Ímynd Íslands í alþjóðlegum samanburði

FutureBrand hefur í áttunda sinn birt lista 118 ríkja sem raðað er eftir því hve góð ímynd þeirra er. Ísland hafnar nú í 22. sæti sem þýðir að 80% að Ísland stendur betur að vígi að þessu leiti en 80% þeirra ríkja sem á listanum eru.

Listinn fer síðan nánar í hvar þjóðir standa á einstökum sviðum, t.d. hvað varðar traust, hreinleika, náttúrufegurð, stjórnmál, efnahagsstöðugleika, viðskiptaumhverfi og fleira.

Skýrsluhöfundar vilja meina að markaðsímynd ríkis geti haft umtalsverð áhrif á framtíðarmöguleika þess, hvernig því gangi að laða til sín tækifæri, ferðamenn og viðskiptatækifæri. Samkvæmt því er tilefni til nokkurrar bjartsýni. Lesa áfram „Ímynd Íslands í alþjóðlegum samanburði“

Ráðumst að rót verðbólgunnar

Greinin birtist í Morgunblaðinu 5. janúar 2013

Verðbólga er alvarlegt vandamál sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að ráða við. Í stað þess að koma böndum á sjálfa verðbólguna hefur vandanum verið sópað undir teppi verðtryggingar. Sú leið felur í sér að fjárfestar njóta tryggingar gegn verðbólgu en því miður er sú trygging á kostnað allra annarra í samfélaginu. Lesa áfram „Ráðumst að rót verðbólgunnar“

Gasöld gengin í garð

Nýjar námuaðferðir “e. fracking” hafa opnað Bandaríkjamönnum aðgang að gríðarlegu magni af jarðgasi sem bundið er í setlögum (“shale”). Framboð af jarðgasi vestan hafs hefur stóraukist undanfarin ár og verð á gasi og ýmsum tengdum afurðum lækkað hratt.“Fracking” er stytting á orðinu “hydraulic fracturing” sem mætti þýða vökvaknúin sprungumyndun. Aðferðin felur í sér að blöndu af vatni, sandi og kemískum efnum er dælt niður í borholu undir miklum þrýstingi. Oft er holan boruð lárétt inn í þau setlög sem binda gasið. Gasið getur þá losnað úr setlögunum og leitað upp á yfirborðið um sprungurnar þegar niðurdælingu lýkur. Lesa áfram „Gasöld gengin í garð“

Ekkert persónulegt…

Ert þú í hópi þeirra fjölmörgu sem nota sama tölvupóstfangið fyrir öll samskipti hvort sem þau eru prívat mál eða vinnutengd? Þekkir þú einhvern sem er þannig? Lestu þá áfram.

Sumum finnst kannski þægilegt að fá allan tölvupóst á eitt og sama netfangið, en það getur samt leitt til alls kyns vandræða sem betra væri að sneiða hjá.

Góðu fréttirnar eru að það kostar ekki neitt að stofna persónulegt tölvupóstfang hjá t.d. gmail.com og póstforrit ráða við fleiri en eitt tölvupóstfang samtímis. Það þarf því ekki að vera neitt auka vesen að fylgjast með tveim póstföngum. Lesa áfram „Ekkert persónulegt…“

Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.

Umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 12. 12 2012:

Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.

Með peningavaldi er átt við valdið til að búa til peninga, eða ígildi peninga, og setja í umferð.

Ógætileg meðferð peningavaldsins er vafalítið ein af höfuðástæðum hrunsins og má færa rök fyrir því að ný stjórnarskrá fjalli um peningavaldið og hvernig skuli koma í veg fyrir að því verði misbeitt. Lesa áfram „Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.“

Umsögn um 67. grein frumvarps um stjórnarskrá

Sent efnahags- og viðskiptanefnd 9. desember 2012

Umsögn um 67. grein frumvarps til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.

Í 67. grein eru settar afar víðtækar takmarkanir við því hvaða málum kjósendur geti vísað til þjóðaratkvæðis. Þessar takmarkanir sem eru bæði matskenndar og ólýðræðislegar, munu fyrirsjáanlega leiða til vandamála. Lesa áfram „Umsögn um 67. grein frumvarps um stjórnarskrá“

Galin hugmynd?

Hugmyndin kann að virðist galin við fyrstu sýn, en þegar betur er gáð gætu ýmsir kostir fylgt því að framleiða eldsneyti hérlendis úr raforku. Með því mætti spara gríðarlegan gjaldeyri, nýta útblástur frá álverum og auka orkuöryggi landsins.

Örugg eftirspurn innanlands til margra áratuga

Orkuspá til ársins 2050 bendir til þess að olíunotkun Íslands muni ekki dragast saman nema um 20% næstu áratugina, úr 500 í 400 þúsund tonn. Á þessu ári kaupum við inn eldsneyti fyrir hátt í 80 milljarða, allt greitt í gjaldeyri og allt bendir til þess að eldsneyti muni halda áfram að hækka í verði. Lesa áfram „Galin hugmynd?“

Leiðréttum stökkbreytt lán

Fréttablaðið Skoðun 22. nóvember 2012.

Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða.

Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Lesa áfram „Leiðréttum stökkbreytt lán“

Stjórnvöld taki sér tak

Á ráðstefnu hjá Arion banka um framtíð krónunnar voru flestir frummælendur á því að slæm króna væri afleiðing af slæmri stjórn efnahags- og peningamála. Fjórir þingmenn, þar af tveir ráðherrar sem báðir heita Katrín voru í pallborði og hvöttu þjóðina og sjálfa sig til að taka sér tak í óráðssíuni. Það væri eina vitið.

Það lofaði sannarlega góðu að ráðherrar ætluðu að taka sér tak. En svo komu kvöldfréttirnar. Lesa áfram „Stjórnvöld taki sér tak“