![](https://hoe.tqn.mybluehost.me/wp-content/uploads/cooling.jpg)
Þann 23. janúar 1973 hófst óvænt eldgos rétt við bæjarmörkin í Vestmanneyjum. Tveim vikum síðar hófust tilraunir til að dæla sjó á hraunið til að beina rennsli þess frá byggð og mannvirkjum.
Kæling hraunsins hafði töluverð áhrif og árið 1997 birti Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna skýrslu um hraunkælinguna í gosinu í Heimaey. Skýrslan fjallar um sögu verkefnisins, þau vandamál sem upp komu og hvernig þau voru leyst. Þessi þekking gæti komið að gagni færi svo að glóandi hraun ógni hér byggð á nýjan leik.