Kári Örn Hinriksson – kari@timinn.is
Frosti Sigurjónsson er vel þekktur í íslensku viðskiptalífi en þessi dugmikli athafnamaður hefur komið að rekstri nokkurra stærstu og framsæknustu fyrirtækja landsins. Hann er frumkvöðull og meðstofnandi Dohop og Datamarket þar sem hann sinnir stjórnarformennsku auk þess að vera í stjórn Arctica Finance.
Næsta verkefni Frosta er að komast inn á Alþingi en hvað er það sem drífur hann áfram til þess að bjóða fram krafta sína þar?
„Ég hef áhuga á að leysa vandamál og fást við eitthvað nýtt,“ segir Frosti við blaðamann þegar spurninguna ber á góma. „Það er sannarlega nóg af vandamálum í stjórnkerfi landsins og stjórnmál eru eitthvað nýtt fyrir mér. Vandamálum fylgja alltaf tækifæri til að gera úrbætur og koma með nýjar lausnir. Eftir hrun hef ég varið verulegum tíma í að skoða vandamálin og íhuga lausnir og nú er ég reiðubúinn til að leggja mitt af mörkum við að koma þeim í framkvæmd.“ Lesa áfram „Vandamálunum fylgja tækifæri“