Bókin Hitamál kom loksins úr prentun 4. desember og síðan hefur hún rokið út. Fyrsta prentun kláraðist á nokkrum dögum en fólkið hjá Litlaprent brást skjótt við og prentaði meira.
Bókin fæst keypt hér á vefnum sem kilja, rafbók og hljóðbók og fyrir stuttu kom hún í bókaverslanir Pennin Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu.
Margir hafa haft samband til að hrósa bókinni og færa þakkir fyrir að koma þeim sjónarmiðum á framfæri sem í henni eru. Morgunblaðið minntist á bókina á forsíðu þann 8. desember sl. en í því blaði var viðtal við mig um efnið. Þann 10. var rætt um bókina í ritstjórnargrein:
Loftslagsmálin hafa á örfáum árum orðið eitt stærsta viðfangsefni samfélagsins. Stefnan á kolefnishlutleysi kallar á sífellt umfangsmeiri og kostnaðarsamari aðgerðir í trausti þess að vísindin séu hafin yfir vafa.
Það er staðreynd að jörðin hefur hlýnað og að koltvísýringur hefur aukist. En vísindamenn eru ekki sammála um hversu stór hluti hlýnunarinnar skýrist af náttúrulegum sveiflum, losun manna eða samspili beggja. Loftslag jarðar er flókið kerfi þar sem margir þættir verka saman þar á meðal skýjahula, hafstraumar, mengun og sólvirkni. Koltvísýringur skiptir máli, en er aðeins einn þáttur af mörgum.
Hitamál fjallar um þetta og sögu loftslagsbreytinga, óvissu í mælingum, spár sem hafa brugðist, vafasöm úrræði til að draga úr losun og aukaverkanir íþyngjandi regluverks. Bókin byggir á fjölda rannsókna og heimilda og dregur fram gögn sem vekja spurningar.
Hitamál er bók fyrir þá sem vilja íhuga hvort núverandi stefna í loftslagsmálum sé raunhæf eða hvort kominn sé tími til að huga að öðrum leiðum.
Bókin er í prentun og verður tilbúin til afhendingar 1. desember og á sérstöku tilboði í forsölu. Rafbókin er tilbúin og til afhendingar strax.
Ekkert land framleiðir meiri raforku á íbúa en Ísland. Næst kemst Noregur með helmingi minni raforkuframleiðslu á hvern íbúa. Þrátt fyrir þetta eru uppi áform sem samanlagt myndu tvöfalda orkuframleiðslu Íslands nái þau fram að ganga. Megnið af þeim með vindorkuverum í erlendri eigu.
Áður en ég fór að skoða kosti og galla vindorkuvera var ég frekar jákvæður í garð þessar tækni sem sögð var bæði náttúruvæn og hagkvæm.
Stóismi er forngrísk og rómversk heimspeki sem boðar stjórn á sjálfum sér og þolgæði til að sigrast á eyðileggjandi tilfinningum.
Stóisminn boðar að dyggðir (visdómur, hugrekki, réttlæti og hófsemi) séu atriði sem leiði til hamingjuríks lífs. Flest annað svo sem auður, heilsa eða orðspor sé hvorki góð né slæm en ekki eftirsóknarverð í sjálfu sér.
Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt, óskaði eftir greiðslustöðvun 21. nóvember. Northvolt var stofnað 2016 með stórtæk áform um að gera Evrópu samkeppnishæft við Kína í framleiðslu á rafhlöðum.
Northvolt fékk frá upphafi mikinn meðbyr. Bílaframleiðandinn Volkswagen fjárfesti í upphafi fyrir 1.4 milljarða EUR og BMW pantaði rafhlöður fyrir 2 milljarða EUR, Scania og Volvo studdu við. Evrópski fjárfestingabankinn lánaði 350 m EUR. Goldman Sachs fjárfesti fyrir 860 m EUR. Stjórnmálamenn kepptust við að eigna sér heiðurinn og efasemdaraddir fengu lítinn hljómgrunn.
Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeislunar sem berst frá jörðinni. Þessi eiginleiki CO2 hefur verið sannreyndur með tilraunum og því ekki vísindalegur vafi um þetta atriði. Það er hinsvegar töluverð óvissa um afleiðingar sívaxandi magns CO2. Til að spá um áhrifin hafa verið þróuð flókin líkön sem eiga að horfa til fjölmargra þátta. Líkönin virðast samt nær öll hafa ofspáð um hlýnun. Kannski vegna þess að líkönin byggja beinlínis á þeirri forsendu að aukið CO2 valdi aukinni hlýnun. Loftslagið er gríðarlega flókið og óreiðukennt kerfi með marga áhrifaþætti svo sem skýjafar, hafstrauma, eldgos, sólvirkni svo fátt sé nefnt. Það verður því að fara varlega í að byggja stórar ákvarðanir á niðurstöðum loftslagslíkana.
Inngangur Undirritaður tók, ásamt fleirum, þátt í söfnun undirskrifta þar sem skorað var á forseta Íslands að vísa Icesave III lögunum til þjóðaratkvæðis. Í framhaldi af ákvörðun forsetans um að vísa málinu til þjóðarinnar tók undirritaður einnig þátt í málefnalegri baráttu fyrir því að kjósendur höfnuðu lögunum.
Eftirfarandi ábendingar eru því byggðar á beinni reynslu af ofangreindum verkefnum og eru settar fram í þeirri von að þær geti nýst við að bæta umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna hér á landi.
Hér á landi virðist ekki algengt að nýta rósir í matargerð en það er ljómandi gott að skreyta salöt með rósablöðum eða að gera sultu og te úr blómunum.
Víða erlendis, t.d. í Frakklandi, þykir rósasulta hið mesta sælgæti. Það er eiginlega synd að hér á landi fá útsprungnar rósir bara að fölna og fjúka burt. Auðvitað er mikilvægt að borða eingöngu rósir sem hafa sloppið við eiturefni.
Það er virðingarvert af sóttvarnalækni að viðurkenna mistök í forsendum bólusetningar barna og birta leiðréttingu. Hann breytir reyndar ekki niðurstöðu sinni þótt honum sé ljóst að áhætta barna af sjúkdómnum sé helmingi minni en hann taldi áður og vörn bóluefnisins gegn smiti sé ekki 90% eins og hann taldi.
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum 5-11 ára verði boðin bólusetning við Covid-19. Ástæður sínar fyrir bólusetningu barna setur hann fram í sex liðum í færslu á vefnum Covid.is[1]
Sumt í þessum ástæðum er rangt en annað orkar tvímælis eins og hér verður rakið.