinn aðallega reitt sig á stýrivaxtatækið til að halda verðlagi stöðugu. Því miður fylgja hækkandi stýrivöxtum neikvæðar aukaverkanir, einkum þegar stýrivextir hér eru hærri en í öðrum löndum. Þess vegna er brýnt að innleiða fleiri stýritæki svo Seðlabankinn geti dregið úr ofnotkun stýrivaxtatækisins. Hér verður rætt um hvernig mætti nota breytilegan séreignasaparnað til sveiflujöfnunar. Lesa áfram „Aukinn séreignasparnað í stað hærri stýrivaxta“

Skýrsla um umbætur í peningamálum

Screen Shot 2015-03-31 at 22.53.53Í dag afhenti ég forsætisráðherra skýrslu mína um umbætur í peniningamálum. Fram kemur í skýrslunni að íslenskir viðskiptabankar sköpuðu mun meira af peningum en hagkerfið þurfti á að halda. Seðlabankanum tókst ekki að hafa hemil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Skýrslan skoðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu og kemst að þeirri niðurstöðu að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Lesa áfram „Skýrsla um umbætur í peningamálum“

Ríkisábyrgð á innstæðum banka er óumflýjanleg

Hrun bankana hefur bætt skilning almennings á því hve bankar eru frábrugðnir öðrum fyrirtækjum. Komið hefur í ljós að þeir geta fjármagnað fjárfestingar sínar og útlán með innstæðum sem njóta óhjákvæmilega ríkisábyrgðar. Eigendur bankainnstæðna vita að ríkissjóður mun ávallt koma til bjargar ef banki getur ekki staðið í skilum og geta því sætt sig við lægri vexti á innstæður sínar. Bankar hafa því beinan hag af ríkisábyrgðinni en greiða þó ekkert fyrir hana.  Lesa áfram „Ríkisábyrgð á innstæðum banka er óumflýjanleg“

Vaxtalaus bindiskylda getur dregið úr tapi Seðlabanka af viðskiptum við bankana

Brýnt er að draga nú þegar úr vaxtatapi Seðlabankans af viðskiptum við bankana. Frá hruni hefur vaxtatapið numið rúmlega 30 milljörðum og enn bætast við 800 milljónir á mánuði. Færa má rök fyrir því að hægt sé draga úr þessu tapi um helming með því að auka bindiskyldu og hafa hana vaxtalausa. Samkvæmt úttekt AGS beita 86 seðlabankar vaxtalausri bindiskyldu. Seðlabanka Íslands ber að fara eins að til að draga úr tapi sínu og skattgreiðenda. Lesa áfram „Vaxtalaus bindiskylda getur dregið úr tapi Seðlabanka af viðskiptum við bankana“

Bankarnir árum saman í „free lunch“ hjá Seðlabankanum

Eins og ég hef gagnrýnt nokkuð reglulega undanfarin ár hefur Seðlabankinn boðið íslenskum bönkum rausnarlega en áhættulausa ávöxtun sem jafna mætti við „free lunch“. Bankarnir hafa tekið hraustlega til matarins og verið með hátt í 200 milljarða í ávöxtun hjá Seðlabankanum, bæði á innlánsreikningum sem gefa nú 5% og í innstæðubréfum sem gefa nú 5,25% (en voru 5,75% árið 2013). Þetta kostar Seðlabankann um 10 milljarða á ári. Það er á kostnað Ríkissjóðs sem fær minni arð af Seðlabankanum sem því nemur. Skattgreiðendur borga brúsann.

Lesa áfram „Bankarnir árum saman í „free lunch“ hjá Seðlabankanum“

Þingræða á eldhúsdögum

Virðulegi forseti,  kæru landsmenn

Í þessari stuttu ræðu langar mig til að vekja athygli á ólíkum hagsmunum bankakerfisins og fólksins í landinu og mikilvægi þess að í því efni verði komið á betra jafnvægi en nú er. Ég tel að stjórnmálamenn allra flokka ættu að geta sameinast um þetta markmið.

En áður en ég vík að bankakerfinu, vil ég nota tækifærið til að fagna þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur náð á fyrsta ári kjörtímabilsins. Ekki síst með vel útfærðum aðgerðum í þágu skuldsettra heimila, en skuldir þeirra hafa tvöfaldast á tuttugu árum og íslensk heimili með þeim skuldsettustu í heimi. Lesa áfram „Þingræða á eldhúsdögum“