Fjárfestirinn George Soros segir í nýrri bók „The Tragedy of the European Union“ að bankar séu orðnir sníkjudýr (e. parasite) á raunhagkerfinu.
Soros bendir á að í Bretlandi hafi hlutur fjármálageirans náð 35% af öllum hagnaði í landinu. Soros finnst þetta fáránlega stórt hlutfall. Hann segir jafnframt að ekkert hafi verið unnið á rótum evruvandans og hann telur vel hugsanlegt að Þýskaland muni yfirgefa myntbandalagið.
Á Íslandi virðist hlutdeild banka í heildarhagnaði landsins vera litlu minni en í Bretlandi. Heildarhagnaður stóru bankana árið 2013 var hér samtals 65 milljarðar, en hreinn heildarhagnaður hagkerfisins er líklega um 300 milljarðar. Fjármálageirinn í heild hefur því líklega fengið 25-30% af hagnaði á Íslandi. Þess má geta að hlutfall fjármálageirans af landsframleiðslu er ekki nema 6.5%. Staðan á Íslandi virðist því litlu skárri en á Bretlandi.
Það er mín skoðun að í flestum löndum taki bankar og fjármálafyrirtæki til sín óeðlilega stóran skerf af hagnaði. Þetta mun lítið lagast á meðan bönkum er leyft að búa til peninga.