Sögulegur sigur Framsóknar

Kosningar 2013Framsókn hlaut 24.4% atkvæða og nítján þingsæti, jafnmörg sæti og Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk 26,7% atkvæða. Í kosningunum árið 2009 fékk Framsókn aðeins 14,8% og níu þingsæti.

Leita þarf aftur til ársins 1979 til að finna svo góða útkomu Framsóknar á landsvísu, en í Reykjavík bætti flokkurinn verulega við sig og hefur ekki áður hlotið jafn mikið fylgi: 16,4% og tvö sæti í norður og 16,8% og tvö sæti í suður.