Smellið á myndina til að sjá umræðurnar sem sjónvarpað var þann 21. apríl.
Er vit í því að afnema verðtryggingu?
Greinin birtist í Þjóðmálum, vor 2013
Í kjölfar efnahagshrunsins hækkuðu höfuðstólar verðtryggðra lána mjög hratt á sama tíma og raunvirði fasteigna lækkaði og ráðstöfunartekjur heimila minnkuðu. Ekki þarf að koma á óvart að við slíkar kringumstæður sýni viðhorfskannanir yfirgnæfandi fylgi við afnám verðtryggingar. Ekki eru þó allir jafn vissir um að óhætt sé að afnema verðtryggingu og telja að óverðtryggð lán verði litlu skárri. Hér verða skoðuð helstu með- og mótrök fyrir afnámi verðtryggingar og svo hvaða leiðir gætu verið færar til afnáms. Lesa áfram „Er vit í því að afnema verðtryggingu?“
Blásið í næstu bólu?
Birtist á mbl.is 18. janúar 2013
Lífeyrissjóðirnir munu þurfa að fjárfesta fyrir 128 milljarða á árinu 2013. Sú spurning vaknar hvort þeir geti í raun og veru komið svo miklu fé í ávöxtun án þess að kynda undir verðbólu í skráðum verðbréfum. Lesa áfram „Blásið í næstu bólu?“
Ráðumst að rót verðbólgunnar
Greinin birtist í Morgunblaðinu 5. janúar 2013
Verðbólga er alvarlegt vandamál sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að ráða við. Í stað þess að koma böndum á sjálfa verðbólguna hefur vandanum verið sópað undir teppi verðtryggingar. Sú leið felur í sér að fjárfestar njóta tryggingar gegn verðbólgu en því miður er sú trygging á kostnað allra annarra í samfélaginu. Lesa áfram „Ráðumst að rót verðbólgunnar“
Gasöld gengin í garð
Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.
Umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 12. 12 2012:
Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.
Með peningavaldi er átt við valdið til að búa til peninga, eða ígildi peninga, og setja í umferð.
Ógætileg meðferð peningavaldsins er vafalítið ein af höfuðástæðum hrunsins og má færa rök fyrir því að ný stjórnarskrá fjalli um peningavaldið og hvernig skuli koma í veg fyrir að því verði misbeitt. Lesa áfram „Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.“
Leiðréttum stökkbreytt lán
Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða.
Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Lesa áfram „Leiðréttum stökkbreytt lán“
Stjórnvöld taki sér tak
Á ráðstefnu hjá Arion banka um framtíð krónunnar voru flestir frummælendur á því að slæm króna væri afleiðing af slæmri stjórn efnahags- og peningamála. Fjórir þingmenn, þar af tveir ráðherrar sem báðir heita Katrín voru í pallborði og hvöttu þjóðina og sjálfa sig til að taka sér tak í óráðssíuni. Það væri eina vitið.
Það lofaði sannarlega góðu að ráðherrar ætluðu að taka sér tak. En svo komu kvöldfréttirnar. Lesa áfram „Stjórnvöld taki sér tak“
Einkaseðlabankinn 1889
Árið 1899 kom inn á Alþingi frumvarp um stofnun seðlabanka í eigu þeirra Arntzen og Warburg. Seðlabanki þeirra myndi hafa einkarétt til seðlaútgáfu á Íslandi í 90 ár.
Frumvarpinu var all vel tekið en það komst þó ekki í gegn í fyrstu atrennu vegna tímaleysis. Milli þinga var leitað álits Þjóðbankans sem lagði til verulegar breytingar, meðal annars að stytta gildistíma einkaleyfisins.
Halldór Jónsson bankaféhirðir var á meðal þeirra sem vöruðu við því að einkabanka í eigu útlendinga yrði gefið einkaleyfi til seðlaútgáfu í landinu. Hann taldi farsælla að stofna seðlabanka í eigu ríkisins sem hefði hag allra landsmanna að leiðarljósi. Halldór færði fyrir því mörg góð rök og meðal annars þessi: Lesa áfram „Einkaseðlabankinn 1889“
Tímamótaskýrsla frá AGS
Fyrir fáeinum dögum kom út skýrsla (Working Paper) frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum “The Chicago Plan Revisited” en hún fjallar um endurbætur á fjármálakerfinu sem Irving Fisher og fleiri lögðu fram í kjölfar kreppunnar miklu.
Skýrsluhöfundar, Benes og Kumhof, setja tillögur Fishers upp í fullkomið haglíkan til að greina afleiðingar þeirra, og komast að þeirri niðurstöðu að endurbæturnar geti einmitt skilað þeim árangri sem Fisher spáði um og gott betur. Rétt er að geta þess að þótt skýrslan sé unnin hjá AGS þá eru höfundarnir ábyrgir fyrir niðurstöðum hennar en ekki AGS. Lesa áfram „Tímamótaskýrsla frá AGS“