Vandamálunum fylgja tækifæri

timinn.is

Kári Örn Hinriksson – kari@timinn.is

Frosti Sigurjónsson er vel þekktur í íslensku viðskiptalífi en þessi dugmikli athafnamaður hefur komið að rekstri nokkurra stærstu og framsæknustu fyrirtækja landsins. Hann er frumkvöðull og meðstofnandi Dohop og Datamarket þar sem hann sinnir stjórnarformennsku auk þess að vera í stjórn Arctica Finance.

Næsta verkefni Frosta er að komast inn á Alþingi en hvað er það sem drífur hann áfram til þess að bjóða fram krafta sína þar?

„Ég hef áhuga á að leysa vandamál og fást við eitthvað nýtt,“ segir Frosti við blaðamann þegar spurninguna ber á góma. „Það er sannarlega nóg af vandamálum í stjórnkerfi landsins og stjórnmál eru eitthvað nýtt fyrir mér. Vandamálum fylgja alltaf tækifæri til að gera úrbætur og koma með nýjar lausnir. Eftir hrun hef ég varið verulegum tíma í að skoða vandamálin og íhuga lausnir og nú er ég reiðubúinn til að leggja mitt af mörkum við að koma þeim í framkvæmd.“ Lesa áfram „Vandamálunum fylgja tækifæri“

Eftir Icesave er komið að heimilunum

Frosti ræddi við Morgunblaðið í fögnuði á Hótel Marina við Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is

„Nei. Þetta mál er ekki dautt,“ segir Frosti Sigurjónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í komandi alþingiskosingum og einn stofnenda Advice-hópsins, um baráttu fyrir aðgerðum í þágu skuldugra heimila. Eftir sigurinn í Icesave sé komið að heimilunum. Lesa áfram „Eftir Icesave er komið að heimilunum“

Sigur Íslands í Icesave málinu

10astaedur-nei
Í dag hafnaði EFTA dómstóllinn öllum ákærum ESA á hendur Íslandi í Icesave málinu. Auk þess var ESA og ESB, sem gerðist meðákærandi, dæmd til að greiða málskostnað Íslands af málinu. Sigur Íslands í þessu mikilvæga dómsmáli tíma hefði vart getað verið sætari.

Á þessu augnabliki er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem lögðu ómældan tíma og vinnu í baráttu gegn óréttlátum Icesave samningum.

Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í að gera sigurinn mögulegan, ekki síst þingmönnum sem færðu rök gegn Icesave samningunum, InDefence sem börðust gegn Icesave I og II, kjosum.is sem söfnuðu áskorunum, Forsetanum sem vísaði ákvörðuninni til þjóðaratkvæðis, og líka þakka öllum þeim sem tóku þátt og styrktu Advice hópinn í baráttunni gegn Icesave III, og svo kjósendum fyrir að fella samningana í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011.