Andríki á villigötum

Glúmur Björnsson ritar pistil á andriki.is föstudag 10. janúar þar sem hann ýjar að því að frískuldamark bankaskatts hafi verið sérhannað til að hlífa MP banka við skattinum. Glúmur lætur að því liggja að Sigurður Hannesson, formaður skuldaleiðréttingarhópsins og starfsmaður MP banka, hafi komið skuldafrímarkinu á til að hlífa MP banka. Glúmur vegur ekki síður að heiðri efnahags- og viðskiptanefndar, segir nefndina hafi stokkið til á síðustu starfsdögum þingsins fyrir jól og laumað skattfrelsi fyrir suma inn í frumvarpið. Þetta er rangt hjá Glúmi.

Lesa áfram „Andríki á villigötum“

Stýritæki seðlabankans hefur kostað 28 milljarða frá hruni

Screen Shot 2013-05-03 at 12.41.27 PMPeningaþenslan er komin af stað, aftur. Bankar hafa aukið laust fé í umferð um 10% á aðeins hálfu ári. Þessi þróun er áhyggjuefni og kallar á skjót viðbrögð. Í aðdraganda hrunsins óx peningamagn hratt, þrátt fyrir háa stýrivexti. Peningastefna Seðlabankans, sem á þeim tíma byggði á stýrivaxtatækinu, kom hvorki í veg fyrir gengdarlausa peningaþenslu bankanna, né það hrun er af henni leiddi. Hvað getum við lært af þeirri reynslu? Lesa áfram „Stýritæki seðlabankans hefur kostað 28 milljarða frá hruni“

Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti

 MYND/PJETUR  Visir.is

Heimir Már Pétursson skrifar á Visir.is þann 13. nóvember:

Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins skoraði á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag, að fresta gildistöku laga sem taka eiga gildi um næstu áramót um notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á landi.

Frosti sagði efnafræðinginn Glúm Jón Björnsson hafa bent á að lögin muni valda miklum óþarfa kostnaði fyrir þjóðarbúið.

Viðbótarkostnaðurinn felst í því að hér þarf að kaupa inn dýrara eldsneyti á bílaflotann en annars hefði verið. Fyrir árin 2014 til 2019 gæti sá kostnaðarauki numið fimm til sex milljörðum króna og það í gjaldeyri,“ sagði Frosti í umræðum um störf þingsins í dag. Lesa áfram „Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti“