Ráðherra grefur undan gjaldmiðlinum

Katrín Júlíusdóttir tók við lyklunum að Fjármálaráðuneytinu í dag. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að grafa undan trausti á gjaldmiðli þjóðarinnar í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.

Bloomberg birti í dag frétt um ráðherraskiptin undir fyrirsögninni „Iceland sees end of krona days as joining euro only option“. Í fréttinni er víða vitnað orðrétt í fjármálaráðherrann. Afstöðu hennar má túlka þannig að krónan sé slæmur gjaldmiðill og lítil von um úrbætur, evran sé eina lausnin en hún standi ekki til boða í bráð. Lesa áfram „Ráðherra grefur undan gjaldmiðlinum“

Tímamótaskýrsla frá AGS

IMFlogoFyrir fáeinum dögum kom út skýrsla (Working Paper) frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum “The Chicago Plan Revisited” en hún fjallar um endurbætur á fjármálakerfinu sem Irving Fisher og fleiri lögðu fram í kjölfar kreppunnar miklu.

Skýrsluhöfundar, Benes og Kumhof, setja tillögur Fishers upp í fullkomið haglíkan til að greina afleiðingar þeirra, og komast að þeirri niðurstöðu að endurbæturnar geti einmitt skilað þeim árangri sem Fisher spáði um og gott betur. Rétt er að geta þess að þótt skýrslan sé unnin hjá AGS þá eru höfundarnir ábyrgir fyrir niðurstöðum hennar en ekki AGS. Lesa áfram „Tímamótaskýrsla frá AGS“

Alaska greiðir íbúum auðlindaarð

Alaska_in_United_States_(US50).svgÍbúar Alaska fá árlega greiddan út arð úr auðlindasjóði ríkisins. Arðgreiðslan er breytileg frá ári til árs en hefur yfirleitt verið á bilinu 120 – 240 þúsund kr á hvern íbúa.

Alaska er afar ríkt af auðlindum. Olíulindin í Prudhoe Bay gefur sem dæmi um 400 þúsund tunnur af olíu á dag og er afkastamesta olíulind í Norður Ameríku. Alaska á einnig mikið af gasi, kolum, málmum og ágæt fiskimið.

Árið 1956 þótti ástæða til að setja nýtt ákvæði í stjórnarskrá Alaska. Löggjafanum bæri að sjá til þess að nýting, þróun og varðveisla allra náttúruauðlinda sem tilheyrðu fylkinu, þar á meðal land og vötn, miðaði að hámörkun ábata fyrir fyrir íbúa fylkisins. Lesa áfram „Alaska greiðir íbúum auðlindaarð“

Losun hafta: Þrotabú bankanna greiði alfarið í ISK

peningabuntEkki er ljóst hvort þrotabú gömlu bankanna greiða kröfuhöfum út í blöndu af gjaldmiðlum og krónum, eða eingöngu krónum. Greiði þrotabúin alfarið út í krónum gefur það Seðlabanka einstakt tækifæri til að leysa gjaldeyrishöftin, um leið og dregið er úr hættu á því að kröfuhöfum þrotabúa verði mismunað.

Slitastjórnum þrotabúa ber samkvæmt lögum að gera upp allar kröfur í íslenskum krónum. Venjulega fara greiðslur einnig út í krónum, enda dregur það úr líkum á mismunun á milli kröfuhafa vegna gengisbreytinga sem orðið geta á útgreiðslutímabilinu. Þetta skiptir máli því kröfuhöfum verður ekki greitt út á sama tíma. Við þetta bætist að íslenskir kröfuhafar eru skilaskyldir á gjaldeyri en ekki erlendir sem eykur á mismunun verði greitt út í gjaldmiðlum. Lesa áfram „Losun hafta: Þrotabú bankanna greiði alfarið í ISK“

Hugmynd að nýjum skyndibita

Frosti Sigurjónsson segir það oftast koma í hans hlut að grilla fyrir fjölskylduna.
Viðtal birtist í Finnur.is
Frosti Sigurjónsson athafnamaður styður við nýsköpun á sviði tækni, hefur óbilandi áhuga á landsmálum og kann að meta makríl.

Við Sindri sonur minn kunnum báðir að meta makríl og höfum oft veitt hann og matreitt,“ segir Frosti Sigurjónsson. „Síðastliðið haust stefndi allt í að sá holli og góði fiskur yrði ófáanlegur í verslunum. Við ákváðum þá að útvega frosinn makríl í búðirnar í vetur og neytendur hafa tekið þessari nýjung vel. Lesa áfram „Hugmynd að nýjum skyndibita“