Hefðbundnar ráðstefnur ganga jafnan þannig fyrir sig að fjöldinn allur mætir til að hlusta á fáeina sérfræðinga miðla af visku sinni um tilegin málefni. Það er gott, en einhver bandaríkjamaður fór samt að velta því fyrir sér allri þeirri þekkingu sem ráðstefnugestir hefðu að miðla hver öðrum.
óRáðstefna (e. unConference) gengur einmitt út á að stefna saman fólki til að ræða málin sín á milli, en hefðbundnum fyrirlestrum er gefið frí. Reyndar er einn stuttur fyrirlestur í byrjun þar sem leikreglur óRáðstefnu eru útskýrðar. Lesa áfram „óRáðstefnur“