Lissabon sáttmálinn fegraður í þýðingu

560145Lissabon sáttmálinn hefur verið þýddur á Íslensku. Sáttmálinn lýsir réttindum og skyldum aðildarríkja í smáatriðum. Þess vegna er mikilvægt að þýðingin sé vönduð og nákvæm en því miður virðist það markmið ekki hafa náðst. Hér eru nokkur dæmi:

2. KAFLI, SÉRTÆK ÁKVÆÐI UM SAMEIGINLEGA STEFNU Í UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁLUM, 1. ÞÁTTUR ALMENN ÁKVÆÐI, 24. gr :

“Þau skulu forðast að gera nokkuð það sem vinnur gegn hagsmunum Sambandsins eða kynni að skaða áhrif þess sem afls í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum.”

„They shall refrain from any action which is contrary to the interests of the Union or likely to impair its effectiveness as a cohesive force in international relations.“

Þetta er rangt þýtt því „Cohesive force in international relations“ þýðir “samheldið afl í alþjóðasamskiptum”, en alls ekki “afl í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum”.

XXI. BÁLKUR ORKUMÁL 194. gr.

“1. Með tilliti til stofnunar og starfsemi innri markaðarins og með skírskotun til þarfarinnar á að varðveita og bæta umhverfið skal stefna Sambandsins í orkumálum miða að því, í anda samstöðu meðal aðildarríkjanna, að:

a) tryggja starfsemi orkumarkaðarins,

b) tryggja öryggi í orkuafhendingu í Sambandinu, “

„(b) ensure security of energy supply in the Union; „

Þetta telst röng þýðing því “supply” þýðir “framboð” en ekki “afhending” Lið b) ætti því frekar þýða þannig „tryggja öryggi orkuframboðs í Sambandinu.“ Aðildarríki eru hér að samþykkja að Brussel taki ákvarðanir um öruggt orkuframboð (auðlindina) en ekki bara örugga afhendingu orku.

I. BÁLKUR FLOKKAR OG SVIÐ VALDHEIMILDA SAMBANDSINS 3. gr.

“1. Eftirtalin svið skulu falla undir fullar valdheimildir Sambandsins: a) tollabandalag, b) setning nauðsynlegra samkeppnisreglna vegna starfsemi innri markaðarins, c) peningamálastefna fyrir þau aðildarríki sem hafa evru sem gjaldmiðil, d) verndun lífrænna auðlinda hafsins innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar, e) sameiginleg viðskiptastefna. “

„1. The Union shall have exclusive competence in the following areas: „

Exclusive þýðir að sambandið sé alfarið einrátt um þessa málaflokka. Sem mætti þýða „Sambandið skal hafa óskiptar valdheimildir á eftirfarandi sviðum“. Þetta skiptir máli því aðildarríkin eru hér að samþykkja að lúta einhliða ákvörðunum ESB í þessum flokkum.

C. YFIRLÝSINGAR AÐILDARRÍKJANNA

“… og Evrópudagurinn 9. maí verða áfram í þessum löndum tákn samfélags borgara í Evrópusambandinu og tengsla þeirra við það. “

„… and Europe day May 9th will for them continue as symbols to express the sense of community of the people in the European Union and their allegiance to it.“

Orðið „allegiance“ getur þýtt: obligation, commitment, devotion, faith og loyalty. Þarna er á ferð yfirlýsing um hollustu við Evrópusambandið en ekki bara „tengsl“ við það.

Finnst einhverjum fleirum en mér að þessar þýðingavillur séu best til þess fallnar að láta þennan grundvallarsáttmála Evrópusambandsins líta út fyrir að vera eitthvað ásættanlegri en hann er í raun og veru?

Íslensk þýðing: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/lissabon-sattmali/Lissabon-heildarskjal.pdf

Enska útgáfan: http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:C:2010:083:FULL:EN:PDF