Árið 1899 kom inn á Alþingi frumvarp um stofnun seðlabanka í eigu þeirra Arntzen og Warburg. Seðlabanki þeirra myndi hafa einkarétt til seðlaútgáfu á Íslandi í 90 ár.
Frumvarpinu var all vel tekið en það komst þó ekki í gegn í fyrstu atrennu vegna tímaleysis. Milli þinga var leitað álits Þjóðbankans sem lagði til verulegar breytingar, meðal annars að stytta gildistíma einkaleyfisins.
Halldór Jónsson bankaféhirðir var á meðal þeirra sem vöruðu við því að einkabanka í eigu útlendinga yrði gefið einkaleyfi til seðlaútgáfu í landinu. Hann taldi farsælla að stofna seðlabanka í eigu ríkisins sem hefði hag allra landsmanna að leiðarljósi. Halldór færði fyrir því mörg góð rök og meðal annars þessi: Lesa áfram „Einkaseðlabankinn 1889“


Fyrir fáeinum dögum kom út skýrsla (Working Paper) frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum “The Chicago Plan Revisited” en hún fjallar um endurbætur á fjármálakerfinu sem Irving Fisher og fleiri lögðu fram í kjölfar kreppunnar miklu.
Íbúar Alaska fá árlega greiddan út arð úr auðlindasjóði ríkisins. Arðgreiðslan er breytileg frá ári til árs en hefur yfirleitt verið á bilinu 120 – 240 þúsund kr á hvern íbúa.
Ekki er ljóst hvort þrotabú gömlu bankanna greiða kröfuhöfum út í blöndu af gjaldmiðlum og krónum, eða eingöngu krónum. Greiði þrotabúin alfarið út í krónum gefur það Seðlabanka einstakt tækifæri til að leysa gjaldeyrishöftin, um leið og dregið er úr hættu á því að kröfuhöfum þrotabúa verði mismunað.

