Synjun sífellt líklegri – frétt á ruv.is

frett ruv.is

Frétt varðandi ICESAVE birt á ruv.is þann 16. febrúar 2011.

Frosti Sigurjónsson, talsmaður undirskriftasöfnunar gegn Icesave-samningnum, www.kjosum.is, telur að líkurnar á því að forsetinn hafni Icesave aukist sífellt. Hann telur að ekki sé mikið um falskar undirskriftir á vef hópsins. Magnús Árni Skúlason, talsmaður Indefence, segir að þingmenn hafi ekki staðið sig sem skyldi og hefði átt að vera kleyft að tryggja ríkari aðgang Íslendinga að eignum úr þrotabúi Landsbankans. Lesa áfram „Synjun sífellt líklegri – frétt á ruv.is“

Evrópusambandið er ólýðræðislegt bákn

euvote Í Evrópusambandinu er lagasetning í höndum framkvæmdastjórnarinnar, sem er skipuð 27 fulltrúum sem eru ekki kosnir, heldur tilnefndir af aðildarríkjum. Framkvæmdastjórnin ein hefur vald til að leggja fram lagafrumvörp og hún hefur auk þess allt framkvæmdavald. Þrískipting valdsins er því ekki fyrir hendi.

Evrópuþingið hefur ekki vald til að leggja fram lagafrumvörp. Þingið hefur aðeins eftirlit með framkvæmdastjórninni og samþykkir lagafrumvörp hennar. Þingið getur ekki gert breytingar á lagafrumvörpum, og þarf hreinan meirihluta þingmanna til að stöðva frumvarp. Til að lýsa vantrausti á framkvæmdastjórnina þarf ⅔ þingsins. Lesa áfram „Evrópusambandið er ólýðræðislegt bákn“

Viðtalið við Lárus Blöndal

lblond Fréttablaðið birti þann 5. febrúar viðtal við Lárus Blöndal undir fyrirsögninni “Dómsmál margfalt áhættusamara”. Margt er undarlegt í þessu viðtali en það hefst þannig:

Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi kunna að fá bakþanka vegna þeirra vaxtakjara sem þau hafa boðið Íslendingum í Icesave-deilunni.  Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave, segir það umfram hans væntingar að náðst hafi saman um þau vaxtakjör sem Íslendingum bjóðast í samningnum.
Lárus áréttar að íslenska samninganefndin líti þannig á að Bretar og Hollendingar taki þátt í fjármagnskostnaði með Íslendingum. Þeir kynni málið hins vegar þannig heima fyrir að þeir séu að fá endurgreitt lán.