Í þættinum vikulokin á Rás 1 þann 7. desember í umsjón Hallgríms Thorsteinssonar. Smellið á myndina til að hlusta á þáttinn.
Umræður um skuldaleiðréttingu í Kastljósi
Stýritæki Seðlabankans og peningamál á Íslandi.
Stýritæki seðlabankans hefur kostað 28 milljarða frá hruni
Peningaþenslan er komin af stað, aftur. Bankar hafa aukið laust fé í umferð um 10% á aðeins hálfu ári. Þessi þróun er áhyggjuefni og kallar á skjót viðbrögð. Í aðdraganda hrunsins óx peningamagn hratt, þrátt fyrir háa stýrivexti. Peningastefna Seðlabankans, sem á þeim tíma byggði á stýrivaxtatækinu, kom hvorki í veg fyrir gengdarlausa peningaþenslu bankanna, né það hrun er af henni leiddi. Hvað getum við lært af þeirri reynslu? Lesa áfram „Stýritæki seðlabankans hefur kostað 28 milljarða frá hruni“
Eru evruríkin fullvalda?
The Telegraph vakti athygli á því í vikunni að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi vald til að breyta fjárlagafrumvörpum aðildarríkja evrusvæðisins áður en þau eru lögð fyrir þjóðþingin til umfjöllunar. Fari aðildarríki ekki eftir fyrirmælum framkvæmdastjórnar ESB má beita aðildarríki þungum sektum. Lesa áfram „Eru evruríkin fullvalda?“
Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti
Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins skoraði á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag, að fresta gildistöku laga sem taka eiga gildi um næstu áramót um notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á landi.
Frosti sagði efnafræðinginn Glúm Jón Björnsson hafa bent á að lögin muni valda miklum óþarfa kostnaði fyrir þjóðarbúið.
Viðbótarkostnaðurinn felst í því að hér þarf að kaupa inn dýrara eldsneyti á bílaflotann en annars hefði verið. Fyrir árin 2014 til 2019 gæti sá kostnaðarauki numið fimm til sex milljörðum króna og það í gjaldeyri,“ sagði Frosti í umræðum um störf þingsins í dag. Lesa áfram „Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti“
Afhverju eru stýrivextir ekki lækkaðir?
Fjármálaeftirlitið telur Dróma brjóta lög
Eins og fram kom í pistli í lok júní á þessu ári, þá sendi Efnahags- og viðskiptanefnd skriflega fyrirspurn til Fjármálaeftirlits um viðskiptahætti Dróma og hvort þeir væru í samræmi við lög.
Í svari Fjármálaeftirlitsins til nefndarinn kom meðal annars fram að Fjármálaeftirlitið hefði mál Dróma til athugunar. Þann 29. október birti svo Fjármálaeftirlit gagnsæistilkynningu á heimasíðu sinni þar sem greint er frá athugun á starfsháttum Dróma hf. Þar kemur fram að eftirlitið telur Dróma ekki fara að lögum og að Drómi hyggist kæra þá niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins.
Njóta stóru bankarnir þrír ríkisábyrgðar í reynd?
Landsbankinn, Arionbanki og Íslandsbanki eru taldir of stórir til að falla. Það þýðir að ef einhver þessara þriggja banka yrði gjaldþrota, þá myndi ríkissjóður koma til bjargar og lýsa yfir ríkisábyrgð á innstæðum.
Það má segja að á innstæðum í þessum þrem stærstu bönkum verði ekki komist hjá ríkisábyrgð. Eðlilegt væri því að þessir bankar greiddu ríkisábyrgðargjald í ríkissjóð í samræmi við lög um ríkisábyrgðir. Slíkt gjald myndi skila nokkrum milljörðum í ríkissjóð og jafna aðstöðu á bankamarkaði. Lesa áfram „Njóta stóru bankarnir þrír ríkisábyrgðar í reynd?“
Ætti að selja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins til lífeyrissjóða?
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er í eigu ríkisins. Hlutverk hans er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Sjóðurinn hefur frá stofnun komið að fjármögnun fjölmargra efnilegra fyrirtækja og þannig verið í lykilhlutverki í eflingu nýsköpunar á Íslandi. Nú eru 34 fyrirtæki og 3 sjóðir í eignasafni sjóðsins. Lesa áfram „Ætti að selja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins til lífeyrissjóða?“