Schengen vandinn vex – engin viðbragðsáætlun?

SchengenGríðarlegur vandi steðjar að Schengen svæðinu og engin lausn í sjónmáli. Ráðamenn aðildarríkja og sérfræðingar keppast við að spá endalokum landamærasamstarfsins. Þegar svo háttar hlýtur það að vera skylda íslenskra stjórnvalda að undirbúa áætlun um það hvernig brugðist yrði við hugsanlegum truflunum í Schengen samstarfinu eða jafnvel endalokum þess. Tekjur Íslands af ferðamönnum voru 300 milljarðar á síðasta ári og því afar miklir hagsmunir í því að landamæraeftirlit verði ekki fyrir truflun.  Lesa áfram „Schengen vandinn vex – engin viðbragðsáætlun?“