Með fjáraukalögum 2015 fékk fjármálaráðuneytið heimild til að skuldbinda ríkissjóð um 2,3 milljarða (USD 17.6 milljónir) vegna kaupa á hlut í Innviðafjárfestingabanka Asíu (IFBA). Í þingræðu um fjáraukalög mælti ég eindregið gegn þessari ráðstöfun enda er ávinningur af henni mjög óviss en auk fjárframlagsins krefjast samþykktir bankans þess að IFBA og starfsmenn fái sérstök fríðindi og undanþágur frá lögum og eftirliti. Vandséð er að veita megi slíkar undanþágur án sérstakrar heimildar Alþingis og slík heimild hefur ekki enn verið veitt. Þrátt fyrir heimildarleysi er Ísland í hópi 50 ríkja sem undirrituðu samþykktir IFBA í júní 2015. Lesa áfram „Ísland og Innviðafjárfestingabanki Asíu“
Fjárlög 2016: Hvernig má spara 20 milljarða án þess að draga úr þjónustu
Í ræðu minni um fjárlög 2016 stakk ég upp á nokkrum sparnaðarleiðum sem samanlagt gætu skilað 20-30 milljörðum. Slík fjárhæð myndi duga til að stórbæta lífskjör aldraðra og öryrkja, tryggja Landsspítalanum aukið fé og auk þess lækka skuldir ríkisins. En hvernig er þetta hægt? Það er inntak ræðunnar sem fylgir hér óbreytt: Lesa áfram „Fjárlög 2016: Hvernig má spara 20 milljarða án þess að draga úr þjónustu“
Aukinn séreignasparnað í stað hærri stýrivaxta
Frá aldamótum hefur Seðlabankinn aðallega reitt sig á stýrivaxtatækið til að halda verðlagi stöðugu. Því miður fylgja hækkandi stýrivöxtum neikvæðar aukaverkanir, einkum þegar stýrivextir hér eru hærri en í öðrum löndum. Þess vegna er brýnt að innleiða fleiri stýritæki svo Seðlabankinn geti dregið úr ofnotkun stýrivaxtatækisins. Hér verður rætt um hvernig mætti nota breytilegan séreignasaparnað til sveiflujöfnunar. Lesa áfram „Aukinn séreignasparnað í stað hærri stýrivaxta“
Ísland taki afstöðu gegn viðskiptaþvingunum
Ísland er eitt af þeim ríkjum sem eiga sérstaklega mikilla hagsmuna að gæta af því að milliríkjaviðskipti séu án allra þvingana. Ríflega 53% af þjóðarframleiðslu Íslands er í formi útflutningstekna. Þetta er mjög hátt hlutfall í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum eru útflutningstekjur aðeins 12% af þjóðarframleiðslu og líklega er hlutfall útflutnings hjá Evrópusambandinu litlu hærra. Bandaríkin og ESB fórna því hlutfallslega margfalt minni hagsmunum en Ísland með því að taka þátt í efnahagsþvingunum. Lesa áfram „Ísland taki afstöðu gegn viðskiptaþvingunum“
Vil ég fá áfengi í matvöruverslanir? (Þingræða)
Virðulegi forseti. Við ræðum hér frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Verði frumvarpið að lögum mun sala á áfengi færast frá ÁTVR til matvöruverslana.
Ef gerð væri könnun meðal landsmanna og spurt, “Vilt þú geta keypt áfengi í matvöruverslunum?” þá myndu eflaust margir svara því játandi. En hverju þeir svara ef spurningin væri orðuð með eftirfarandi hætti:
Vilt þú geta keypt áfengi í matvöruverslunum, ef fjöldi rannsókna sýna að það muni leiða til aukinnar áfengisneyslu? Aukin neysla auki tíðni alvarlegra sjúkdóma eins og krabbameins, lifrarsjúkdóma, sykursýki. Rannsóknir sýna einnig að aukinni neyslu áfengis fylgir aukin tíðni umferðarslysa og einnig ofbeldis meðal annars gegn konum og börnum.
Ef spurningin er sett fram með þessum hætti hygg ég að flestir myndu telja afleiðingarnar of neikvæðar og leggjast gegn því að áfengi fari í matvöruverslanir. Lesa áfram „Vil ég fá áfengi í matvöruverslanir? (Þingræða)“
Ótímabært að selja Landsbankann
Samkvæmt bréfi Bankasýslu ríkisins til Fjármálaráðherra 9. september er hafinn undirbúningur að sölu 30% eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum og stefnt að því að sölunni verði lokið á árinu 2016. Ríkið á nú 98% hlut í bankanum en fjármálaráðherra hefur sagt að hann telji eðlilegt að eignarhlutur ríkisins í Landbankanum sé um 40%. Bankasýslan mun skila ráðherra tillögu um söluna fyrir lok janúar. Lesa áfram „Ótímabært að selja Landsbankann“
Svartfjallaland: Með evru og hærri vexti en á Íslandi
Fyrir tveim vikum heimsótti varaforseti þjóðþings Svartfjallalands, Hr. Branko Radulovic, Alþingi. Við áttum stuttan fund um efnahagsmálin. Hr.Branko hafði mikinn áhuga á að vita hvernig Íslandi hefði tekist að komast svona hratt á réttan kjöl eftir hrun bankakerfisins og spurði: „Hver er íslenska formúlan?“ Ég sagðist ekki vita um neina formúlu en reyndi samt að tína fram einhverjar skýringar. Lesa áfram „Svartfjallaland: Með evru og hærri vexti en á Íslandi“
Skýrsla um umbætur í peningamálum
Í dag afhenti ég forsætisráðherra skýrslu mína um umbætur í peniningamálum. Fram kemur í skýrslunni að íslenskir viðskiptabankar sköpuðu mun meira af peningum en hagkerfið þurfti á að halda. Seðlabankanum tókst ekki að hafa hemil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Skýrslan skoðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu og kemst að þeirri niðurstöðu að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Lesa áfram „Skýrsla um umbætur í peningamálum“
Ríkisábyrgð á innstæðum banka er óumflýjanleg
Hrun bankana hefur bætt skilning almennings á því hve bankar eru frábrugðnir öðrum fyrirtækjum. Komið hefur í ljós að þeir geta fjármagnað fjárfestingar sínar og útlán með innstæðum sem njóta óhjákvæmilega ríkisábyrgðar. Eigendur bankainnstæðna vita að ríkissjóður mun ávallt koma til bjargar ef banki getur ekki staðið í skilum og geta því sætt sig við lægri vexti á innstæður sínar. Bankar hafa því beinan hag af ríkisábyrgðinni en greiða þó ekkert fyrir hana. Lesa áfram „Ríkisábyrgð á innstæðum banka er óumflýjanleg“
Lífeyrissjóðir, smá- og meðalstór fyrirtæki
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur skilað jákvæðu áliti um lagafrumvarp sem gerir lífeyrissjóðum heimilt að fjárfesta á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) en hér á landi er slíkt markaðstorg rekið undir merkinu First North.
Nefndin gerði þá breytingu á frumvarpinu að heimildin takmarkaðist við 5% af hreinni eign lífeyrissjóðs. Lífeyrissjóðir hafa til þessa haft heimild til að fjárfesta 20% af hreinni eign í verðbréfum óskráðra fyrirtækja en hún breytist ekki við þetta. Lesa áfram „Lífeyrissjóðir, smá- og meðalstór fyrirtæki“