Stjórnvöld taki sér tak

Á ráðstefnu hjá Arion banka um framtíð krónunnar voru flestir frummælendur á því að slæm króna væri afleiðing af slæmri stjórn efnahags- og peningamála. Fjórir þingmenn, þar af tveir ráðherrar sem báðir heita Katrín voru í pallborði og hvöttu þjóðina og sjálfa sig til að taka sér tak í óráðssíuni. Það væri eina vitið.

Það lofaði sannarlega góðu að ráðherrar ætluðu að taka sér tak. En svo komu kvöldfréttirnar. Lesa áfram „Stjórnvöld taki sér tak“

Einkaseðlabankinn 1889

Árið 1899 kom inn á Alþingi frumvarp um stofnun seðlabanka í eigu þeirra Arntzen og Warburg. Seðlabanki þeirra myndi hafa einkarétt til seðlaútgáfu á Íslandi í 90 ár.

Frumvarpinu var all vel tekið en það komst þó ekki í gegn í fyrstu atrennu vegna tímaleysis. Milli þinga var leitað álits Þjóðbankans sem lagði til verulegar breytingar, meðal annars að stytta gildistíma einkaleyfisins.

Halldór Jónsson bankaféhirðir var á meðal þeirra sem vöruðu við því að einkabanka í eigu útlendinga yrði gefið einkaleyfi til seðlaútgáfu í landinu. Hann taldi farsælla að stofna seðlabanka í eigu ríkisins sem hefði hag allra landsmanna að leiðarljósi. Halldór færði fyrir því mörg góð rök og meðal annars þessi: Lesa áfram „Einkaseðlabankinn 1889“

óRáðstefnur

Hefðbundnar ráðstefnur ganga jafnan þannig fyrir sig að fjöldinn allur mætir til að hlusta á fáeina sérfræðinga miðla af visku sinni um tilegin málefni. Það er gott, en einhver bandaríkjamaður fór samt að velta því fyrir sér allri þeirri þekkingu sem ráðstefnugestir hefðu að miðla hver öðrum.

óRáðstefna (e. unConference) gengur einmitt út á að stefna saman fólki til að ræða málin sín á milli, en hefðbundnum fyrirlestrum er gefið frí. Reyndar er einn stuttur fyrirlestur í byrjun þar sem leikreglur óRáðstefnu eru útskýrðar. Lesa áfram „óRáðstefnur“

Fjármögnun á netinu

Á þessu ári voru samþykkt lög í Bandaríkjamenn sem auðvelda aðgengi sprota- og smáfyrirtækja að fjármagni. Lögin ganga undir nafninu “Jumpstart Our Business Startups act” eða JOBS lögin.
Frá árinu 1933 hefur almenna reglan verið sú að hlutafélög mega ekki bjóða almenningi hlutabréf til kaups, nema þau séu skráð, sem er bæði dýrt og tímafrekt.
Með JOBS lögunum varð til undanþága sem vaxtarfyrirtæki geta nýtt til að afla fjármagns með sölu hlutafjár á internetinu, án þess að skylda stofnist til skráningar á markað. Undanþágunni er lýst í III. kafla JOBS laganna en hann fjallar um hópfjármögnun (e. Crowdfunding).  Lesa áfram „Fjármögnun á netinu“

Ráðherra grefur undan gjaldmiðlinum

Katrín Júlíusdóttir tók við lyklunum að Fjármálaráðuneytinu í dag. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að grafa undan trausti á gjaldmiðli þjóðarinnar í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.

Bloomberg birti í dag frétt um ráðherraskiptin undir fyrirsögninni „Iceland sees end of krona days as joining euro only option“. Í fréttinni er víða vitnað orðrétt í fjármálaráðherrann. Afstöðu hennar má túlka þannig að krónan sé slæmur gjaldmiðill og lítil von um úrbætur, evran sé eina lausnin en hún standi ekki til boða í bráð. Lesa áfram „Ráðherra grefur undan gjaldmiðlinum“