10 ábendingar um úrbætur á umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna

Inngangur
Undirritaður tók, ásamt fleirum, þátt í söfnun undirskrifta þar sem skorað var á forseta Íslands að vísa Icesave III lögunum til þjóðaratkvæðis. Í framhaldi af ákvörðun forsetans um að vísa málinu til þjóðarinnar tók undirritaður einnig þátt í málefnalegri baráttu fyrir því að kjósendur höfnuðu lögunum.

Eftirfarandi ábendingar eru því byggðar á beinni reynslu af ofangreindum verkefnum og eru settar fram í þeirri von að þær geti nýst við að bæta umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna hér á landi.

Lesa áfram „10 ábendingar um úrbætur á umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna“

Rósasulta – Uppskrift

Hér á landi virðist ekki algengt að nýta rósir í matargerð en það er ljómandi gott að skreyta salöt með rósablöðum eða að gera sultu og te úr blómunum.

Víða erlendis, t.d. í Frakklandi, þykir rósasulta hið mesta sælgæti. Það er eiginlega synd að hér á landi fá útsprungnar rósir bara að fölna og fjúka burt. Auðvitað er mikilvægt að borða eingöngu rósir sem hafa sloppið við eiturefni.

Lesa áfram „Rósasulta – Uppskrift“

Um ástæður sóttvarnalæknis fyrir bólusetningu barna

https://www.covid.is/fra-sottvarnalaekni

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum 5-11 ára verði boðin bólusetning við Covid-19. Ástæður sínar fyrir bólusetningu barna setur hann fram í sex liðum í færslu á vefnum Covid.is[1]

Sumt í þessum ástæðum er rangt en annað orkar tvímælis eins og hér verður rakið.

Lesa áfram „Um ástæður sóttvarnalæknis fyrir bólusetningu barna“

Hvernig stöðvuðu Indverjar stóru bylgjuna?

Um mánaðarmótin apríl-maí flutti RÚV átakanlegar fréttir frá Indlandi. Neyðarástand ríkti vegna faraldursins, sjúkrahús og útfararstofur höfðu ekki undan. Þann 10. maí greindust 400 þúsund smit á einum degi.

Indverjum tókst samt með markvissum aðgerðum að ná tökum á faraldrinum og eftir mánuð hafði smittíðni lækkað um 75%. Mánuði síðar greindust 40 þúsund smit á dag, fækkun um 90%. Síðan hefur smitum haldið áfram að fækka jafnt og þétt í Indlandi og greinast nú færri en 10 smit á hverja milljón íbúa.[1] 

Lesa áfram „Hvernig stöðvuðu Indverjar stóru bylgjuna?“

Hraunrennsli stýrt með kælingu

Þann 23. janúar 1973 hófst óvænt eldgos rétt við bæjarmörkin í Vestmanneyjum. Tveim vikum síðar hófust tilraunir til að dæla sjó á hraunið til að beina rennsli þess frá byggð og mannvirkjum.

Kæling hraunsins hafði töluverð áhrif og árið 1997 birti Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna skýrslu um hraunkælinguna í gosinu í Heimaey. Skýrslan fjallar um sögu verkefnisins, þau vandamál sem upp komu og hvernig þau voru leyst. Þessi þekking gæti komið að gagni færi svo að glóandi hraun ógni hér byggð á nýjan leik.

Lesa áfram „Hraunrennsli stýrt með kælingu“

Umsögn mín um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið

Innsend á samráðsgátt 29.1.2019

Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er á margan hátt gagnlegt innlegg í umræðuna um stöðu fjármálakerfisins, þróun þess og hlutverk til framtíðar. Hvítbókin kemur inn á marga þætti og þar á meðal lítillega inn á samfélagsbanka en í þessari umsögn mun ég halda mig við þann eina þátt.

Á bls. 266 í hvítbókinni er stutt greinargerð um samfélagsbanka sem dr. Ásgeir Jónsson prófessor við Háskóla Íslands vann fyrir starfshópinn. Niðurstaða Ásgeirs um samfélagsbanka er þannig:

Lesa áfram „Umsögn mín um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið“

Þjóðar(vogunar)sjóður?

Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um þjóðarsjóð sem fjárfesta skuli arð af auðlindum landsins í erlendum kauphöllum, allt að 300 milljarða. Ríkið geti svo gripið til þjóðarsjóðsins í framtíðinni til að mæta ófyrirséðum áföllum. Við fyrstu skoðun kann þetta að hljóma skynsamlega en þegar betur er gáð vakna spurningar og efasemdir. Hvernig er t.d. hægt að réttlæta að ríkissjóður sem skuldar hundruði milljarða og þar af hundrað milljarða í erlendri mynt fjárfesti í erlendum verðbréfum?

Lesa áfram „Þjóðar(vogunar)sjóður?“

Borgarlínan æðir áfram en hvar er neyðarhemilinn?

Samkvæmt skrifum borgar- og bæjarstjórar á höfuðborgar-svæðinu telja þeir að Borgarlína sé hagkvæm og vistvæn leið til að stórauka flutningsgetu samgöngukerfisins, bæta lífsgæði íbúa, stytta ferðatíma, draga úr slysum og lækka byggingarkostnað. Nánari skoðun leiðir hins vegar í ljós hve ólíklegt það er Borgarlínan geti uppfyllt þessar miklu væntingar. Verkefnið er samt á miklu skriði og gæti kostað 1-2 milljónir á hvert heimili. Lesa áfram „Borgarlínan æðir áfram en hvar er neyðarhemilinn?“

Bókhald Seðlabankans: Eru seðlar skuld?

Í bókhaldi Seðlabanka Íslands er venja að færa selda peningaseðla til skuldar en ekki til tekna. Í árslok 2016 „skuldaði“ Seðlabankinn 62 milljarða í útgefnum seðlum samkvæmt ársreikningi. Ekki virðast önnur rök fyrir þessari bókhaldsaðferð en þau að svona hafi þetta alltaf verið gert og þetta sé venjan hjá öðrum seðlabönkum. Vissulega er þetta venjan en það orkar tvímælis að færa tekjur sem skuld, slíkt stenst varla góða reikningskilavenju og um það fjallar þessi pistill.  Lesa áfram „Bókhald Seðlabankans: Eru seðlar skuld?“