Um stóíska ró

Stóismi er forngrísk og rómversk heimspeki sem boðar stjórn á sjálfum sér og þolgæði til að sigrast á eyðileggjandi tilfinningum.

Stóisminn boðar að dyggðir (visdómur, hugrekki, réttlæti og hófsemi) séu atriði sem leiði til hamingjuríks lífs. Flest annað svo sem auður, heilsa eða orðspor sé hvorki góð né slæm en ekki eftirsóknarverð í sjálfu sér.

Lesa áfram „Um stóíska ró“

Er græna bólan að springa?

Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt, óskaði eftir greiðslustöðvun 21. nóvember.  Northvolt var stofnað 2016 með stórtæk áform um að gera Evrópu samkeppnishæft við Kína í framleiðslu á rafhlöðum. 

Northvolt fékk frá upphafi mikinn meðbyr. Bílaframleiðandinn Volkswagen fjárfesti í upphafi fyrir 1.4 milljarða EUR og BMW pantaði rafhlöður fyrir 2 milljarða EUR, Scania og Volvo studdu við. Evrópski fjárfestingabankinn lánaði 350 m EUR. Goldman Sachs fjárfesti fyrir 860 m EUR. Stjórnmálamenn kepptust við að eigna sér heiðurinn og efasemdaraddir fengu lítinn hljómgrunn.

Lesa áfram „Er græna bólan að springa?“

Eru áhrif koltvísýrings á loftslag ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeislunar sem berst frá jörðinni. Þessi eiginleiki CO2 hefur verið sannreyndur með tilraunum og því ekki vísindalegur vafi um þetta atriði. Það er hinsvegar töluverð óvissa um afleiðingar sívaxandi magns CO2. Til að spá um áhrifin hafa verið þróuð flókin líkön sem eiga að horfa til fjölmargra þátta. Líkönin virðast samt nær öll hafa ofspáð um hlýnun. Kannski vegna þess að líkönin byggja beinlínis á þeirri forsendu að aukið CO2 valdi aukinni hlýnun. Loftslagið er gríðarlega flókið og óreiðukennt kerfi með marga áhrifaþætti svo sem skýjafar, hafstrauma, eldgos, sólvirkni svo fátt sé nefnt. Það verður því að fara varlega í að byggja stórar ákvarðanir á niðurstöðum loftslagslíkana. 

Lesa áfram „Eru áhrif koltvísýrings á loftslag ofmetin?“

10 ábendingar um úrbætur á umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna

Inngangur
Undirritaður tók, ásamt fleirum, þátt í söfnun undirskrifta þar sem skorað var á forseta Íslands að vísa Icesave III lögunum til þjóðaratkvæðis. Í framhaldi af ákvörðun forsetans um að vísa málinu til þjóðarinnar tók undirritaður einnig þátt í málefnalegri baráttu fyrir því að kjósendur höfnuðu lögunum.

Eftirfarandi ábendingar eru því byggðar á beinni reynslu af ofangreindum verkefnum og eru settar fram í þeirri von að þær geti nýst við að bæta umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna hér á landi.

Lesa áfram „10 ábendingar um úrbætur á umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna“

Rósasulta – Uppskrift

Hér á landi virðist ekki algengt að nýta rósir í matargerð en það er ljómandi gott að skreyta salöt með rósablöðum eða að gera sultu og te úr blómunum.

Víða erlendis, t.d. í Frakklandi, þykir rósasulta hið mesta sælgæti. Það er eiginlega synd að hér á landi fá útsprungnar rósir bara að fölna og fjúka burt. Auðvitað er mikilvægt að borða eingöngu rósir sem hafa sloppið við eiturefni.

Lesa áfram „Rósasulta – Uppskrift“

Um ástæður sóttvarnalæknis fyrir bólusetningu barna

https://www.covid.is/fra-sottvarnalaekni

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum 5-11 ára verði boðin bólusetning við Covid-19. Ástæður sínar fyrir bólusetningu barna setur hann fram í sex liðum í færslu á vefnum Covid.is[1]

Sumt í þessum ástæðum er rangt en annað orkar tvímælis eins og hér verður rakið.

Lesa áfram „Um ástæður sóttvarnalæknis fyrir bólusetningu barna“

Hvernig stöðvuðu Indverjar stóru bylgjuna?

Um mánaðarmótin apríl-maí flutti RÚV átakanlegar fréttir frá Indlandi. Neyðarástand ríkti vegna faraldursins, sjúkrahús og útfararstofur höfðu ekki undan. Þann 10. maí greindust 400 þúsund smit á einum degi.

Indverjum tókst samt með markvissum aðgerðum að ná tökum á faraldrinum og eftir mánuð hafði smittíðni lækkað um 75%. Mánuði síðar greindust 40 þúsund smit á dag, fækkun um 90%. Síðan hefur smitum haldið áfram að fækka jafnt og þétt í Indlandi og greinast nú færri en 10 smit á hverja milljón íbúa.[1] 

Lesa áfram „Hvernig stöðvuðu Indverjar stóru bylgjuna?“

Hraunrennsli stýrt með kælingu

Þann 23. janúar 1973 hófst óvænt eldgos rétt við bæjarmörkin í Vestmanneyjum. Tveim vikum síðar hófust tilraunir til að dæla sjó á hraunið til að beina rennsli þess frá byggð og mannvirkjum.

Kæling hraunsins hafði töluverð áhrif og árið 1997 birti Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna skýrslu um hraunkælinguna í gosinu í Heimaey. Skýrslan fjallar um sögu verkefnisins, þau vandamál sem upp komu og hvernig þau voru leyst. Þessi þekking gæti komið að gagni færi svo að glóandi hraun ógni hér byggð á nýjan leik.

Lesa áfram „Hraunrennsli stýrt með kælingu“

Umsögn mín um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið

Innsend á samráðsgátt 29.1.2019

Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er á margan hátt gagnlegt innlegg í umræðuna um stöðu fjármálakerfisins, þróun þess og hlutverk til framtíðar. Hvítbókin kemur inn á marga þætti og þar á meðal lítillega inn á samfélagsbanka en í þessari umsögn mun ég halda mig við þann eina þátt.

Á bls. 266 í hvítbókinni er stutt greinargerð um samfélagsbanka sem dr. Ásgeir Jónsson prófessor við Háskóla Íslands vann fyrir starfshópinn. Niðurstaða Ásgeirs um samfélagsbanka er þannig:

Lesa áfram „Umsögn mín um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið“