Fincancial Times á móti ICESAVE

ftcom.png Í gær birti breska dagblaðið Financial Times ritstjórnargrein um ICESAVE málið undir fyrirsögninni „In the same boat“. Það sem er fréttnæmt er að tónn greinarinnar er allt annar en sá sem Steingrímur J og Jóhanna hafa verið að búist við. Hér er ekki vottur af ásökun eða vantrausti á Ísland, þvert á móti er varað við því að þjóðin sé látin axla þessar byrðar. Financial Times eru hreinlega á móti ICESAVE samningnum.

In the same boat
Published: August 11 2009 22:52 | Last updated: August 11 2009 22:52
When the Dutch and British governments clinched Iceland’s agreement to reimburse savers in Icesave, the now-defunct overseas branch of Landsbanki, they did not count on the ire of Icelandic voters. The deal, stuck in an Althingi committee, is unlikely to gain the Icelandic parliament’s approval. Lesa áfram „Fincancial Times á móti ICESAVE“

Gauti B. Eggertsson og ógeðsdrykkurinn ICESAVE

gauti_eggertssonDr. Gauti, sem er yngri bróðir Dags, varaformanns Samfylkingarinnar kallar Icesave samninginn ógeðsdrykk sem verður að kyngja. Ef það verði ekki gert telur hann að allt fari á versta veg samanber eftirfarandi upptalningu:

„EES samningurinn er í húfi og þar með gífurleg útflutningsverðmæti.
Samskipti okkar við norðurlönd.
Allar lánalínur.
Lánshæfnismat íslenska ríkisins, sem hefur bein áhrif á lánshæfni allra íslenskra fyrirtækja.
Samskipti við fjölmörg fjármögnunarbatterí eins og Þróunarbanka Evrópu sem fjármagnar orkuverin að einhverju marki.
Öll fyrirgreiðsla alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Og svo framvegis“ Lesa áfram „Gauti B. Eggertsson og ógeðsdrykkurinn ICESAVE“

Hlutleysi Ríkisútvarpsins

ruvlogoÍ lögum um Ríkisútvarpið ohf er á þremur stöðum kveðið á um skyldu til óhlutdrægni og fyllstu hlutlægni í allri umfjöllun og fréttaflutningi. Þjóðin þarf að geta treyst því að RÚV fari að lögum og sé í raun hlutlaus fjölmiðill. Það hefur sjaldan verið mikilvægara en nú að RÚV bregðist ekki trausti þjóðarinnar í þessu enda er þjóðin klofin í afstöðu sinni til stórmála eins og ESB og ICESAVE. RÚV má alls ekki taka afstöðu í þessum hitamálum.

Þær raddir verða nú háværari að umfjöllun RÚV um ESB og ICESAVE uppfylli ekki ákvæði útvarpslaga um óhlutdrægni. Hlutdrægni getur leynst víða t.d. í vali á fréttum, vali á viðmælendum, gildishlöðnum spurningum, tónlist, myndefni ofl. Lesa áfram „Hlutleysi Ríkisútvarpsins“

ESB og hagsmunir atvinnulífsins

eustarsatseaSú skoðun hefur komið fram hjá einhverjum atvinnurekendum að það verði auðveldara að ná árangri í rekstri Íslenskra fyrirtækja ef Ísland gerist aðili að ESB og hér verði tekin upp evra í framhaldinu. Þá munum við losna við þann óstöðugleika sem einkennt hefur krónuna og aðgangur að erlendu lánsfé batni. Sumir virðast jafnvel trúa því að aðildarumsókn ein og sér muni efla tiltrú erlendra fjárfesta, styrkja gengi krónu og bæta aðgang að erlendu lánsfé. Lesa áfram „ESB og hagsmunir atvinnulífsins“

Kosningasvindl á Íslandi?

sjs VG undir forystu Steingríms J Sigfússonar hafa blekkt kjósendur sína fullkomlega. Ég kaus VG nær eingöngu vegna stefnu flokksins gegn aðild að ESB. Nú stendur þessi sami flokkur og Steingrímur J að tillögu um aðildarumsókn í ESB, án þess að spyrja þjóðina álits.

Varla get ég verið einn um þá tilfinningu að atkvæði mitt hafi verið misnotað í einhverskonar kosningasvindli?

Það hlýtur að vera fullkomlega ólýðræðislegt að lofa kjósendum einni stefnu en taka svo upp þveröfuga stefnu eftir kosningar. Hvaða tilgang hafa annars kosningar? Um hvað er maður að kjósa? Lesa áfram „Kosningasvindl á Íslandi?“

Sífellt fleiri vilja minna ESB

CBR517skoðanakönnun, unnin af Gallup fyrir Heimssýn, leiðir í ljós að ríkisstjórn Íslands er á miklum villugötum í sínum áherslum. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar eða 95% telur frekar eða mjög aðkallandi að leysa fjárhagsvanda íslenskra heimila og 91,5% telja að ríkisstjórnin eigi að leggja áherslu á að sinna vanda fyrirtækja.

Ríkisstjórninni gengur illa að vinna í þessum brýnu verkefnum en leggur því meiri orku í að hefja samningaviðræður við ESB. Meirihluti aðspurðra eða 44,3% telur hins vegar að ríkisstjórnin eigi að leggja frekar litla eða mjög litla áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Íslensk stjórnvöld eru samt ekki þau einu sem eru algerlega úr takti við kjósendur sína í evrópumálum. Nýleg skoðanakönnun unnin fyrir The Economist í Bretlandi (sjá súlurit) sýnir að stuðningur við ESB hefur aldrei verið minni og meirihluti þjóðarinnar vill ganga úr ESB eða taka upp fríverslunarsamning við ESB.

 

 

Ellefu firrur (Jóns Baldvins Hannibalssonar) um Evruland

Jón Baldvin Hannibalsson ritar langa grein í Fréttablaðið 1. maí sl. sem titluð er „Ellefu firrur um Evruland„. Í henni gerir Jón Baldvin tilraun til að leiðrétta helstu ranghugmyndir þeirra sem efast um að ESB sé góður kostur fyrir Ísland. Það er því full ástæða til að skoða röksemdir Jóns Baldvins og íhuga þær lið fyrir lið. Jón Baldvin skrifar:

1. Fullveldi fyrir bí. Evrópusambandið er samtök sjálfstæðra þjóða og fullvalda ríkja. Sérstaða Evrópusambandsins er sú að aðildarríki láta af hendi hluta af fullveldi sínu, en fá í staðinn hlutdeild í samþjóðlegu valdi sambandsins. Þetta þýðir meðal annars að smáþjóðir eru áhrifameiri um eigin hagsmuni innan sambandsins en utan. Eystrasaltsþjóðirnar eru gott dæmi um það. Þær endurheimtu sjálfstæði sitt formlega árið 1991, eftir að hafa verið innlimaðar með hervaldi í sovéska nýlenduveldið í tæplega hálfa öld. Fyrsta verk þeirra að fengnu sjálfstæði var að ganga í Evrópusambandið. Það gerðu þær að sjálfsögðu ekki til þess að farga nýfengnu fullveldi, heldur til að festa það í sessi og tryggja það fyrir utanaðkomandi ásælni. Þær gengu í ESB til þess að styrkja stöðu sína sem sjálfstæðar þjóðir. Það er fásinna að halda því fram að frændþjóðir okkar á Norður­löndum, sem eru í ESB, séu ekki lengur sjálfstæðar þjóðir. Með aðild okkar að EES-samningnum erum við nú þegar aðilar að ESB að u.þ.b. tveimur/þriðju hlutum, án þess að hafa áhrif á þá löggjöf, sem við fáum senda í pósti.Það sæmir varla fullvalda þjóð. Með inngöngu í ESB mundum við styrkja fullveldi okkar en ekki veikja. 

Ef aðildarríki ESB kalla sig ennþá sjálfstæð og fullvalda þá þarf eitthvað nýtt hugtak til að lýsa stöðu þeirra ríkja sem eru utan ESB og ráða sér sjálf í raun og veru. Sjálfstæði þýðir að standa á eigin fótum en alls ekki að vera háður stærri heild. Fullvalda þjóð hefur vald til að setja sér eigin lög og fylgja þeim eftir.

Jón Baldvin telur Eystrasaltsþjóðirnar gott fordæmi fyrir Ísland. Aðstæður þeirra voru hins vegar allt aðrar en okkar þegar þær kusu að ganga í ESB. Þær voru ekki aðili að EES og þurftu skjótan aðgang að markaði ESB. Hann var ekki í boði án inngöngu. Þær óttuðust ásælni Rússa og leituðu skjóls hjá ESB. ESB leiðin var því valin í neyð og þrátt fyrir það afsal fullveldis sem í því fólst.

Ísland hefur þegar afsalað nokkrum hluta fullveldisins með aðild að EES og líka með því að vera aðili að Sameinuðu Þjóðunum og öðrum alþjóðasamtökum en við erum fullvalda þjóð í öllum þeim miklivægu málaflokkum sem lúta að sérstöðu okkar og sjálfstæði. Við stýrum okkar eigin hafsvæði, veiðum, landbúnaði, utanríkismálum ofl. 100%.

Innan ESB myndum við hafa c.a. 0.03% áhrif á ÖLL okkar mál sem er augljóslega nánast fullkomið áhrifaleysi en Jón telur það betri kost en að við ráðum 100% um flest okkar mikilvægustu mál. 

Það hlýtur að vera augljóst að innan ESB mun fullveldi Íslands því minnka en ekki styrkjast. 

2. Ekki núna – kannski seinna. Það tekur tíma – nokkur ár allt í allt – að semja um aðild og upptöku evru, breyta stjórnarskrá og leggja aðildar­samning undir þjóðar­atkvæði. Einmitt þess vegna töpum við á því að draga málið á langinn. Einmitt þess vegna þurfum við að byrja samnings­ferlið strax. Og þetta er nauðsynlegt, af því að traustur gjaldmiðill og lægri vextir á lánum eru forsenda þess, að við getum unnið okkur út úr kreppunni. Til þess þurfum við að semja við Evrópusambandið núna, ekki seinna. Af því að Evrópusambandsaðild er partur af lausninni á bráðavandanum, en ekki framtíðarmúsík, sem við dönsum eftir einhvern tíma seinna.

Aðildarumsókn þarf vandlegan undirbúning og samstöðu hjá þjóðinni ef vel á að takast. Óðagot í samingum við ESB þýðir að við náum einfaldlega ekki eins góðum samningum. Ísland stendur mjög illa að vígi til að knýja fram undanþágur og þarf að styrkja stöðu sína áður en gengið er til samninga. 

ESB á í miklum erfiðleikum núna og er ekki von á mikilli „gjafmildi“ við samingaborðið við slíkar aðstæður. Nú þarf hver að sjá um sig og sína. Betra væri að semja þegar ESB er komið á beinu brautina.

Traustur gjaldmiðill og lægri vextir koma ekki fyrr en eftir mörg ár. Ísland fær ekki aðild að EMU fyrr en það sýnir fram á að það getur stýrt eigin gjaldmiðli. Þá verður líklega enginn áhugi á að taka upp Evru.

3. Evrópusambandið veitir engar varanlegar undanþágur. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að semja við Evrópusambandið. Þetta er ósatt. Allar þjóðir (og þær eru núna 27) sem hafa samið um aðild, hafa fengið viðurkenningu á brýnustu þjóðarhagsmunum í aðildarsamningum. Það er sjálf aðferðafræði Evrópusambandsins að leysa ágreiningsmál með samningum, á grundvelli laga og réttar. Aðildarsamningar hafa sömu þjóðréttarlegu stöðu og sjálfur stofnsáttmálinn. Það þýðir að þeim verður ekki breytt – þeir fela í sér varanlega lausn – nema við samþykkjum breytinguna sjálf. Dæmi um sérlausnir með vísan til sérstakra aðstæðna eru mýmörg. Gott dæmi er sérlausn fyrir heimskautalandbúnað Finna og Svía norðan 62° breiddargráðu. Með EES-samningnum hefur Ísland þegar yfirtekið um tvo/þriðju hluta af regluverki ESB. Meðal samningsmarkmiða er að fá viðurkenningu á sérlausn fyrir íslenskt fiskveiðistjórnunarsvæði. 

Jón fullyrðir að ALLAR 27 þjóðir hafi fengið viðurkenningu á brýnustu þjóðarhagsmunum í aðildarsamingum. Eftir töluverða yfirlegu tókst mér ekki að koma auga á neinar mikilvægar undanþágur í aðildarsamningi Búlgaríu og Rúmeníu, og fáar í aðildasamningi Tékklands, Eistlands, Kýpur, Lettlands, Litháen, Ungverjalands, Möltu, Póllands, Slóveníu og Slóvakíu. Vona að lesendur leiðrétti mig ef þetta er rangt.

Noregi var einmitt meinað um varanlegar undanþágur hvað varðar sameiginlegu fiskveiðistefnuna. Írland fékk inn varanlegt ákvæði um hlutleysi í utanríkismálum og stríði en ef Írland samþykkir Lissabon sáttmálann í þjóðaratkvæði þá er það ákvæði niður fallið.

Í öðrum löndum hefur Lissabon sáttmálinn ekki verið settur í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur samþykktur af þingi hvers aðildarríkis. Varanlegar undanþágur geta því fallið niður sem hluti af stærra máli og framþróun sambandsins.

Sérlausn heimskautalandbúnaðar norðan 62° Breiddargráðu byggir á að sækja styrki til Brussel. Reglan er að gefa ekki undanþágu frá reglum ESB en beita styrkjum sem plástri vegna tjóns. Svíþjóð og Finnland greiða miklu meira til Brussel til að standa undir styrkjakefum ESB en þeir fá til baka.

4. Þeir stela af okkur auðlindunum. Þetta er skröksaga. Aðildarþjóðir Evrópusambandsins ráða sjálfar yfir auðlindum sínum. Bretar ráða sjálfir yfir sinni Norðursjávarolíu; Þjóðverjar yfir sínum kolanámum í Ruhr, Spánverjar yfir sínum ólívulundum og Finnar yfir sínum skógar­lendum. Með sama hætti munum við, Íslendingar, ráða yfir okkar eigin orkulindum í fallvötnum og jarðvarma. Okkur er í sjálfsvald sett, hvernig við högum eignaréttarskipan á auðlindum – hvort þær eru í einka- eða þjóðareign.

Í dag á Ísland allar sínar auðlindir óskiptar og setur sér lög um nýtingu þeirra. Fiskimiðin eru auðlind en engin ESB þjóð hefur sjálfræði yfir fiskimiðum sínum, það vald er í Brussel. Hingað til hefur ESB ekki gert tilkall til annarra auðlinda en fiskimiða. Með Lissabon sáttmálanum kemur þó inn ákvæði sem gefur ESB rétt til að ganga að orkulindum ef nauðsyn krefur. Ef Lissabon sáttmálinn tekur gildi þá er ESB vissulega komið með rétt til að hlutast um orkulindir aðildarríkja sinna. Það er réttur sem ESB hafði aldrei en ætlar sér að fá. Það er ekki hægt að útiloka að nauðsyn krefji að aðrar auðlindir fari sömu leið.

5. Við glötum yfirráðum yfir fiskimiðunum. Það er óhætt að fullyrða að það verður engin breyting á úthlutun veiðiheimilda innan íslenskrar lögsögu við aðild að Evrópusambandinu. Grundvallarreglur um sögulegan rétt og hlutfallslegan stöðugleika þýða að aðrar þjóðir öðlast engan rétt til veiða innan íslensku lögsögunnar. Eina breytingin verður sú, að útlendingar munu öðlast rétt til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Rétt eins og Samherji t.d. hefur fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum innan ESB. (70 prósent af tekjum Samherja koma utan Íslands). Vegna samkeppnis­yfir­burða íslensks sjávarútvegs er þetta kostur en ekki galli. Þetta er til dæmis leið til að losa sjávarútvegsfyrirtækin út úr skuldum, sem þau eru sokkin í vegna kvótabrasks. Hverri þjóð er heimilt að setja nánari reglur til að tryggja löndun og fullvinnslu afla í heimahöfn, þannig að tekjur skili sér til heimalandsins.

Við inngöngu í ESB verður hafið umhverfis landið undir stjórn ESB. Vald til lagasetningar um fiskveiðar á Íslandsmiðum færist til ESB. Umboð til samninga um hlutdeild í deilistofnum fer til ESB. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika er til endurskoðunar hjá ESB. Við glötum semsé yfirráðum yfir fiskimiðunum. 

6. Sameiginleg fiskveiðistefna ESB rústar sjávarútveginn. Hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópusambandsins (CFP) er undantekning frá þeirri grundvallarreglu, að sérhver aðildarþjóð ráði ein yfir auðlindum sínum. Ástæðan er auðskilin. Öldum saman hafa margar þjóðir stundað veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum á sameiginlegu hafsvæði, t.d. á Norðursjónum. Til þess að gæta jafnræðis var reglusetning um nýtingu sameiginlegra fiskistofna færð til Evrópusambandsins. Aðildarríkin verða síðan að semja sín í milli um framkvæmd stefnunnar og nýtingu auðlindarinnar. Þetta fyrirkomulag helgast af þessum sérstöku aðstæðum. Það gegnir allt öðru máli um íslensku fiskveiðilögsöguna. Hún er algerlega aðskilin frá hinu sameiginlega hafsvæði ríkjanna við Norður­sjó. Helstu nytjastofnar okkar eru allir staðbundnir. Að því er varðar flökkustofna, þá semjum við nú við Evrópusambandið og aðrar nágrannaþjóðir um nýtingu þeirra. Breytingin verður sú, að eftir aðild semjum við innan Evrópusambandsins um okkar hlut. Í ljósi þessara aðstæðna munu Íslendingar setja fram þá samningskröfu, að íslenska lögsagan verði sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði. Rökin fyrir þessari kröfu eru, að hér sé um brýnustu þjóðar­hagsmuni að ræða. Fyrir þessu eru fjölmörg fordæmi. Allar aðildarþjóðir hafa fengið viðurkenningu á brýnustu þjóðarhagsmunum. Það sem auðveldar okkur að ná þessari samningsniðurstöðu er, að það er ekkert frá Evrópusambandinu eða aðildarþjóðum þess tekið og við gerum engar kröfur um að taka neitt frá þeim, sem þær hafa átt. Þess vegna ætti ekki að vera torvelt að ná fram slíkri samnings­niðurstöðu, sem væri viðunandi fyrir báða aðila.

Jón telur „ekki torvelt“ að undanskilja fiskveiðar undan fiskveiðistefnu ESB og færir reyndar fyrir því ágæt rök. Ekkert bendir hinsvegar til þess að ESB sé sammála Jóni, þvert á móti hafa talsmenn ESB ítrekað að Ísland muni alls ekki fá undanþágu frá fiskveiðistefnunni. Samningsstaða Íslands er veik.

Fiskveiðistefna ESB hefur reyndar rústað sjávarútveg ESB. Í grænbók ESB um endurskoðun stefnunnar eru 88% stofna sagðir ofveiddir, þar af 30% við að hruni komnir, brottkast er gríðarlegt, offjárfesting í skipum, tap á greininni og svindlað á styrkjum.

7. Landbúnaðurinn mun leggjast af. Þetta er dæmigerður hræðslu­áróður. Samningsniðurstaðan varðandi íslenskan landbúnað mun sennilega taka mið af sérlausn Finna og Svía um þeirra heimskauta­landbúnað. Sú lausn felur m.a. í sér, að okkur verður í sjálfsvald sett að styrkja eigin landbúnað umfram þá styrki, sem fást úr sameiginlegum sjóðum ESB. En starfs­umhverfi landbúnaðarins hefur verið að breytast og mun halda áfram að breytast. Búum fækkar um leið og þau stækka, vegna hagræðingar. Það er framhald af ríkjandi þróun. Aukið viðskiptafrelsi með landbúnaðarafurðir mun hvort eð er verða staðfest, þegar yfirstandandi samningalotu alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) lýkur. Starfsskilyrði landbúnaðarins munu því breytast, hvort heldur við göngum í ESB eða ekki. Styrkir frá ESB eru ekki framleiðslutengdir heldur beinast frekar að búsetu, byggðastefnu og innviðum á landsbyggðinni. Innlend landbúnaðarframleiðsla mun því áreiðanlega taka breytingum, hvort heldur við göngum í ESB eða ekki. En í þeim breytingum felast líka tækifæri fyrir sumar greinar landbúnaðarins. Þar getum við mikið lært af Svíum, en sænsk landbúnaðarframleiðsla hefur styrkt stöðu sína eftir aðild á innri markaðnum.

Landbúnaður mun ekki leggjast af en hann mun verða háður styrkjum ESB sem koma auðvitað út úr þeirri margmilljarða greiðslu sem Ísland þarf að greiða árlega í styrkjahít sambandsins. Þessar ódýru landbúnaðarvörur verða nefnilega að stóru leiti niðurgreiddar með sköttum á heimilin í landinu. 

Smærri bændur á Íslandi munu þurfa að eyða miklum tíma í að fylla út umsóknarform um styrki eða leggja ella upp laupana. Landið verður enn háðara innflutningi sem ógnar fæðuöryggi þjóðarinnar. 

8. Evrópusambandið er ólýðræðislegt. Engin önnur fjölþjóðasamtök hafa hjálpað jafnmörgum þjóðum til að losna frá arfleifð einræðis og kúgunar og að byggja upp stofnanir og starfshætti lýðræðis eins og Evrópusambandið. Þetta á við um Spán, Portúgal og Grikkland. Þetta á við um þjóðir Mið- og Austur-Evrópu. Þetta á við um vinaþjóðir okkar við Eystrasalt. Þetta á við um hinar nýfrjálsu þjóðir á Balkan­skaga. Fyrir utan átökin á Balkan­skaga, þar sem Evrópusambandið gætir nú friðarins, hefur þessi lýðræðisþróun átt sér stað án valdbeitingar. Evrópusambandið er því sterkasta friðar- og lýðræðisafl í okkar heimshluta. Þar að auki er Evrópusambandið öðrum fyrirmynd um það, hvernig efnahag og lífskjörum hinna fátækari þjóða hefur verið lyft upp á stig hinna, sem betur hefur búnast. Evrópusambandið er því öflugt jöfnunarafl að því er varðar efnahags- og lífskjaraþróun íbúanna. Innan Evrópusambandsins er að finna rótgrónustu lýðræðisþjóðir heims. Eftir hrun horfast Íslendingar í augu við veikleika og vankanta okkar lýðræðisskipunar. Við ættum að láta ógert að kveða upp sleggjudóma um vanþroska lýðræði annarra. Við höfum ekki efni á því.

Það er full langt gengið að þakka ESB að hafa innleitt lýðræði á Spáni eða öðrum löndum sambandsins. Lýðræði var fremsta krafa fólksins í þessum löndum og fólkið kom lýðræðinu á.

Evrópusambandið verður ekki lýðræðislegt þótt Ísland eða einhver önnur lönd eigi í vandræðum með að höndla sitt lýðræði. 

ESB er sagt ólýðræðislegt vegna þess að ákvarðanir eru teknar af fulltrúum sem ekki hafa verið lýðræðislega kosnir. Valdið er komið mjög langt frá kjósendum. Það eru helst lobbíistar stórfyrirtækja og hagsmunasamtaka sem geta náð eyrum valdhafana í Brussel. ESB tekur ekki einu sinni mark á NEI í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þjóðaratkvæðagreiðslan er bara endurtekin seinna þar til JÁ er niðurstaðan. 

9. Við erum svo smá að við höfum engin áhrif innan ESB. Það eru vandfundin þau fjölþjóðasamtök í veröldinni, þar sem smáþjóðir hafa jafnmikil áhrif og innan Evrópusambandsins. Af 27 aðildar­þjóðum ESB eru 21 skv. skilgreiningu smáþjóðir. Forystumönnum þessara þjóða ber saman um að smáþjóðirnar hafi styrkt stöðu sína með aðild að ESB í samanburði við að standa einar utan garðs. Þær þjóðir kallast stórþjóðir, sem geta farið sínu fram, án þess að taka tillit til annarra. Stórþjóðir geta haft sitt fram í krafti efnahagslegra yfirburða eða hervalds. Það eru hinar stærri þjóðir innan Evrópusambandsins (eins og t.d. Þjóðverjar, Frakkar og Bretar) sem með aðild sinni hafa afsalað sér valdi og skuldbundið sig til að leysa ágreiningsmál innan bandalagsins með samningum, á grundvelli laga og réttar. Friðsamleg lausn deilumála er brýnasta hagsmunamál smáþjóða. Sú aðferðafræði Evrópusambandsins að leysa ágreiningsmál með samningum er því smáþjóðum í hag. Innan Evrópusambandsins gætir vaxandi tilhneigingar til svæðisbundins samstarfs. Innan Evrópusambandsins munu Íslendingar skipa sér í sveit með öðrum Norður­landaþjóðum og Eystrasaltsþjóðum í svæðisbundnu samstarfi innan ESB. Með því móti munum við styrkja stöðu okkar í samanburði við það að standa einir utan garðs.

Rök Jóns ganga út á að smáþjóðir hafi meiri áhrif innan ESB en í nokkrum öðrum samtökum. Punkturinn er bara sá að við erum ekki að íhuga inngöngu í nein önnur samtök og í ESB höfum við eftir sem áður sáralítil áhrif.

Jón Baldvin bendir á að aðeins stórþjóðir geti farið sínu fram án tillits til annara. Enginn er að segja að Ísland hafi þörf fyrir að troða öðrum um tær með valdi. Málið snýst hins vegar um að hafa full forræði yfir eigin málefnum, eigin fiskveiðilögsögu og utanríkismálum. 

Nýleg skýrsla ESB segir 10 ný aðildarríki mjög óánægð með áhrifaleysi sitt í ESB. Mörg þessara ríkja þurftu áður að leita til Moskvu með sín málefni en Brussel er sögð jafnvel verri.

Ísland yrði fámennasta aðildarríki ESB. Það fengi líklega 3 af 345 atkvæðum í ráðherraráðinu, 5 sæti af 785 á evrópuþinginu. Afstaða okkar til mála hefur því lítil sem engin áhrif á niðurstöður.

Við getum styrkt samstarf okkar við norðurlöndin, ef við teljum það auka áhrif okkar á einhverjum sviðum, en það má gera án þess að  ganga í ESB.

10. Það eru allir vondir við okkur í ESB, sbr. reynsluna af Bretum og Icesave. Þetta er misskilningur. Fórnarlömbin í Icesave-málinu voru breskir og hollenskir sparifjár­eigendur og á endanum íslenskir skattgreiðendur. Skúrkarnir voru eigendur og forráðamenn Landsbankans, sem buðu sparifjáreigendum í þessum löndum hæstu vexti til þess að fá þá til að trúa sér fyrir sparifé sínu, til þess að bjarga sjálfum sér úr lausafjárkreppu við endurfjármögnun eigin skulda. Að því er varðar Holland, þá stungu þeir af, án þess svo mikið sem þakka fyrir sig. Íslensk yfirvöld vissu frá upphafi, að útibú íslenskra banka alls staðar á EES-svæðinu, voru undir íslenskum bankaleyfum, undir íslensku eftir­liti og undir íslenskri sparifjártryggingu lögum samkvæmt. Það vorum við sem brugðumst. Þetta réttlætir að sjálfsögðu ekki hefndar­ráðstafanir Breta með því að beita hryðjuverkalögum. En af einhverjum ástæðum hafa íslensk stjórnvöld ekki treyst sér til að höfða mál gegn Bretum til að fá því hnekkt. Þau skulda okkur skýringu á því. Sannleikurinn er sá, að Íslendingar hafa notið góðs af samstarfi við grannþjóðir. Við höfum notið góðs af Norðurlandasamstarfinu. Við nutum góðs af Marshall-aðstoðinni án þess að fullnægja settum skilyrðum. Við nutum góðs af varnarsamstarfinu við Bandaríkjamenn – græddum m.a.s. á því, á meðan aðrar þjóðir færðu fórnir í þágu landvarna. Við höfum notið góðs af EES-samningnum, sem með einu pennastriki veitti okkur aðgang á jafnréttisgrundvelli að stærsta fríverslunarsvæði heims. Og við höfum notið góðs af Evrópusamstarfinu á mörgum sviðum, ekki síst að því er varðar vísindi og rannsóknir, menntun og menningu. Við erum vegna uppruna okkar, sögu og menningar Evrópuþjóð og eigum heima í samstarfi evrópskra lýðræðisríkja.

Það hefur enginn sagt að allir séu vondir við okkur í ESB. Þetta snýst bara um hagsmuni og ESB hefur þá hagsmuni að láta Ísland borga eins mikið og mögulegt er í Icesave málinu. Jafnvel þótt það þýði að íslenskur almenningur sem hefur tapað meiru en dæmi eru um, taki líka á sig skuldir einkarekinna banka sem hann hafði enga stjórn á.

Þetta sýnir einfaldlega að ESB er ekki góðgerðastofnun og það er barnaskapur að halda að ESB hafi í hyggju að „hjálpa“ Íslandi í nokkru máli. Ef Íslandi verður hleypt í ESB er það vegna þess að það hjálpar ESB að gera það.

11. Evrópusambandið er sósíalískt ríkisforsjárbákn og/eða valdastofnun heimskapítalismans í anda frjálshyggju. Bíðum hæg. Hvort tveggja getur ekki verið satt, enda er sannleikurinn sá, að hvorugt er sannleikanum samkvæmt. Hægri öfgamenn í Bandaríkjunum fyrirlíta Evrópusambandið á þeirri forsendu að það sé hálfsósíalískt velferðarapparat, sem hafi misst alla lyst á að standa við bakið á Bandaríkjamönnum í ofbeldisverkum þeirra vítt og breitt um heiminn. Það má til sanns vegar færa að þjóðfélagsgerð flestra Evrópuþjóða dregur í vaxandi mæli dám af hinu norræna velferðarríki miklu fremur en af óbeisluðum kapítalisma í amerískum dúr. Evrópuþjóðir verja takmörkuðum fjármunum til vígbúnaðar og stefna ekki að heimsyfirráðum. Evrópusambandið er friðarafl í okkar heimshluta. Helmingurinn af allri þróunaraðstoð við fátækar þjóðir kemur frá Evrópusambandinu og Evrópusambandið er frumkvöðull um umhverfisvernd á heimsvísu. Þrátt fyrir þetta vilja ýmsir vinstrimenn telja sér trú um, að Evrópusambandið sé valdastofnun í þjónustu fjármagns og í anda frjálshyggju. Þeir sem því trúa ættu að gera samanburð á velferðar­þjónustu og félagslegum réttindum almennings í ríkjum Evrópu í samanburði við hið hráslagalega og mannfjandsamlega auðræði í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sá samanburður mun leiða hið sanna í ljós. Það ætti líka að auðvelda vinstrimönnum að kveða upp úr um það, hvort heldur þeir vilja að Ísland framtíðarinnar verði skrípamynd af amerískum kapítalisma eða virkur þátttakandi á jafnréttisgrundvelli í samstarfi hinna norrænu velferðarríkja innan vébanda Evrópusambandsins. 

Ellefta firran er alveg ný fyrir mér. Treysti mér ekki til að rekja þetta.

Líklega hef ég gleymt einhverju mikilvægu en treysti þér til að koma með gagnlegar ábendingar og athugasemdir fyrir Jón Baldvin.

ESB gefur sér falleinkun í stjórnun fiskveiða

Á vefsíðu ESB um stjórnun fiskveiða má finna vinnublað sem telur upp helstu ágallana við sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Þar kemur m.a. fram að 88% af fiskistofnum eru ofveiddir, þar af eru 30% stofna að hruni komnir. Auk gegndarlausrar ofveiði eru önnur helstu vandamál offjárfesting í skipum, óhóflegt brottkast, ólöglegar veiðar og almennur taprekstur í greininni svo eitthvað sé nefnt.

Fiskveiðistefna ESB leit fyrst dagsins ljós árið 1983 og hefur síðan þá verið endurskoðuð á 10 ára fresti  nú síðast árið 2002. Þær úrbætur sem þá voru lagðar til hafa enn ekki komist í framkvæmd nema að litlu leyti.

Það hefur aldrei vantað vilja hjá Brussel til að innleiða góða fiskveiðistefnu. Árangurinn hefur hins vegar vantað.

Þótt ekki hafi enn tekist að koma úrbótum frá 2002 í framkvæmd er nú lagt í að ræða frekari úrbætur sem skuli innleiða árið 2012. Stefnumiðin hljóma eins og áður mjög vel, en í ljósi reynslunnar er vissara að fóstra efasemdir um árangurinn.

Fyrir þá sem vilja lesa sér til er upplagt að lesa Grænbókina Reform of the Common Fisheries Policy sem kom út þann 22. apríl sl. (28 bls.)

Nokkuð hefur borið á þeim misskilningi að ef Íslendingar ganga án tafar í ESB geti þeir haft mikil áhrif á þær úrbætur sem gerðar verða á fiskveiðistefnu sambandsins árið 2012. Þetta er ekki alls kostar rétt. Þótt við gætum viðrað skoðanir okkar munu raunveruleg áhrif á stefnu ESB fara algerlega eftir íbúafjölda landsins. Ísland mun ekki ná neinu í gegn sem ESB finnst ekki góð hugmynd hvort sem er.

Jafnvel þótt farið yrði að ráðum Íslendinga er ekki víst að það myndi duga. Getuleysi ESB til að framfylgja eigin fiskveiðistefnu í gegnum tíðina vekur ekki traust.