Efnahagsáfallið var mikið áfall fyrir sjálfstraust þjóðarinnar. Fáir hefðu trúað því að skömmu eftir hrun myndu hinir ráðdeildarsömu Þjóðverjar leita lausna hér á landi. Þýskir bankar töpuðu óhemju miklum fjármunum í hruninu en það stoppaði þó ekki þýska bankann ComDirect í því að nýta sér lausn íslensks hugbúnaðarfyrirtækis. Ísland fyrir hrun hefði varla talist Mekka ráðdeildar og hagsýni. En nú örfáum árum síðar velja hinir mjög svo sparsömu Þjóðverjar íslenskan hugbúnað til að færa sitt rómaða heimilisbókhald inn í nútímann. Lesa áfram „Íslendingar hjálpa Þjóðverjum við heimilisbókhaldið“
Ekki-frétt dagsins
Í aðdraganda kosninga fékk ég stundum þá spurningu hvort þeir sem hefðu þegar fengið leiðréttingar af einhverju tagi, ættu einnig kost á þeirri almennu leiðréttingu sem Framsóknarflokkurinn boðaði. Í dag spurði háttvirtur Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar sömu spurningar varðandi þá leiðréttingu sem ríkisstjórnin boðaði. Lesa áfram „Ekki-frétt dagsins“
Er rafbílavæðing þjóðhagslega hagkvæm?
Það virðist sjálfgefið að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að flýta rafbílavæðingu á Íslandi. Við eigum nóg af rafmagni en þurfum að flytja inn bensín og díselolíu á núverandi bílaflota. En málið er ekki alveg svona einfalt. Lesa áfram „Er rafbílavæðing þjóðhagslega hagkvæm?“
Samskiptamáti í þingsal – Þörf á bragarbót
Traust til alþingis er sáralítið. Samkvæmt viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans í Maí 2013 bera aðeins 14% svarenda traust til Alþingis. Meirihluti þátttakenda sem báru ekki traust til Alþingis, sögðu vantraustið beinast að samskiptamáta þingmanna. Svarendur segja að umræða á þingi sé ómálefnaleg, þingmenn sýni hver öðrum dónaskap. Þeir stundi karp, skítkast, séu í sandkassaleik, dónalegir, noti ljótt orðbragð, rífist um hver gerði hvað, þingmenn kenni öðrum um og upphefji sjálfa sig. Á öðrum vinnustöðum myndi þvílík framkoma ekki líðast. Lesa áfram „Samskiptamáti í þingsal – Þörf á bragarbót“
Ótímabærar höfuðstöðvar Landsbankans
Landsbankinn hefur viðrað áform um að byggja allt að 15 þúsund fermetra húsnæði fyrir nýjar höfuðstöðvar bankans og vill hefja framkvæmdir sem fyrst. Í ljósi þess að Landsbankinn er í eigu ríkisins, sem er mjög skuldugt og stendur í erfiðum niðurskurði, er spurning hvort nýjar höfuðstöðvar ríkisbankans eigi að njóta forgangs.
Ef ríkisbankinn er aflögufær um þá milljarða sem þarf til að byggja höfuðstöðvar, þá hlýtur það að vera krafa eigandans eins og staðan er núna að fjármagnið renni í ríkissjóð í formi arðs. Þannig myndu milljarðarnir nýtast við brýnni verkefni til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Lesa áfram „Ótímabærar höfuðstöðvar Landsbankans“
Skuldalækkun heimila með lækkun neysluvísitölu.
Lækkun skulda heimilanna um 1-2%
Skuldir heimila geta lækkað um 1-2% með því að tilgreina álag vegna greiðslukorta
Verðtryggðar skuldir heimilanna voru ríflega1.400 milljarðar í mars á þessu ári. Miðað við það myndi lækkun neysluvísitölu, þótt ekki væri nema um eitt prósent lækka skuldir heimila um heila 14 milljarða. Það er einmitt hugsanlegt að hægt sé að ná fram slíkri lækkun einfaldlega með því að kaupmenn breyti venjum sínum og hætti að innifela álag vegna kortaviðskipta í almennu söluverði.
Lesa áfram „Skuldir heimila geta lækkað um 1-2% með því að tilgreina álag vegna greiðslukorta“
Viðtal um fangelsismál.
Efasemdir um nýtt fangelsi á Hólmsheiði
Ég verð að játa að ég hef efasemdir um að rétt sé að hefja byggingu fangelsis á Hólmsheiði, sem uppfyllir ýtrustu kröfur á sama tíma og heilbrigðiskerfi okkar riðar til falls. Hér er vonandi málefnalegt innlegg í þá umræðu.
Nýja fangelsið myndi kosta um 2 milljarða fullbúið með 56 klefum. En á sama tíma verða lagðir niður 28 klefar í fangelsum á Kópavogi og á Skólavörðustíg þannig að viðbótin yrði aðeins 28 klefar. Lesa áfram „Efasemdir um nýtt fangelsi á Hólmsheiði“