Er græna bólan að springa?

Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt, óskaði eftir greiðslustöðvun 21. nóvember.  Northvolt var stofnað 2016 með stórtæk áform um að gera Evrópu samkeppnishæft við Kína í framleiðslu á rafhlöðum. 

Northvolt fékk frá upphafi mikinn meðbyr. Bílaframleiðandinn Volkswagen fjárfesti í upphafi fyrir 1.4 milljarða EUR og BMW pantaði rafhlöður fyrir 2 milljarða EUR, Scania og Volvo studdu við. Evrópski fjárfestingabankinn lánaði 350 m EUR. Goldman Sachs fjárfesti fyrir 860 m EUR. Stjórnmálamenn kepptust við að eigna sér heiðurinn og efasemdaraddir fengu lítinn hljómgrunn.

Lesa áfram „Er græna bólan að springa?“

Ætti að selja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins til lífeyrissjóða?

NýsköpunarssjóðurNýsköpunarsjóður atvinnulífsins er í eigu ríkisins. Hlutverk hans er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Sjóðurinn hefur frá stofnun komið að fjármögnun fjölmargra efnilegra fyrirtækja og þannig verið í lykilhlutverki í eflingu nýsköpunar á Íslandi. Nú eru 34 fyrirtæki og 3 sjóðir í eignasafni sjóðsins.  Lesa áfram „Ætti að selja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins til lífeyrissjóða?“

Íslendingar hjálpa Þjóðverjum við heimilisbókhaldið

Meniga logoEfnahagsáfallið var mikið áfall fyrir sjálfstraust þjóðarinnar. Fáir hefðu trúað því að skömmu eftir hrun myndu hinir ráðdeildarsömu Þjóðverjar leita lausna hér á landi. Þýskir bankar töpuðu óhemju miklum fjármunum í hruninu en það stoppaði þó ekki þýska bankann ComDirect í því að nýta sér lausn íslensks hugbúnaðarfyrirtækis. Ísland fyrir hrun hefði varla talist Mekka ráðdeildar og hagsýni. En nú örfáum árum síðar velja hinir mjög svo sparsömu Þjóðverjar íslenskan hugbúnað til að færa sitt rómaða heimilisbókhald inn í nútímann. Lesa áfram „Íslendingar hjálpa Þjóðverjum við heimilisbókhaldið“

óRáðstefnur

Hefðbundnar ráðstefnur ganga jafnan þannig fyrir sig að fjöldinn allur mætir til að hlusta á fáeina sérfræðinga miðla af visku sinni um tilegin málefni. Það er gott, en einhver bandaríkjamaður fór samt að velta því fyrir sér allri þeirri þekkingu sem ráðstefnugestir hefðu að miðla hver öðrum.

óRáðstefna (e. unConference) gengur einmitt út á að stefna saman fólki til að ræða málin sín á milli, en hefðbundnum fyrirlestrum er gefið frí. Reyndar er einn stuttur fyrirlestur í byrjun þar sem leikreglur óRáðstefnu eru útskýrðar. Lesa áfram „óRáðstefnur“

Fjármögnun á netinu

Á þessu ári voru samþykkt lög í Bandaríkjamenn sem auðvelda aðgengi sprota- og smáfyrirtækja að fjármagni. Lögin ganga undir nafninu “Jumpstart Our Business Startups act” eða JOBS lögin.
Frá árinu 1933 hefur almenna reglan verið sú að hlutafélög mega ekki bjóða almenningi hlutabréf til kaups, nema þau séu skráð, sem er bæði dýrt og tímafrekt.
Með JOBS lögunum varð til undanþága sem vaxtarfyrirtæki geta nýtt til að afla fjármagns með sölu hlutafjár á internetinu, án þess að skylda stofnist til skráningar á markað. Undanþágunni er lýst í III. kafla JOBS laganna en hann fjallar um hópfjármögnun (e. Crowdfunding).  Lesa áfram „Fjármögnun á netinu“

Frumvarp um (lítinn) stuðning við nýsköpunarfyrirtæki

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp til laga sem ætlað er að efla nýsköpun í landinu. Samkvæmt því munu nýsköpunarfyrirtæki fá skattfrádrátt vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni og þeir sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum geta fengið skattafslátt. Því miður gengur frumvarpið svo skammt að ólíklegt má telja að það hafi teljandi áhrif á nýsköpun í landinu þótt það verði að lögum.

Það ber þó að taka viljann fyrir verkið og enn er von til þess að bætt verði úr ágöllum enda þarf ekki að breyta miklu til að lögin skili tilætluðum árangri, störfum fjölgi og tekjur ríkissjóðs aukist. Lesa áfram „Frumvarp um (lítinn) stuðning við nýsköpunarfyrirtæki“

Hugmyndir skapa störf

Erindi flutt af Frosta á fundi Félags Atvinnurekenda í Iðnó 6. október 2010

Nýsköpun í atvinnurekstri hefur verið áhugamál hjá mér í meira en 30 ár. Á þessum tíma hafa verið tímabil þar sem nýsköpun hefur verið mikil, en ég þori að fullyrða að gróska á þessu sviði hefur aldrei verið meiri en einmitt núna.

Einmitt núna, þegar landið er statt á botni djúprar efnahagslægðar vekur þessi mikla gróska í nýsköpun von um betri tíð sé framundan. Kannski er mögulegt að á komandi misserum muni efnahagur landsins rétta úr kútnum, ný fyrirtæki blómstra og atvinnuleysið hverfa. Lesa áfram „Hugmyndir skapa störf“

ESB og hagsmunir atvinnulífsins

eustarsatseaSú skoðun hefur komið fram hjá einhverjum atvinnurekendum að það verði auðveldara að ná árangri í rekstri Íslenskra fyrirtækja ef Ísland gerist aðili að ESB og hér verði tekin upp evra í framhaldinu. Þá munum við losna við þann óstöðugleika sem einkennt hefur krónuna og aðgangur að erlendu lánsfé batni. Sumir virðast jafnvel trúa því að aðildarumsókn ein og sér muni efla tiltrú erlendra fjárfesta, styrkja gengi krónu og bæta aðgang að erlendu lánsfé. Lesa áfram „ESB og hagsmunir atvinnulífsins“