óRáðstefnur

Hefðbundnar ráðstefnur ganga jafnan þannig fyrir sig að fjöldinn allur mætir til að hlusta á fáeina sérfræðinga miðla af visku sinni um tilegin málefni. Það er gott, en einhver bandaríkjamaður fór samt að velta því fyrir sér allri þeirri þekkingu sem ráðstefnugestir hefðu að miðla hver öðrum.

óRáðstefna (e. unConference) gengur einmitt út á að stefna saman fólki til að ræða málin sín á milli, en hefðbundnum fyrirlestrum er gefið frí. Reyndar er einn stuttur fyrirlestur í byrjun þar sem leikreglur óRáðstefnu eru útskýrðar. Lesa áfram „óRáðstefnur“

Fjármögnun á netinu

Á þessu ári voru samþykkt lög í Bandaríkjamenn sem auðvelda aðgengi sprota- og smáfyrirtækja að fjármagni. Lögin ganga undir nafninu “Jumpstart Our Business Startups act” eða JOBS lögin.
Frá árinu 1933 hefur almenna reglan verið sú að hlutafélög mega ekki bjóða almenningi hlutabréf til kaups, nema þau séu skráð, sem er bæði dýrt og tímafrekt.
Með JOBS lögunum varð til undanþága sem vaxtarfyrirtæki geta nýtt til að afla fjármagns með sölu hlutafjár á internetinu, án þess að skylda stofnist til skráningar á markað. Undanþágunni er lýst í III. kafla JOBS laganna en hann fjallar um hópfjármögnun (e. Crowdfunding).  Lesa áfram „Fjármögnun á netinu“

Ráðherra grefur undan gjaldmiðlinum

Katrín Júlíusdóttir tók við lyklunum að Fjármálaráðuneytinu í dag. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að grafa undan trausti á gjaldmiðli þjóðarinnar í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.

Bloomberg birti í dag frétt um ráðherraskiptin undir fyrirsögninni „Iceland sees end of krona days as joining euro only option“. Í fréttinni er víða vitnað orðrétt í fjármálaráðherrann. Afstöðu hennar má túlka þannig að krónan sé slæmur gjaldmiðill og lítil von um úrbætur, evran sé eina lausnin en hún standi ekki til boða í bráð. Lesa áfram „Ráðherra grefur undan gjaldmiðlinum“

Tímamótaskýrsla frá AGS

IMFlogoFyrir fáeinum dögum kom út skýrsla (Working Paper) frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum “The Chicago Plan Revisited” en hún fjallar um endurbætur á fjármálakerfinu sem Irving Fisher og fleiri lögðu fram í kjölfar kreppunnar miklu.

Skýrsluhöfundar, Benes og Kumhof, setja tillögur Fishers upp í fullkomið haglíkan til að greina afleiðingar þeirra, og komast að þeirri niðurstöðu að endurbæturnar geti einmitt skilað þeim árangri sem Fisher spáði um og gott betur. Rétt er að geta þess að þótt skýrslan sé unnin hjá AGS þá eru höfundarnir ábyrgir fyrir niðurstöðum hennar en ekki AGS. Lesa áfram „Tímamótaskýrsla frá AGS“

Alaska greiðir íbúum auðlindaarð

Alaska_in_United_States_(US50).svgÍbúar Alaska fá árlega greiddan út arð úr auðlindasjóði ríkisins. Arðgreiðslan er breytileg frá ári til árs en hefur yfirleitt verið á bilinu 120 – 240 þúsund kr á hvern íbúa.

Alaska er afar ríkt af auðlindum. Olíulindin í Prudhoe Bay gefur sem dæmi um 400 þúsund tunnur af olíu á dag og er afkastamesta olíulind í Norður Ameríku. Alaska á einnig mikið af gasi, kolum, málmum og ágæt fiskimið.

Árið 1956 þótti ástæða til að setja nýtt ákvæði í stjórnarskrá Alaska. Löggjafanum bæri að sjá til þess að nýting, þróun og varðveisla allra náttúruauðlinda sem tilheyrðu fylkinu, þar á meðal land og vötn, miðaði að hámörkun ábata fyrir fyrir íbúa fylkisins. Lesa áfram „Alaska greiðir íbúum auðlindaarð“

Losun hafta: Þrotabú bankanna greiði alfarið í ISK

peningabuntEkki er ljóst hvort þrotabú gömlu bankanna greiða kröfuhöfum út í blöndu af gjaldmiðlum og krónum, eða eingöngu krónum. Greiði þrotabúin alfarið út í krónum gefur það Seðlabanka einstakt tækifæri til að leysa gjaldeyrishöftin, um leið og dregið er úr hættu á því að kröfuhöfum þrotabúa verði mismunað.

Slitastjórnum þrotabúa ber samkvæmt lögum að gera upp allar kröfur í íslenskum krónum. Venjulega fara greiðslur einnig út í krónum, enda dregur það úr líkum á mismunun á milli kröfuhafa vegna gengisbreytinga sem orðið geta á útgreiðslutímabilinu. Þetta skiptir máli því kröfuhöfum verður ekki greitt út á sama tíma. Við þetta bætist að íslenskir kröfuhafar eru skilaskyldir á gjaldeyri en ekki erlendir sem eykur á mismunun verði greitt út í gjaldmiðlum. Lesa áfram „Losun hafta: Þrotabú bankanna greiði alfarið í ISK“

Vond fjárfesting á versta tíma

vadlaheidiEinhverjir þingmenn og örfáir vinir þeirra hafa þá lífskoðun að það taki heilum níu mínútum of langan tíma að aka Víkurskarð. Þrátt fyrir að leitun sé að fallegra útsýni en ber fyrir augu í þessar níu mínútur, eru þessir menn ekki ánægðir og vilja aka um jarðgöng hvað sem þau kosta.

Samgöngubætur geta vissulega verið mjög arðbærar en þá aðeins ef tilkostnaðurinn er minni en ávinningurinn. Vaðlaheiðargöng munu kosta níu milljarða að minnsta kosti en munu aðeins spara ökumönnum níu mínútur og vegegerðinni einhvern snjómokstur nokkra daga á ári. Lesa áfram „Vond fjárfesting á versta tíma“

Afnám hafta: Umræður á Alþingi

liljamosesAfnám gjaldeyrishafta er afar mikilvægt úrlausnarefni stjórnvalda sem hefur verið furðu lítið rætt í Alþingi. Svo bar þó við að málið komst á dagskrá að 3. maí síðastliðinn að frumkvæði Lilju Mósesdóttur. Hér verður stiklað á því helsta sem fram kom í þeirri umræðu.

Lilja Mósesdóttir lýsti því í stuttri framsögu hvernig 1.000 milljarða krónueignir valdi erfiðleikum við afnám hafta. Þessar krónueignir séu skuldir einkaðila við aðra einkaaðila og þær haldi nú áfram að vaxa þar sem nýleg lög banni að flytja verðbætur út fyrir höft. Lilja taldi raunverulega hættu á að þessum skuldum yrði velt yfir á ríkissjóð eða skattgreiðendur. Lilja benti á tvær leiðir sem gætu leitt til þess:

Í fyrsta lagi svokallaða harðindaleið þar sem höftin væru einfaldlega afnumin og afleiðingin gengishrun krónu. Lilja varaði við því að sú leið myndi strax leiða til verri lífskjara (væntanlega vegna hækkunar verðlags og skulda). Lesa áfram „Afnám hafta: Umræður á Alþingi“

Grynnri og styttri kreppur takk

stiglitzFjármálakreppur eru býsna algengar. Um 100 lönd hafa gengið gegnum fjármála- eða gjaldmiðilskreppu á undanförnum 40 árum. Því miður bendir fátt til þess að slíkar kreppur séu úr sögunni. Það mætti vissulega gera ýmislegt til að minnka líkur á kreppum, en í þessum pistli verður hins vegar rætt um hugmynd þeirra Markus Miller’s og Joseph Stiglitz um hvernig megi draga úr því tjóni sem kreppum fylgir.

Við venjulegar aðstæður er ólíklegt að vel rekin fyrirtæki lendi í gjaldþroti. En þegar efnahagsáfall dynur yfir geta tugir þúsunda aðila lent í vanskilum samtímis óháð því hvernig staðið var að rekstrinum. Gjaldþrotaleiðin er dýr og tekur langan tíma að ljúka hverju búi. Sé sú leið farin með stóran hluta atvinnulífsins, getur það í sjálfu sér leitt til keðjuverkana, þannig að enn fleiri fyrirtæki fari á hausinn, atvinnuleysi verði enn meira og kreppuaástand vari mun lengur. Því má halda fram að þannig tapi kröfuhafar mun meiru en ef þeir hefðu strax gefið afslátt af kröfum sínum og þannig haldið sem flestum fyrirtækjum í rekstri. Lesa áfram „Grynnri og styttri kreppur takk“